Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 26

Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 26
26 lögmannablaðið tbl 02/12 Að loKnUM lAnDsDóMi um 2. mgr. 110. gr. sml., en skv. ákvæðinu hefur dómari skyldu til að upplýsa mál og skal beina til ákæranda að afla gagna um tiltekin atriði ef hann telur eitthvað óskýrt. Hún telur því að dómurinn hefði átt að beina fyrirspurnum til sín, teldi hann eitthvað óljóst í málflutningi hennar. undirbúningur og rannsókn máls Friðrik Árni Friðriksson, hdl., aðstoðarmaður andra Árnasonar, hrl. fjallaði um hvaða kröfur væru gerðar til undirbúnings og rannsóknar landsdómsmáls. Hann velti fyrir sér hvernig staðið var að rannsókn málsins í samanburði við tamílamálið í danmörku en þar var sérstökum rannsóknarrétti falið að rannsaka málið áður en þingið tók ákvörðun um málshöfðun fyrir danska ríkisréttinum sem er hliðstæða landsdóms. Framkvæmd var með ólíkum hætti í landsdómsmálinu þar sem sérstök þingmannanefnd fór yfir skýrslu rannsóknarnefndar alþingis og aflaði sérfræðiálita og skriflegra athugasemda ráðherra. nefndin réðst ekki í sérstaka framhaldsrannsókn þótt hún hefði heimildir til þess. Friðrik taldi mikilvægt að hafa í hugfast að sakamálarannsókn er skilgreind sem rannsókn þar sem stjórnvöld vinna skipulega að því að afla gagna til að taka ákvörðun um saksókn. rannsóknarskýrsla alþingis ein og sér getur því varla talist rannsókn, heldur er um að ræða stjórnsýsluúttekt. Hann gagnrýndi jafnframt lög um landsdóm og sagði hvergi lögfest að fara þurfi fram sérstök sakamálarannsókn áður en farið er af stað í málarekstur, slíkt sé einungis heimilt. Þá voru ekki gerðar nægar kröfur til undirbúnings ákæru og alþingismenn ekki bundnir af öðru en persónulegri sannfæringu sinni við atkvæðagreiðslu. Friðrik sagðist sannfærður um að hægt væri að bæta úr núverandi annmörkum með því að færa ákæru­ valdið úr höndum alþingis. alþingi myndi þá vísa málum beint til saksóknara sem rannsakaði mál eins og hvert annað sakamál. saksóknari tæki síðan ákvörðun um hvort gefa ætti út ákæru en væri ekki eins og viljalaust verkfæri í höndum þingsins. Það er grundvallaratriði í lýðræðisríki að réttarstaða sakbornings sé aldrei lakari en í hefðbundnu sakamáli og það má aldrei slá af nútímakröfum réttarfars sakborningi í óhag. Ef sérstaða mála leiðir til að gildandi reglum sé ekki fylgt eftir, þá erum við á hálum ís. Anna Lilja Hallgrímsdóttir. GÓÐ lífeyrisréttindi Séreign, sameign, áfallalífeyrir Verið velkomin í Borgartún 25 sími 510 2500 – www.almenni.is Enginn milliliður Verið velkomin í Borgartún 25 sími 510 2500 – www.almenni.is Verið velkomin í Borgartún 25 sími 510 2500 – www.almenni.is Fjölbreyttar ávöxtunarleiðir

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.