Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 29

Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 29
lögmannablaðið tbl 02/12 29 Af VettVAnGi félAGsins vel sóttur aðalfundur fkl aðalfundur félags kvenna í lögmennsku (fkl) var haldinn föstu­ daginn 13. apríl sl. auður björg jóns­ dóttir hdl. var kosin formaður en auk hennar voru guðrún sesselja arnar­ dóttir hrl., harpa sólveig björns dóttir hdl., helga maría pálsdóttir hdl. og marta margrét rúnars dóttir kosnar í stjórn. hrefna kristín jónsdóttir hdl. og helga lára hauks dóttir hdl. voru kosnar í varastjórn. Fráfarandi formaður, Þyrí Halla steingrímsdóttir hrl., fór yfir skýrslu stjórnar og viðburði nýliðins starfsárs. Félagið stóð fyrir nokkrum göngum: Esjuferð, Jónsmessugöngu á Helgafell og göngu um Elliðaárdal sem endaði með sundferð í Árbæjarlaug. Fjölsóttustu viðburðirnir voru „happy hour” á Hilton hóteli seinnipart föstudags, sem efnt var til í tvígang. Félagið stóð fyrir tveimur námskeiðum; golfnámskeiði og námskeiði um framkomu í fjölmiðlum sem haldin voru í samvinnu við önnur fagfélög kvenna. Fagfélögin stóðu einnig fyrir sameiginlegum fundi um sýnileika kvenna í fjölmiðlum sem var mjög fjölsóttur. Þá tók lið á vegum FkL þátt í innanhúsmóti LmFí í knattspyrnu en liðið stóð sig með mikilli prýði og naut mikils stuðnings meðal áhorfenda Fundurinn var afar vel sóttur sem er mikið gleðiefni fyrir stjórn FkL. Það er skýrt merki um síaukinn áhuga kvenlögmanna á félaginu enda hefur mæting á viðburði á vegum félagsins verið góð undanfarin ár og er alltaf að aukast. að loknum aðalfundarstörfum var boðið upp á veitingar en mikið var rætt um tilgang félagsins og mikilvægi þess að efla félagstengsl kvenlögmanna. Auður Björg Jónsdóttir hdl. AnnA lilJA HAllGrÍMsDóttir stjórn félagsins krafist þess að lögmaður sendi henni ársfjórðungslega eða oftar yfirlýsingu og nauðsynleg fylgigögn. við slíkar aðstæður getur stjórnin jafnframt ákveðið að fela trúnaðarendurskoðanda sínum að rannsaka hvort lögmaður fari eftir reglum og fullnægi bókhaldslögum að öðru leyti. Gefi rannsókn tilefni til getur stjórn LmFí ákveðið að viðkomandi lögmanni sé óheimilt að ráðstafa innistæðum á fjárvörslureikningum, nema að fengnu leyfi trúnaðarmanns sem stjórnin tilnefnir. Lögmanni sem rannsókn er beint að er skylt að láta stjórninni eða trúnaðarmanni hennar í té allar upplýsingar um rekstur sinn og efnahag, sem krafist kann að verða, svo og að veita aðgang að öllum bókhaldsgögnum og öðrum gögnum, sem rannsakandi telur hafa þýðingu fyrir rannsóknina. Lögmannafélag íslands ber kostnað af slíkri rannsókn en er hins vegar heimilt í ákveðnum tilvikum að krefja þann lögmann, sem rannsókn beinist að um greiðslu kostnaðar. slík tilvik geta verið fyrir hendi ef rannsókn er viðamikil og leiðir í ljós misbresti í störfum lögmannsins. viðurlög Lögmaður sem gerist brotlegur við ákvæðum reglna um fjárvörslureikninga lögmanna og sinnir ekki áskorun Lögmannafélags íslands um að starfa í samræmi við þær, getur búist við að dómsmálaráðherra felli úr gildi starfsréttindi hans skv. 3. mgr. 13. gr. laga um lögmenn. stjórn LmFí hvetur félagsmenn sína sérstaklega til þess að kynna sér nánar inntak reglnanna, en þær má finna á heimasíðu félagsins undir flipanum handbók lögmanna. mikil stemning var á aðalfundi fkl en f.v. eru laufey kristjánsdóttir, vigdís ósk sveinsdóttir og katrín smári ólafsdóttir.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.