Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 17

Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 17
lögmannablaðið tbl 02/12 17 Á léttUM nótUM lögmennsku ­ væri hún til. Þóra hefur verið aðalpersóna í nokkrum bóka Yrsu sigurðardóttur. Hún er fráskilin og glímir við týpísk einkamál um leið og hún leysir ótrúlegustu glæpamál þar sem hún nýtir kvenlegt innsæi og áralanga reynslu af lögmennsku í bland. Þótt fátt sé sameiginlegt með stellu og Þóru þá má segja að engir tveir dagar séu eins í starfi þeirra og þær sjálfar eru spennandi karakterar. von er á þýskum sjónvarpsþáttum um Þóru lögmann og ævintýri hennar en bækurnar hafa notið mikillar hylli víða um lönd. karlkyns kollegar og mörður karlkyns kollegar þeirra stellu Blómkvist og Þóru Guðmundsdóttur, sem „dúkka“ upp öðru hvoru í sögunum um þær eru afskaplega litlausir karakterar og það er allt að því jafnréttismál fyrir karlkyns lögmenn á íslandi að rithöfundar skrifi þá meira krassandi. Ef þeir eru að endurspegla ímynd hins íslenska karl­lögmanns þá eru þeir í stuttu máli óspennandi geðlurður. Áhugasömum höfundum er hér með bent á að mörður lögmaður, sem hefur skrifað í Lögmannablaðið frá upphafi, er fyrirtaks efniviður. Hann stæði fyllilega undir því að verða aðalpersóna í kvikmynd og jafnvel spennusögu, er mátulega þunglyndur og óheppinn í einkalífinu, sjálfhverfur og einrænn. Hann hefur í stuttu máli alla þá ókosti sem nokkur lögmaður getur haft. fleiri lögfræðingar í þeim tveimur spennusögum arnaldar indriðasonar þar sem Erlendur rannsóknarlögreglumaður kemur ekki við sögu hefur arnaldur látið lögfræðinga vera aðalsöguhetjurnar. Þetta eru bækurnar napóleonsskjölin og Bettý en enn á ný eru það konur sem eiga sviðið. Lögfræðingarnir í þeim hafa ekki ennþá hlotið framhaldslíf í fleiri sögum en svo má einnig rifja upp að Flateyjargátan eftir viktor arnar ingólfsson fjallar einnig um lögfræðing sem er fulltrúi sýslumanns á Patreksfirði. réttur Ekki má gleyma íslensku réttar­ dramaþáttunum „rétti“ sem segja frá lífi lesandinn berglind svavarsdóttir hrl.: líkjast frekar fulltrÚum í rannsóknarlögreglunni Berglind svavarsdóttir hrl. er ákafur lesandi íslenskra sem erlendra sakamálasagna. Hún taldi kvenhetjur í íslenskum spennusögum vera lausar við það þunglyndi sem hrjáir aðalsöguhetjur í norrænni glæpasagnahefð. Er dregin upp raunsönn lýsing af lögfræðingum í íslenskum spennusögum? nei það er nú ekki hægt að segja það, lögfræðingarnir hafa engan tíma til að rannsaka sakamál upp á eigin spýtur og sökkva sér á kaf í eitt tiltekið mál. Hvað varðar hins vegar samfélagslegar lýsingar þá eru lögfræðingar eins mismunandi og þeir eru margir og þær kunna vel að eiga við einhverja kollega minna. Hefur þú velt fyrir þér hvaða mynd er dregin upp af kvenlögfræðingum annars vegar og karllögfræðingum hins vegar? Ja eitthvað fer lítið fyrir karllögfræð­ ingum í íslenskum sakamálasögum þannig að samanburður er ekki tækur að þessu leyti. Helstu kvenlögfræðingarnir eru þær Þóra Guðmundsdóttir og stella Blómkvist, jú og svo að sínu leyti lögmaðurinn í Bettý hans arnaldar, en hún var frekar óspennandi karakter og greinilega svo afspyrnuslakur lögmaður að ég sé engan tilgang í að fjalla frekar um hana. varðandi Þóru og stellu hins vegar þá eru þær eins ólíkar og dagur og nótt. Lýsing á Þóru er nokkuð raunsönn; einstæð móðir, sífellt með hugann við heimilið og börnin og ber ábyrgð á öllu mögulegu og ómögulegu. stella er töffari af guðs náð, drykkfelld, gróf og herská en bráðlifandi. skemmtileg týpa. Það sem þær eiga hins vegar sameiginlegt er að þær eru kaldhæðnar en alveg lausar við það þunglyndi sem hrjáir allar karlkynssöguhetjur í norrænni glæpasagnahefð. Finnur þú fyrir samsvörun við Þóru og Stellu í þínum störfum? nei, þær líkjast frekar fulltrúum í rannsóknarlögreglunni. Ef þær væru til í alvöru, heldur þú þær væru t.d. í stjórn LMFÍ? Ef til vill Þóra en alls ekki stella!

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.