Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 19

Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 19
lögmannablaðið tbl 02/12 19 Á léttUM nótUM lögmaðurinn og spennusagnahöfundurinn ragnar jónasson hdl.: menntunin getur nýst við ritstörfin Þrátt fyrir ungan aldur hefur ragnar Jónasson lögmaður stimplað sig rækilega inn sem spennusagnahöfundur með bókunum, Fölsk nóta, snjó­ blinda og myrknætti. ragnar hefur ekki gert starf lögmannsins að um­ fjöll unarefni í sögum sínum en þar er rannsóknarlögreglumaðurinn ari aðalsöguhetjan. í viðtali við Lög­ mannablaðið segir ragnar það hafa verið meðvitaða ákvörðun að aðskilja dagleg störf og ritstörf. Nýtir þú lögmannsstarfið við gerð sakamálasagna þinna? Það var meðvituð ákvörðun hjá mér að skrifa ekki spennusögur úr heimi lögfræðinnar – mér þótti best að reyna að aðskilja þessa tvo heima, daglegu störfin annars vegar og ritstörfin hins vegar, eftir því sem kostur er. auðvitað koma þó stundum upp lögfræðileg álitamál í tengslum við sögufléttuna þar sem menntunin getur nýst. Ég er líka duglegur að leita til félaga minna í stéttinni þegar spurningar vakna á sviðum sem ég hef ekki sérþekkingu á, til dæmis í tengslum við störf lögreglunnar. Hvernig finnst þér lögmenn/lögfræð­ ingar koma út í sögum íslenskar spennusagnahöfunda? Þeir koma mjög vel út, til dæmis hefur Yrsu sigurðardóttur tekist að skapa afskaplega skemmtilega aðalsöguhetju, lögmanninn Þóru Guðmundsdóttur. Hvernig fer starf rithöfundarins saman við lögmennskuna? Þetta fer vel saman að því leyti að það er ágæt tilbreyting frá lögfræðinni að hafa tækifæri til þess að setjast niður í frítímanum og skrifa skáldsögur um eitthvað allt annað en maður er að fást við í vinnunni, en gallinn er auðvitað alltaf sá að það eru of fáir klukkutímar í sólarhringnum. Er starf lögmannsins nógu spennandi til að eiga heima í bók? Já, það held ég að sé óhætt að fullyrða, en auðvitað þurfa höfundar glæpasagna oft að taka sér ákveðið skáldaleyfi til þess að krydda söguflétturnar, hvort sem sögupersónurnar eru lögmenn eða lögreglumenn. staðreyndin er þó reyndar sú að raunveruleikinn er oft lygilegri en nokkrar þær fléttur sem maður getur látið sér detta í hug. Oft hefur mig langar til þess að senda yður línu og þá náttúrulega oftast til vandlætis ýmsu því, sem fram fer í okkar þjóðfélagi. Aldrei hef ég þó dregið staf til þess fyrr en nú. Það er þáttur laganema, „Réttur er settur“ í sjónvarpinu á sunnudagskvöld hinn 22. feb., sem hrindir mér til framkvæmda. Ég hef horft á þennan þátt í vetur mér til mikillar skemmtunar. Þótt stundum hafi gætt nokkurs ofleiks og ýkju í meðferð persóna, hefur þátturinn verið ákaflega vel unninn og fágaður, allt til þess síðasta. Þar brá svo við að sum atriði, einkum framan af, voru bæði óhrjálega og losaralega gerð. Aðal ásteytingarsteinninn er þó, hvernig fulltrúi bændastéttarinnar var þar kynntur ­ eins og siðlaus ruddi og fífl. Sí­japlandi, snýtandi og klórandi sér öllum, plús orðfærri, fettur, brettur og látlaust ið meðan á réttarhaldi stóð. Já, hann var m.a.s. látinn naga skítinn undan nöglum sér!! ­ einnig undir réttarhaldinu. Ásgerður Jónsdóttir. Úr velvakanda morgunblaðsins 11. mars 1970 mynd ómar óskarsson.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.