Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Blaðsíða 4
Vændur um gagnastuld n Saka æskuvin Bjarna Randvers um að stela trúnaðargögnum A ðstandendur Vantrúar saka æskuvin Bjarna Randvers Sig- urvinssonar um að hafa stolið trúnaðargögnum frá félaginu, að því er fram kemur í nýrri færslu á vef Vantrúar.  Í færslunni sem ber heitið „Ingvar Valgeirsson stal trún- aðargögnum“ segir að hann hafi far- ið inn á læst spjallborð Vantrúar og stolið þaðan gögnum með því að taka skjáskot af samræðum félaga Vantrúar um Bjarna. Bjarni, stundakennari við Guð- fræði- og trúarbragðafræðideild HÍ, var nýlega sýknaður af kæru Vantrúar um óvönduð vinnubrögð við kennslu. Félagið taldi sig ekki njóta sannmæl- is í námskeiðinu Nýtrúarhreyfingar en siðanefnd HÍ taldi ekki sannað að hann hefði reynt að rægja félagið eða ala á fordómum í garð þess. Ef marka má nýja færslu á vef- síðunni er málinu ekki lokið. Þar er Ingvar sakaður um refsiverða hátt- semi. Þar kemur fram að Vantrú hafi kært þjófnaðinn til lögreglu en því hafi tvisvar verið vísað frá. Þá seg- ir að Vantrú hafi grennslast fyrir um það hvernig þessi gögn komust í hendur Bjarna allt frá því upp komst um þjófnaðinn. „Á haustmánuð- um hafði félagsmaður samband við einstakling sem grunur lék á að ætti aðild að málinu. Viðkomandi játaði að hafa stolið trúnaðarsamtölum fé- lagsmanna Vantrúar og komið til Bjarna Randvers. Þessi maður heitir Ingvar Valgeirsson og er æskuvinur Bjarna Randvers frá Akureyri.“ Þá kemur fram að Ingvar hafi aldrei fengið aðgang að spjallborði Vantrúar og að hann tengist félaginu ekki á neinn hátt nema hann þekki einn í félaginu og hafi notað að- gangsorð hans til að komast inn á spjallborðið. n 4 Fréttir 15. október 2012 Mánudagur Bjarni nýlega sýknaður Vantrú kærði Bjarna fyrir óvönduð vinnubrögð í kennslu. Hann var sýknaður. S kortur á geðlæknum á Ís- landi hefur orðið til þess að einstaklingar sem þurfa á þjónustu þeirra að halda þurfa oft að bíða vikum saman eftir að komast að. Kristinn Tómasson, formaður geðlæknafé- lags Íslands, segir biðtíma eftir að komast að hjá geðlækni óþarflega langan en skortur á heimilislækn- um sé hluti af vandanum. Heilbrigðiskerfið ein heild „Það er ákveðin vöntun á geðlækn- um til að starfa í almennri mót- töku. Biðtími eftir að komast að hjá geðlækni er óþarflega langur, það er ekki spurning. En maður þarf að horfa á heildarmyndina. Það vant- ar heimilislækna og það þýðir að það er erfitt fyrir geðlækna að koma þeim sjúklingum sem þeir eru að sinna frá sér aftur til heimilislæknis, þetta myndar því hring. Þetta spilar saman þar sem heilbrigðiskerfið er sem betur fer ein heild og við þurf- um að vera í nánu samstarfi við alla aðila og til þess að kerfið virki vel má ekki neinn hlekkur vera rofinn.“ Grunnþjónustan hjá heilsugæslunni Kristinn bendir á að langflestir geð- læknar taki aðeins við nýjum sjúkl- ingum í gegnum tilvísanir frá öðru heilbrigðisstarfsfólki og segir þá sem þurfi nauðsynlega að kom- ast undir læknishendur komast að. „Langflestir geðlæknir vinna ein- vörðungu með tilvísanir. Þannig að fái þeir tilvísun frá öðrum aðila í heilbrigðiskerfinu um að taka við viðkomandi kemst sá einstakling- ur að innan nokkurs tíma. Sumir geðlæknar taka sem sagt ekki við sjúklingum sem hafa ekki farið fyrst til síns heimilislæknis. Þetta flæk- ir málið fyrir þá sem ekki eru með heimilislækni. En grunnþjónustan er í gegnum heilsugæsluna og mað ur vill að fólk leiti þangað með sína geðheilsu alveg