Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 9

Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 9
lögmannablaðið tbl 02/12 9 lAGADAGUr 2012 skaðabótaábyrgð sérfræðinga Ábyrgð sérfræðinga í samfélaginu og hvort meginreglur skaðabótaréttarins eigi við þegar meta á skaðabótakröfur á hendur þeim voru efni málstofu iii á lagadaginn. Fyrirlesarar voru Guðmundur sigurðsson forseti laga­ deildar Háskólans í reykjavík og Þóra Hallgrímsdóttir sérfræðingur við lagadeild Háskólans í reykjavík. í panil sátu kristín Edwald hrl. hjá Lex og vilhjálmur H. vilhjálmsson hrl. hjá Landslögum en Jóhannes sigurðsson hrl. hjá aktis stjórnaði umræðum. í erindi Guðmundar var farið yfir helstu reglu og álitaefni um ábyrgð sérfæðinga. Fjallað var m.a. um ríkar kröfur sem gerðar eru til háttsemi sérfræðinga, sönnunarstöðu, heimildir til að takamarka ábyrgð ofl. Þóra Hallgrímsdóttir fjallaði um sérfræðiábyrgð út frá sjónarhorni vátryggingaréttar. Fram kom að kröfum í starfaábyrgðartryggingu lögmanna hefði fjölgað mikið á síðasta áratug. Þá fjallaði Þóra ítarlega um samspil bótaréttarins og reglna um ábyrgðatryggingar. í umræðum á eftir erindunum var fjallað um ýmsa dóma og tilvik sem komið hafa upp og fjalla um ábyrgð sérfræðinga. Lýstu þau kristín og vilhjálmur reynslu sinni sem lögmenn af málum af þessu toga. Þá var nokkur umræða um reglur skaðbótalaga sem takmarka mjög bótaábyrgð starfsmanna fyrirtækja en meginreglan er nú sú að starfsmenn bera ekki bótaábyrgð á störfum sínum nema í undantekningatilvikum. Þá var nokkur umræða um mál sem eru í deiglunni um bótaábyrgð lækna vegna fegrunaraðgerða og bótaábyrgð endurskoðenda vegna endurskoðunar á reikningsskilum fyrirtækja. f.v. vilhjálmur h. vilhjálmsson, kristín edwald, jóhannes sigurðsson, guð mund ur sigurðsson og Þóra hallgrímsdóttir. f.v. hafsteinn Þór hauksson, bryndís hlöðvers­ dóttir, sigurður líndal og ragnhildur helgadóttir. f.v. gylfi magnússon, ása ólafsdóttir, ragnar h. hall og helgi sigurðsson. Lærdómur af afleiðingum efnahags­ hrunsins á lán til heimilanna var efni málstofu um fjármögnun til framtíðar þar sem velt var upp hvaða leiðir væru færar til að tryggja betur stöðugleika á lánamarkaði og hvernig lánveitingum til einstaklinga væri best fyrir komið í framtíðinni. Framsögumenn voru Ása ólafsdóttir, lektor við lagadeild Háskóla íslands og Gylfi magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla íslands. Yfirskrift framsögu Gylfa var framtíðarskipa lána til heimilanna þar sem farið var yfir málið frá hagfræðilegu sjónarhóli. Erindi Ásu bar yfirskriftina „skuldastýring heimilanna“? Hvernig á að haga lánveitingum til framtíðar? í panil sátu Helgi sigurðsson, hrl. hjá Lagastoðum og ragnar, H. Hall hrl. hjá mörkinni lögmannsstofu en Þóra Hjaltested, skrifstofustjóri skrifstofu viðskiptamála og fjármálamarkaðar efnahags­ og viðskiptaráðuneytisins stjórnaði málstofunni. sátt um samfélagssáttmála miklar og líflegar umræður urðu á rökstólum um hvernig tillaga stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá geti orðið að þeim samfélagssáttmála sem stjórnarskrá á að vera og sitt sýndist hverjum. Þátttakendur í rökstólunum voru þau Bryndís Hlöðversdóttir rektor Háskólans á Bifröst, sigurður Líndal prófessor emeritus og ragnhildur Helgadóttir en Hafsteinn Þór Hauksson lektor við lagadeild Háskóla íslands stjórnaði umræðunum. fjármögnun til framtíðar – framtíðarskipan lána til heimila

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.