Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 12
12 lögmannablaðið tbl 02/12 Af VettVAnGi félAGsins á að vera málsvari réttarríkis og mannréttinda á síðasta aðalfundi lmfí var jónas Þór guðmundsson, hrl., kosinn nýr formaður. jónas Þór hefur setið í stjórn félagsins frá árinu 2010 og Þar af verið varaformaður síðasta árið. árni helgason ritstjóri lög­ manna blaðsins spurði for mann inn um hans hagi og helstu verkefni félagsins framundan. Hver er þinn bakgrunnur og fjölskylduhagir? Ég er fæddur á akureyri árið 1968 og ól þar manninn fyrstu 20 ár ævinnar. Lauk stúdentsprófi af viðskipta­ og hagfræðibraut frá verkmennta skólanum en síðan lá leiðin í lagadeild Há skóla íslands þaðan sem ég lauk kandídatsprófi 1995. Eftir útskrift starfaði ég sem fulltrúi hjá Ævari Guðmundssyni lögmanni, var kennslustjóri við lagadeild Háskóla íslands og þar á eftir á laga sviði dómsmálaráðuneytisins. Ég varð héraðsdómslögmaður árið 1997 og tveimur árum síðar byrjaði ég í lögmennsku í samstarfi við tengdaföður minn, Árna Grétar Finnsson hrl.sem hafði rekið lögfræðistofu í Hafnarfirði frá 1961. stefán Bj. Gunnlaugsson hrl. var einnig með okkur. Frá 2007 hef ég rekið lögmannsstofuna í Hafnarfirði einn en ég varð hæstaréttarlögmaður árið 2009. meðfram störfum hef ég töluvert fengist við stundakennslu, framan af í lagadeild Háskóla íslands en síðar í lagadeild Háskólans í reykjavík. kennslan hefur verið á sviði almennrar lögfræði, lögskýringa, kröfuréttar og kauparéttar. Eiginkona mín er ingbjörg Árnadóttir, héraðsdómslögmaður, sem í dag starfar í lögfræðideild íslandsbanka. við erum búsett í Hafnarfirði og eigum tvo stráka, 7 og 13 ára, og eina stelpu sem er 9 ára. Hvernig gengur að vera einyrki í lögmennsku? Það eru kostir og gallar við að vera einyrki. maður ræður sér sjálfur og verkefnin geta verið fjölbreytt. Á móti kemur að það getur verið erfitt að geta ekki velt verkefnum yfir á aðra þegar mikið er að gera. Þannig að segja má að helsti kosturinn við að vera einyrki, frelsið, snúist oft upp í andhverfu sína, helsið, vegna þess að maður kemst í reynd lítið frá og þá oftast bara í skamman tíma í einu. Þróunin hefur ótvírætt verið í átt að stærri einingum. um það vitna sífellt fleiri lögmannsstofur og sú þróun verður ekki stöðvuð. til þess liggja rekstrarleg rök og kröfur um aukna sérhæfingu í sífellt flóknara og alþjóðlegra lagaumhverfi. Einyrkjar og minni stofur hverfa líklega aldrei alveg. Þá kann að vera að mikil fjölgun í lögmannastéttinni á skömmum tíma, eins og hér hefur átt sér stað, hafi sitt að segja. Hugsanlegt er að við þær aðstæður freistist fleiri til þess að spreyta sig í minni einingum eða sem einyrkjar. tíminn mun leiða það betur í ljós. Þú nefnir þá gífurlegu fjölgun sem verið hefur í lögmannastéttinni á undanförnum misserum auk þess sem útskrifuðum lögfræðingum hefur fjölgað hratt. Hvernig líst þér á þessa þróun? Það er ánægjulegt að ungt fólk í dag velji að mennta sig í lögfræði en sú mikla fjölgun sem hefur orðið er umhugsunarverð. Hlutfall lögfræðinga miðað við fólksfjölda er orðið töluvert hærra hér en almennt þekkist hjá þjóðum sem við viljum bera okkur saman við. Líklega spila glansímyndir úr sjónvarpi og væntingar um háar tekjur inn í. ískaldur veruleikinn er hins vegar sá, að minnsta kosti að því er lögmenn varðar, að þeir vinna margir mjög langan vinnudag, álag er mikið og launin eru ekki í neinu samræmi við það sem fólk almennt heldur. mikil eftirspurn hefur verið eftir lögfræðingum til starfa en hvað sem líður fjölgun í stéttinni þá þarf að gera ríkar kröfur til inntaks lögmanns réttindanna. Það er lykilatriði fyrir okkur í alþjóðlegri samkeppni að standa jafnfætis nágrannalöndum okkar í kröfum til menntunar lögmanna. Þar vantar nokkuð uppá, bæði hvað snertir starfstíma áður en réttindin fást og einnig varðandi flutning prófmála í héraði sem ég tel æskilegt að taka upp aftur. Þá má vel hugsa sér að háskólarnir skilgreini betur ákveðnar námsleiðir eða brautir sem þeir nemendur verða að ljúka sem vilja verða lögmenn. Ef menn eru á annað borð með það kerfi að gera kröfu um sérstök réttindi til þess að mega flytja mál fyrir dómi þá er mikilvægt að ljóst sé hvað í því felst, hvaða kröfur eru gerðar og að þær séu sambærilegar við það sem almennt tíðkast í öðrum löndum. svo má vel ræða hvort lögmenn eigi að hafa einkarétt á flutningi mála fyrir dómstólum. Það hefur gustað töluvert um Lögmanna­ félagið upp á síðkastið. T.d. hefur verið kosið um formann tvisvar í röð en það var nánast óþekkt áður. Þá er forysta félagsins meira í fréttum og fjölmiðlum en áður. Hvernig skýrir þú þessar breytingar og telur þú þær af hinu góða? Ég tel æskilegt að lögmenn láti meira í sér heyra í opinberri umræðu og þá auðvitað fyrst og fremst um mál sem lúta að réttarkerfinu, reglum réttarríkisins og mannréttindum. Frá farandi formaður, Brynjar níelsson hrl., hefur verið einstaklega duglegur. við sjáum glögglega að ástandið í þjóðfélaginu frá bankahruninu hefur verið brothætt. Háværar kröfur eru um sakfellingar og veruleg hætta á að slakað verði á kröfum til þess að þóknast stjórnmálamönnum og almenningi. Það hefur verið ótvírætt tilefni til varnarbaráttu af hálfu lögmanna fyrir skjólstæðinga sína og almennt fyrir virðingu fyrir grundvallarreglum. slíkur málflutningur er ekki alltaf til vinsælda fallinn. kosningar í félaginu eru til marks um aukinn áhuga félagsmanna á starfi þess. Það er af hinu góða. kosningar hljóta

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.