Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 10
10 lögmannablaðið tbl 02/12 lAGADAGUr 2012 Það var mikið um dýrðir að kvöldi Lagadags 2012 þegar á fimmta hundrað lögfræðingar og makar þeirra mættu á Hilton hótel nordica, tóku sér glas í hönd og settust síðan að veisluborðum, nýgreiddir og í burstuðum skóm. veislustjórar voru mið­íslandsbræðurnir og lögfræðingarnir Bergur Ebbi Benediktsson og Jóhann alfreð kristinsson. Þeir fóru á kostum, skutu á mann og annan, mærðu aðra verðskuldað og salurinn kunni vel að meta beittan húmorinn. óvænt skemmtiatriði kvöldsins var Landslagabandið en lögmannsstofan Landslög hefur yfir að ráða hæfileika mönnum á ýmsum sviðum. tóku þeir u2 ballöðuna „Everlasting love“ með þvílíkum tilþrifum að sagt er að ungar meyjar í salnum hafi kiknað í hnjánum yfir ívari Pálssyni söngvara og piltar hent blómum að söngdívunum Jónu Björk Helgadóttur og margréti Halldóru Hallgrímsdóttur. allt þetta var innbyrt með lambahrygg sem var borinn fram með hamsakrumbli og axlarpressu, sveppamauki, jarðskokkum, fondant kartöflum og sólseljusósu. Og hana nú. að kvöldi lagadags 2012 jóna björk helgadóttir söngdíva í landslagabandinu. íslandsbankaborðið. f.v. tómas sigurðsson, kristín ninja guðmundsdóttir, ingvar örn sighvatsson, rut gunnarsdóttir, ragnheiður b. sighvatsdóttir og kristinn arnar stefánsson. veislustjórar voru þeir jóhann alfreð kristinsson og bergur ebbi benediktsson. til upphitunar er ætíð fordrykkur þar sem gamlir félagar hittast og taka púlsinn. f.v. viðar lúðvíksson, bjarki már baxter, Ægir guðbjarni sigmundsson og anna linda bjarnadóttir. uppfullar af kærleika og ást. f.v. elva dögg ásudóttir kristinsdóttir og helga vala helgadóttir. ívar pálsson poppstjarna í landslaga­ bandinu.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.