Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 27

Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 27
lögmannablaðið tbl 02/12 27 Að loKnUM lAnDsDóMi gegn grundvallarreglum sakamálaréttarfarsins niðurstaða landsdóms er athyglisverð fyrir margra hluta sakir. að því er varðar lögfræðilegar forsendur og niðurstöður, þá er tvennt sem er sérstaklega umhugsunarvert. annars vegar að landsdómur hafi talið málið tækt til efnismeðferðar þó að bæði útgáfa ákærunnar og undirbúningur málsins hafi strítt gegn grundvallarreglum sakamálaréttarfarsins; um lögreglurannsókn sem undanfara hlutlægrar ákvörðunar um ákæru sem og að sakargögnin bæru með sér meiri líkur á sekt en sýknu. að hið pólitíska alþingi geti ákært án þess að hinn ákærði fái að tjá sig áður er miðaldaréttarfar. Hins vegar, að refsiheimildir í ákæru hafi allar verið taldar nægjanlega skýrar í skilningi stjórnarskrárinnar. rannsóknarnefnd, landsdómur og sannleikurinn námsgögn um hrunið og ábyrgðina liggja í lagasafninu, níu bindum rannsóknarnefndar alþingis frá 12. apríl 2010 og rösklega 400 bls. dómi landsdóms frá 23. apríl 2012. Á samantekt fjölmiðla frá rannsóknarnefnd til landsdóms er lítið að græða. Fjölmiðlar hafa ekki rýnt frásagnir og niðurstöður í skýrslu rannsóknarnefndar, hvað þá borið saman efnistök og rökstuðning rannsóknarnefndar við landsdóm. í málavaxtalýsingu landsdóms er að finna skýrustu lýsingu atburðarásar frá ársbyrjun 2008 til hrunsmánaðar, en óhemju af viðbótargögnum í skýrslu rannsóknarnefndar. ráðherraábyrgðarlögin og lög um landsdóm þarfnast gagngerrar endurskoðunar. Fyrir lögfræðinga er niðurstöðukafli landsdóms eins og nákvæm kennsla í lögskýringafræðum, þar sem mikið er í húfi. dapurlegur þáttur í sögu alþingis réttarfarsreglur landsdómslaga og sú framkvæmd sem þau lög byggja á standast ekki meginreglur við meðferð sakamála. Það fyrirkomulag að alþingismenn taki ákvörðun um að ákæra hvern annan stenst ekki skoðun, ef við viljum búa í réttarríki. við atkvæðagreiðsluna á alþingi fór ekki á milli mála að pólitíkin stýrði afstöðu manna. Það er ógeðfellt fyrirkomulag og atkvæðagreiðslan í málinu var dapurlegur þáttur í sögu alþingis. réttlát málsmeðferð byggir m.a. á að ákærði fái vitneskju um ákæruatriði án tafar og ekki sé dregið að skipa honum verjanda. Því var ekki að heilsa í þessu tilfelli. Hátt var reitt til höggs en niðurstaðan varð rýr. Endurskoðun laganna er brýn. Þetta segja lögmenn að loknum landsdómi hróbjartur jónatansson hrl. jakob möller hrl. guðrÚn helga brynleifsdóttir hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.