Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 18
18 lögmannablaðið tbl 02/12 Á léttUM nótUM yrsa sigurðardóttir rithöfundur: Þóra dÆmigerður fulltrÚi íslenskra kvenna Yrsa sigurðardóttir sendi frá sér sína fyrstu glæpasögu árið 2005 þar sem Þóra Guðmundsdóttir lögmaður var aðalsöguhetjan. alls hafa sex bækur komið út um Þóru sem lendir í ýmsum hremmingum við að leysa vanda skjólstæðinga sinna. sögur Yrsu hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál og gefnar út í yfir 100 löndum. Af hverju valdir þú að hafa lögmann sem aðalsöguhetjuna í sögum þínum? Þar sem ég ætlaði mér frá upphafi að skrifa bókaflokk varð ég að ein­ skorða mig við stétt sem kæmi ítrekað við sögu í morðmálum. Það hefði verið mjög þægilegt ef það ætti við um verkfræðinga en því fer víst fjarri. í það minnsta á ég enn eftir að rekast á myrtan mann í vinnunni. Þær stéttir sem helst koma til greina eru lögreglumenn, blaðamenn, réttar­ meinafræðingar og svo lögmenn. Lögreglumenn áttu næga fulltrúa á íslenskum glæpasagnamarkaði og ég vissi ekkert um réttarlæknisfræði eða blaðamennsku. mér þótti lögfræðingur skemmtilegasti vinkillinn og taldi það starf henta best þeim hugmyndum sem ég hafði um sögufléttur. Hafðir þú einhverja sérstaka fyrirmynd í huga? Þóra átti að vera dæmigerður fulltrúi íslenskra kvenna, dugleg, glöð og fylgin sér. mér var mikið í mun að hún yrði ekki einhverskonar karlkona sem oft vill verða um kvenhetjur glæpasagna. Ég á margar mætar vinkonur sem hún er líklega steypt saman úr, vil ég þar sérstaklega nefna til sögunnar Elínu Árnadóttur lögmann hjá PWC. Telur þú að lögmannsstarfið sé spennandi eins og ævintýri Þóru bera með sér? Ég hugsa að ég seilist nú fulllangt í þeim efnum en það er þó aldrei að vita. mér hefur alltaf fundist að það hljóti að vera gaman að vinna sem lögfræðingur. Ég er raunar með á tékklistanum að skrá mig í stök námskeið í einhverri lagadeildanna, m.a. í kröfurétti en ég hef mjög gaman af því sem tengist verksamningum í mínu starfi. Eftir fremur lauslega könnun á lögfræðingum í íslenskum spennu­ sögum eru karlar í stéttinni fremur óspennandi karakterar. Er einhver skýring á því? nú þekki ég ekki nægilega til en finnst miður að heyra. kannski ég verði að skjóta inn eins og einum hressum til að gæta jafnvægis. Jafnrétti kynjanna er ekki einstefnugata. Vinnur þú einhverja forvinnu byggða á störfum lögmanna áður en þú byggir upp sögu? Já það geri ég. sérstaklega passa ég upp á að fara ekki með fleipur þegar kemur að lögum eða því hvernig kerfið í heild sinni virkar. Ekki þar fyrir að mér hafa örugglega orðið á einhver mistök í þeim efnum. Ég nota netið töluvert til að lesa lög, reglugerðir og dóma en í undantekningartilvikum hef ég leitað álit lögfræðinga, þ.e. ef málið er þess eðlis að ég get ekki fundið út úr því á eigin spýtur. Hef ég þá fengið aðstoð m.a. kristjáns thorlacius, kristínar Edwald og Elínar Árnadóttur. allt lögfræðirugl skrifast samt á mig ef þið hafið rekist á slíkt. leiðinlegir. sennilega hefur það tekist því önnur þáttaröð „réttar“ var sýnd á stöð 2 árið 2010. í þáttunum voru leikarar í öllum hlutverkum enda þóttu þeir vel gerðir. réttur er settur til margra ára sömdu laganemar hand­ rit og léku öll aðalhlutverk í sjón­ varpsþáttunum „réttur er settur“. Framan af nutu þættir laganema mikillar hylli ungra sem aldinna og urðu jafnvel til þess að ungt fólk lagði lögfræði fyrir sig. svo fór að halla undan fæti þegar framboð á íslensku sjónvarpsefni jókst og starfi þriggja lögmanna í reykjavík. Lögmennirnir reka lögmannsstofuna Lög og rétt ehf. og leysa hin erfiðustu mál á meðan þeir glíma við sitt flókna einkalíf. Fyrstu þættirnir voru sýndir á stöð 2 haustið 2008 en þeir urðu eitt heitasta umræðuefni lögmanna á sínum tíma. Þar sem tveir lögmenn komu saman var vanþekking handritahöfunda á réttarkerfinu á landi ísa gagnrýnt. Höfundarnir leituðu víst ráðgjafar hjá starfandi lögmönnum um hvernig mál færu fram í réttarsal en að því loknu ákváðu þeir að taka sér skáldaleyfi til að koma í veg fyrir að þættirnir yrðu og áhorfendur fóru að gera meiri kröfur. Leikrænir tilburðir laganema þóttu ekki nógu góðir og málin ekki nógu krassandi. síðasti þátturinn af „réttur er settur“ var sýndur í ríkissjónvarpinu í maí 2005 og fékk afleita dóma. Fundið var að kunnáttuleysi laganema í leiklist og meintri yfirtöku þeirra á atvinnu leikara. Einn gagnrýnenda sagði fullkomna tímaskekkju að láta hóp viðvaninga ­ alla á sama aldri ­ fyrir framan sjónvarps­ vélarnar. Hvað sem því líður eru lögfræð­ ingar á einu máli um að þættirnir hafi verið tær snilld. mynd atli már hafsteinsson.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.