Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 7

Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 7
lögmannablaðið tbl 02/12 7 lAGADAGUr 2012 hlutverk fjölmiðla dr. Herdís Þorgeirsdóttir hdl. fjallaði í framsögu sinni um meginregluna um tjáningarfrelsi fjölmiðla, sem mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt um að ekki megi hefta. Hins vegar hafi fjölmiðlar að sama skapi skyldu til að miðla upplýsingum um dómsmál sem hafi áhrif á hagsmuni almennings. af þeirri umfjöllun sem dr. Herdís fór yfir má draga þá ályktun að upplýst umræða auki traust. Þannig benti hún á það mikilsvirta hlutverk sem fjölmiðlar hafi í því að skapa traust á dómstólum og var ágætis samhljómur milli þess og erindis róberts. Þá fjallaði hún einnig um skýrslu rannsóknarnefndar alþingis þar sem fram kom að andvararleysi varðandi afskipti viðskiptalífsins af fjölmiðlum hafi haft veruleg áhrif á umræðuna hér og mögulega ógnað lýðræðislegum stjórnarháttum. niðurstaðan í erindi dr. Herdísar var sú að pólitíska umræðu mætti alls ekki hefta nema brýna lýðræðislega nauðsyn bæri til. samstarf dómstóla og fjölmiðla í pallborði sátu auk framsögumanna símon sigvaldason héraðsdómari, styrmir Gunnarsson fv. ritstjóri og Helga arnardóttir fréttamaður. Öll komu þau með áhugaverð innlegg í umræðuna. símon sýndi tölur um traustmælingar allt frá árinu 1999. Á því ári hóf Hæstiréttur að birta dóma á heimasíðu sinni sem augljóslega ber með sér aukið aðgengi almennings að dómum réttarins og ætti að stuðla að auknu gegnsæi og trausti. En á sama tíma hafa mælingar á trausti á dómstólum verið á hraðri niðurleið nema hjá ungu fólki (yngri en 20 ára) en þar hafa mælingar sýnt að traust á dómstólum er mjög mikið, eða allt að 57%. sem hlýtur að gefa von um betri tíð. styrmir Gunnarsson varaði eindregið við nánu samstarfi milli fjölmiðla og dómstóla, hann taldi það myndi bjóða hættunni heim varðandi það hvernig væri fjallað um dómsmál. Helga arnardóttir taldi aftur á móti að samstarf og samskipti lögmanna og dómara annars vegar og fjölmiðlafólks hins vegar væri af hinu góða og þyrftu að vera meiri, enda blaðamenn almennt ekki löglærðir. Þá mótmælti hún afstöðu styrmis og taldi að samstarf gæti einvörðungu orðið til þess að upplýsa en ekki til að stjórna. af framangreindu má sjá að fram­ sögumenn og pallborðsfólk hafði margt áhugavert til málanna að leggja. Hið eina gagnrýniverða við málþingið var að það hefði mátt skapa því betri tímaramma svo pallborðið og áheyrendur hefðu haft tíma til umræðna. Efnið bauð svo sannarlega upp á það en tíminn því miður ekki. Þyrí Halla Steingrímsdóttir hrl. róbert r. spanó kristrún heimisdóttir f.v. arnar Þór jónsson, herdís Þorgeirsdóttir, kristrún heimisdóttir, helga arnardóttir, símon sigvaldason og styrmir gunnarsson. herdís Þorgeirsdóttir arnar Þór jónsson

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.