Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 14
14 lögmannablaðið tbl 02/12 Af VettVAnGi félAGsins Nafn: Borgar Þór Einarsson hdl. Vinnustaður: oPuS lögmenn ehf. Hve lengi hefur þú stundað lögmennsku? Í sex ár, þar af fjögur sem innanhússlögmaður hjá Landsbankanum. Sérhæfing í lögmennsku: bankaréttur og félagaréttur. Hversu lengi hefur þú setið í stjórn LmFÍ? Í varastjórn frá 2010 og í aðalstjórn frá 2011. Hver eru helstu áhugamál þín? golf og laxveiði. Fjölskylduhagir: Kvæntur Kristínu Hrefnu Halldórsdóttur stjórnmálafræðingi. börn: Sigrún Líf, stjúpdóttir, 18 ára, breki Þór 14 ára, marselía bríet 13 ára, anna Soffía 2 ára og drengur fæddur 12. júní 2012. Nafn: Guðrún Björk Bjarnadóttir hdl. Vinnustaður: SteF (Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar). Hve lengi hefur þú stundað lögmennsku? 13 ár. Sérhæfing í lögmennsku: Vinnuréttur og höfundaréttur. Hversu lengi hefur þú setið í stjórn LmFÍ Ég hef setið í varastjórn í tvö ár en þetta er fyrsta árið mitt í aðalstjórn. Hver eru helstu áhugamál þín? tónlist og hestamennska. Þá hef ég sinnt sjálfboðaliðastörfum fyrir aFS á Íslandi í allmörg ár. Fjölskylduhagir: gift ingvari Stefánssyni, byggingaverkfræðingi og eigum við tvær dætur, brynhildi gígju fædda 2003 og Hugrúnu Freyju fædda 2006. Nafn: Guðrún Björg Birgisdóttir hrl. Vinnustaður: Íslög ehf. Hve lengi hefur þú stundað lögmennsku? 11 ár, en þar af var ég innanhússlögmaður hjá marel í rúm 3 ár. Sérhæfing í lögmennsku: Fjármögnun, fyrirtækjalögfræði, skiptastjórn og vinnuréttur. Hversu lengi hefur þú setið í stjórn LMFÍ? eitt ár í varastjórn og kom í aðalstjórn 2012. Hver eru helstu áhugamál þín? Lögfræði, félagsmál og skíði. Fjölskylduhagir? Ég á einn 17 ára gamlan son, Högna Sigurðsson. Nafn: Óskar Sigurðsson hrl. Vinnustaður: jP Lögmenn. Hve lengi hefur þú stundað lögmennsku? Ég hlaut leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi 1998 og Hæstarétti Íslands 2005. Hef því sinnt lögmannsstörfum í 15 ár. Sérhæfing í lögmennsku: málflutningur, eignaréttur, byggingar- og skipulagslöggjöf, skuldaskilaréttur, landbúnaðarréttur, fasteignaréttur, skaðabótaréttur, kröfu- og veðréttur. Hversu lengi hefur þú setið í stjórn LMFÍ? Varamaður í stjórn frá 2009 og sæti í stjórn frá 2011. Hver eru helstu áhugamál þín? Fjölskyldan, vinnan og fótbolti. Næ því miður ekki alltaf að halda þessari forgangsröðun. Fjölskylduhagir: Ég er kvæntur elísabetu Kristjánsdóttur íþróttafræðingi og við eigum þrjár stelpur: esther ýr 15 ára, elvu Rún 12 ára og Ástu björk 4 ára. Síðan bættist hundurinn mosi í liðið fyrir skömmu síðan. ný stjórn arionbanki.is – 444 7000 Ertu að fá góða ávöxtun? Í Einkabankaþjónustu Arion banka hefur hver viðskiptavinur eigin viðskiptastjóra sem sér um eignasafn hans eftir fyrirframskilgreindri árfestingarstefnu. Í þjónustunni felst einnig almenn bankaþjónusta á hagstæðum kjörum og greining á stöðu lífeyrissparnaðar eins og hún er í dag og væntanlegri stöðu við starfslok. Leitaðu til okkar í síma 444-7410 eða sendu tölvupóst á einkabankathjonusta@arionbanki.is og við aðstoðum þig við að †nna hvað hentar þér og þínum markmiðum. Einkabankaþjónusta Arion banka

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.