Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 13

Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 13
lögmannablaðið tbl 02/12 13 óhjákvæmilega að einhverju leyti að snúast um áherslur í starfi félagsins, ekkert síður en um þá einstaklinga sem eiga hlut að máli. Hugsanlegt er að kosningar verði oftar en tíðkast hefur. Hinu má ekki gleyma að í öllum aðalatriðum eru hagsmunamál lögmanna sameiginleg og tæplega forsendur til þess að um þau séu mikil átök, þótt áherslumunur kunni að vera til staðar. Hvernig hyggst þú beita þér sem formaður félagsins? Ég tel mikilvægt í því ástandi sem nú ríkir að formaður félagsins sé sýnilegur og komi fram sem öflugur málsvari réttarríkisins og mannréttinda. Þá eru mörg mál sem þarfnast skoðunar. sem dæmi má nefna reglur um trúnaðarsamband lögmanna og skjólstæðinga í ljósi nýfallins hæstaréttardóms í svokölluðu brjóstapúðamáli. Einnig má nefna möguleika lögmanna á því að vátryggja sig vegna mistaka í starfi, ekki síst í ljósi þess hversu háar fjárkröfur þeir vinna með. auk þess er þörf á almennri endurskoðun lögmannalaga og siðareglna vegna breyttrar tækni og aðstæðna. Þá þarf að ræða með opnum huga hvort ástæða sé til þess að taka upp skyldu lögmanna til endurmenntunar. Loks eru það þóknanamálin og máls­ kostnaðarákvarðanir dómstóla sem allir lögmenn þekkja. Það virðist vera eilífðar­ verkefni að reyna að opna augu þeirra sem taka ákvarðanir fyrir þeirri miklu vinnu sem jafnan liggur að baki málum hjá lögmönnum og ekki síður fyrir því hversu gífurlegan kostnað lögmenn bera á móti hverri unninni vinnustund. nettótekjur eru því ekki alltaf háar. Því miður virðist oft mega ætla að menn haldi að þóknanir og málskostnaður renni óskiptur í vasa lögmanna sem laun. sú er auðvitað ekki raunin. Undanfarin ár hafa verið tími mikilla átaka í þjóðfélaginu og það hefur smitast yfir í réttarkerfið. Telurðu að réttarríkinu standi ógn af þessari þróun? Já, tvímælalaust. við sjáum skýr merki um að stjórnmálamenn freist ast til þess að þrengja að ýmsum grundvallarréttindum einstaklinga. Einnig hafa verið gerðar sértækar breytingar á refsivörslukerfinu eftir að meint afbrot tiltekinnar tegundar eiga að hafa verið framin, beinlínis í því skyni að reyna að hafa áhrif á hvernig tekst til við rannsókn og saksókn vegna þeirra í stað þess að efla hið almenna kerfi sem fyrir er til frambúðar. Þá er einnig reynt að hafa áhrif á dómstóla, bæði með tilvísun í meinta almenna nauðsyn á einhvers konar óskilgreindu uppgjöri í samfélaginu og í hugsanlegar afleiðingar einstakra dóma. vissulega er hætta á að dómstólar láti undan slíkum þrýstingi, þótt ástæða sé til þess að bera fullt traust til íslenskra dómara. mikilvægt er að menn haldi vöku sinni í ástandi sem þessu, ekki síst lögmenn. Efla þarf vitund fjölmiðla, almennings og stjórnmálamanna um grundvallarmannréttindi og réttarríkið. Það verður ekki auðvelt að snúa til baka ef slys verða í þessum efnum. Hvernig viltu sjá Lögmannafélagið þróast á næstu misserum? Félagið á að vera öflugur málsvari réttarríkis og mannréttinda og hvetja félagsmenn til þess að fjalla um þessi efni. Jafnframt á félagið að beita sér af alefli fyrir hagsmunum lögmanna gagnvart löggjafanum, fram­ kvæmdarvaldinu, dómstólum og dóm­ stólaráði. Það á ennfremur að beita sér fyrir því að reglur um menntun lögmanna og lögmannsréttindin taki mið af því sem best gerist á alþjóðlegum vettvangi, séu í stöðugri þróun og endurskoðun, til þess að standast þarfir tímans. mikilvægt er að starf félagsins taki mið af þeirri staðreynd að lögmenn eru fjölbreyttur hópur manna sem starfar að ólíkum verkefnum í mismunandi rekstrarformum, fleiri eða færri saman. Þótt einyrki og lögmaður á stórri stofu eigi margt sameiginlegt þá eru þarfirnar að sumu leyti ólíkar. að því þarf að gæta. skoða þarf hvort unnt er að gera starf félagsins aðgengilegra og sýnilegra fyrir félagsmenn. stór hluti starfa stjórnar félagsins fer jafnan ekki hátt, einkum sá þáttur sem lýtur að samskiptum við ráðuneyti dómsmála og fulltrúum dómstóla. Þá er unnið mikið og gott starf á skrifstofu félagsins sem ég er ekki viss um að allir félagsmenn geri sér grein fyrir. síðast en ekki síst verður að hafa í huga að skylduaðild er að félaginu. Það setur starfinu ákveðinn ramma og viss takmörk. mikilvægt er að siðareglur lögmanna séu vel úr garði gerðar og sem best sé staðið að starfrækslu úrskurðarnefndar lögmanna. Það á að vera félagsmönnum öllum metnaðarmál að fjallað sé af yfirvegun og réttsýni um mál sem lúta að meintum brotum á siðareglum lögmanna. Af VettVAnGi félAGsins jónas Þór guðmundsson.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.