Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 24

Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 24
24 lögmannablaðið tbl 02/12 Að loKnUM lAnDsDóMi málið í hnotskurn málið í hnotskurn Þann 10. maí 2011 höfðaði alþingi mál gegn geir H. Haarde fyrir brot framin af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi í embættisfærslu hans sem forsætisráðherra á tímabilinu febrúar til október 2008. Ákæruliðirnir voru sex talsins: 1.1 Fyrir að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráðherra andspænis stórfelldri hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði, hættu sem honum var eða mátti vera kunnugt um og hann hefði getað brugðist við með því að beita sér fyrir aðgerðum, löggjöf, útgáfu almennra stjórnvaldsfyrirmæla eða töku stjórnvaldsákvarðana á grundvelli gildandi laga í því skyni að afstýra fyrirsjáanlegri hættu fyrir heill ríkisins. 1.2 Fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að hafa frumkvæði að því, annað hvort með eigin aðgerðum eða tillögum um þær til annarra ráðherra, að innan stjórnkerfisins væri unnin heildstæð og fagleg greining á fjárhagslegri áhættu sem ríkið stóð frammi fyrir vegna hættu á fjármálaáfalli. 1.3 Fyrir að hafa vanrækt að gæta þess að störf og áherslur samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika og viðbúnað sem stofnað var til á árinu 2006, væru markvissar og skiluðu tilætluðum árangri. 1.4 Fyrir að hafa vanrækt að hafa frumkvæði að virkum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins til að draga úr stærð íslenska bankakerfisins með því til að mynda að stuðla að því að bankarnir minnkuðu efnahagsreikning sinn eða einhverjir þeirra flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi. 1.5 Fyrir að hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi icesave-reikninga Landsbanka Íslands hf. í bretland yfir í dótturfélag og síðan leitað leiða til að stuðla að framgangi þessa með virkri aðkomu ríkisvaldsins. Þann 2. maí sl. stóð laga­ stofnun háskóla íslands í samvinnu við orator að vel sóttri málstofu um dóm landsdóms. ÞrjÚ erindi voru flutt af Þeim róbert spanó, forseta lagadeildar háskóla íslands, sigríði friðjónsdóttur, saksóknara alÞingis og friðriki árna friðrikssyni, hdl. eðli ráðherraábyrgðar róbert spanó tók fyrstur til máls og sagði ráðherra sem æðstu handhafa framkvæmdarvalds bera ákveðna lagalega ábyrgð gagnvart alþingi. Ábyrgðin fælist í því að meirihluti alþingis gæti kært ráðherra fyrir brot í embættisrekstri skv. lögum um ráðherraábyrgð. Einungis lands­ dómur hefði vald til að dæma eftir framangreindum lögum og brot gegn þeim varðar sektum, embættismissi eða fangelsi. róbert vísaði jafnframt til umfjöllunar meirihluta dómsins um eðli ráðherraábyrgðar, en þar segir að aðeins alvarlegar ávirðingar í starfi geti leitt til þess að ráðherra verði refsað. Háttsemi sem eingöngu væri gagnrýniverð gæti ekki fallið undir hina lagalegu ábyrgð, heldur þyrfti meira að koma til. 10. gr. b. laga um ráðherraábyrgð róbert fjallaði um skýrleika 8. gr. c. og 10. gr. b. laga um ráðherraábyrgð, en ákærði Geir byggði kröfu sína um frávísun á því að framangreind ákvæði væru svo óskýr að honum væri ófært að taka til varna, sbr. 69. gr. stjskr. Landsdómur skýrði ákvæðin eftir hlutlægum mælikvarða og sagði þau vera auðskilin góðum og gegnum manni í því embætti sem ákærði gegndi. Geir taldi hins vegar að ekki væri sýnt fram á orsakasamband milli athafnarleysis hans og þess að ekki hafi tekist að afstýra þeirri hættu sem steðjaði að ríkinu. Landsdómur var samhljóða um að brot gegn 10. gr. b. væri sérgreint hættubrot. róbert vitnaði í rit fræðimanna og sagði slíkt brot fullframið þótt ekkert tjón hafi hlotist af verknaði. niðurstaða meirihlutans var sú að á Geir hefði hvílt skylda til athafna, en ákæruvaldið hefði hins vegar ekki sýnt fram á að slíkar aðgerðir hefðu getað afstýrt hættu og því taldist ósannað að skilyrðum 10. gr. b. væri fullnægt. minnihluti dómsins var ósammála og taldi að frekari athafnarskylda fælist ekki í ákvæðinu. róbert var sammála niðurstöðu meirihlutans og taldi hana betur rökstudda. um 2. hluta ákæru – 17. gr. stjskr. róbert fjallaði um hvað væru mikilvæg stjórnarmálefni en dómurinn taldi það ekki háð mati forsætisráðherra, heldur skipti máli hvort þau vörðuðu hagsmuni ríkis og almennings. dómurinn taldi einnig skipta máli hvort venja væri að fjalla um sambærileg mál á fundum en slík venja gæti þó aldrei breytt fyrirmælum 17. gr. niðurstaða dómsins var því að ákærði hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að ræða ekki tiltekin málefni á ríkisstjórnarfundum og hann var um dóm landsdóms

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.