Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 23

Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 23
Aðsent efniPistill forMAnns LÖGmannaFÉLaG ísLands vErður 101 árs í ár; stofnað 11. desember l911. Fyrsta starfsárið á nýrri öld er hafið. Þetta eru merk tímamót í sögu félagsins. Fyrstu hundrað árin hafa verið heilladrjúg. Félagið hefur lagt gott til mála og mark hefur verið tekið á þeim sjónarmiðum sem það hefur sett fram. margir lögmenn hafa komið að starfi félagsins, hvort heldur sem stjórnarmenn, í nefndum á vegum þess eða sem fulltrúar þess í opinberum nefndum. stofnendur málflutningsmannafélags íslands voru 17 talsins. nú eru félagar í Lögmannafélaginu 968. Þar af eru lögmenn sem starfa sjálfstætt 696 og innanhússlögmenn 272. karlar eru 692 og konur 276. Formannskosningar hafa ekki verið algengar í félaginu. kosningar fóru þó fram árið 2010 og á aðalfundinum 30. maí síðastliðinn, en þar áður hafði ekki verið kosið um formann síðan 1994. síðasti aðalfundur var líklega fjölmennasti aðalfundur í sögu félagsins. atkvæði um formann greiddu samtals 267 félagsmenn. Hagsmunamál lögmanna eru í öllum aðalatriðum sameiginleg. aðstæður geta þó kallað á kosningar, að mati fleiri eða færri félagsmanna. kosningar eru að því leytinu til æskilegar, að þær beina kastljósinu að störfum stjórnar á hverjum tíma og gefa stjórnarmönnum kost á að skoða störf sín gagnrýnum augum og meta áherslur í félagsstarfinu. Þá glæða þær jafnan áhuga félagsmanna á starfi félagsins. Þannig leysist úr læðingi kraftur sem býr meðal félagsmanna og meira líf hleypur í starf félagsins. mikilvægt er að vel takist til við að virkja krafta félagsmanna til jákvæðra verka. aðeins þannig næst traustur og varanlegur árangur. Það hefur verið gæfa félagsins að félagsmenn hafa jafnan lagst á eitt í baráttunni fyrir hagsmunamálum þegar á hefur reynt. Það er áskorun og heiður að taka við stjórn félagsins á ofangreindum tímamótum. Ég þakka þann mikla stuðning sem ég fékk frá félagsmönnum í formannskjörinu á síðasta aðalfundi. Ég mun leggja metnað minn í að standa undir því trausti sem í kjörinu felst. Ég þakka jafnframt mótframbjóðanda mínum, Evu Bryndísi Helgadóttur hrl., drengilega kosningabaráttu. Líklega hefur sjaldan verið jafn mikil þörf á því að lögmenn og félagið standi vaktina og berjist fyrir mannréttindum og grundvallarreglum réttarríkisins. Greinileg merki sjást um að grímulaust er sótt að reglum þessum. Ekki má láta undan þrýstingi sem settur er fram með stundarhagsmuni í huga. Það verður ekki auðvelt að snúa við blaðinu ef brestir koma í réttarríkið. Lögmenn hafa verk að vinna! verk að vinna JónAs Þór GUðMUnDsson Hrl. Það sparast pláss og tími með lausnum frá Rými – fyrir alla muni • Ráðgjöf • Hönnun • Sérsmíði • Þjónusta Þtítí típtítítítít ptítítítí og títítí títítí títítítítítítí títítí títítítí - tíytítítí títítítí títítítí! Frábærar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki - Ráðgjöf - Lausnir - Þjónusta Skemmuvegur 6 Kópavogur Sími 511-1100 www.rymi.is - Skjalaskápar - Teikningaskápar - Geymsluhillur - Starfsmannaskápar - Lagerhillur - Verslunarhillur Þtítí típtítítítít ptítítítí og títítí títítí títítítítítítí títítí títítítí - tíytítítí títítítí títítítí! Frábærar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki - Ráðgjöf - Lausnir - Þjónusta Skemmuvegur 6 Kópavogur Sími 511-1100 www.rymi.is - Skjalaskápar - Teikningaskápar - Geymsluhillur - Starfsmannaskápar - Lagerhillur - Verslunarhillur Afmælis- tilboð á hillum -20% Frábærar lau nir fyrir stofnanir, einstaklinga og fyrirtæki 1936-2011 75 ÁR A 75 ÁR A 75 ÁR A 75 ÁR A METAL-BLÁTT GULL RÝMIS-GRÆNN BRONS Erum flutt í Brautarholt 26, 105 Reykjavík, sími 511-1100 – rymi@rymi.is – www.rymi.is • Geymslu- og lagerhillur • Skjalaskápar á hjólum • Starfsmanna- og munaskápar • Verslunarinnréttingar • Gínur og fataslár • Lagerskúffur og bakkar • Ofnar og hitakerfi • Sorpílát - úti og inni

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.