eins og það fer þangað með alla aðra sjúkdóma. Öll rútínuð meðferð við venjuleg- um veikindum er í hendi heimilis- lækna og á að vera þar. Heimilis- læknar eru mjög góðir og færir í að sinna almennum geðröskun- um og geðsjúkdómum og gera það vel svona yfirleitt og upp til hópa. Geðlæknar eiga fyrst og fremst að sjá um það sem á að heita erfiðari mál. Vandinn er þá kannski með þessi erfiðari mál og þegar greiðist úr þeim að þegar það er skortur á heimilislæknum og þeirra tími er smekkbókaður líka að þá myndast þessi hringrás.“ Lítil nýliðun innan stéttarinnar Lítil nýliðun hefur átt sér stað innan geðlæknastéttarinnar og margir af þeim sem fara utan í sérfræðinám í geðlækningum snúa ekki aftur heim til starfa. Einnig er nokkuð um að geðlæknar sem lengi hafa starf- að hér á landi hafi flust erlendis þar sem laun eru hærri og aðstæður til starfa betri. Kristinn segir mikil- vægt að skapa aðlaðandi vinnu- skilyrði fyrir geðlækna hér á landi svo að þeir sem fara utan til náms komi frekar aftur heim til starfa. „Það er alveg ljóst að geðlæknar gerast gamlir og það hefur ekki ver- ið sú nýliðun sem við hefðum viljað sjá í stéttinni. Það er þó ungt fólk á leiðinni sem maður vonar að muni koma inn en við þurfum að tryggja að vinnuaðstæður fyrir geðlækna séu góðar og tryggar þannig að ís- lenskir geðlæknar sem eru erlendis vilji koma til starfa hjá okkur hvort sem það er á sjúkrahúsum eða á stofum út í bæ.“ n Vítahringur læknaskorts Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is n Biðtími eftir að komast að hjá geðlækni óþarflega langur „Sumir geðlækn- ar taka sem sagt ekki við sjúklingum sem hafa ekki farið fyrst til síns heimilislæknis Langur biðtími Einstaklingar sem glíma við vanlíðan þurfa oft að bíða í langan tíma eftir að komast að hjá geðlækni. Skortur á geðlæknum Kristinn Tóm- asson, formaður geðlæknafélags Íslands, segir mikilvægt að læknar í sérfræðinámi vilji snúa heim að loknu námi. Sunndal vill fá Íslendinga Á þriðjudaginn, 16. október, stendur Sunndal Næringssel- skap og atvinnuþróunarfélagið Industriinkubatoren PiFF Sunn- dal fyrir sameiginlegum kynn- ingarfundi í Hörpu. Á fundinum verða kynntir atvinnumöguleik- ar í sveitarfélaginu Sunndal í Mið-Noregi. Að fundinum standa stærstu fyrirtæki sveitarfélagsins og sveitarstjórn bæjarins. Áhugasömum gefst tækifæri til þess að ræða beint við æðstu menn viðkomandi fyrirtækja á kynningunni í Hörpu um lausar stöður, auk þess sem hægt verð- ur að panta viðtöl eftir fundinn á þriðjudag eða miðvikudag. Bæjar- stjórinn hyggst þar að auki kynna sveitarfélagið og hvað það hefur að bjóða íbúum sínum, bæði nú- verandi og væntanlegum. Full- trúi frá norsku atvinnumiðluninni NAV verður einnig á staðnum og geta gestir fengið upplýsingar frá honum um það hvernig er að flytja til Noregs og setjast þar að. Þrír á móti Ragnheiði Ragnheiður Elín Árnadóttir, odd- viti Sjálfstæðisflokksins í Suður- kjördæmi, fær þrjú mótframboð gegn sér í prófkjöri flokksins í kjör- dæminu. Þeir sem bjóða sig fram gegn Ragnheiði eru þeir Hall- dór Gunnarsson, sóknarprestur í Holti, Kjartan Ólafsson, fyrrum þingmaður og Árni Johnsen, þing- maður Sjálfstæðisflokksins. Kjart- an gegndi þingsetu í Suðurkjör- dæmi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 2004–2009. Haldinn var kjördæmisráðs- fundur í Vík í Mýrdal um helgina þar sem þetta kom fram. Var þar samþykkt að halda prófkjör í kjör- dæminu í janúar. Vildi Ragnheið- ur að kosið yrði strax í prófkjöri en ekki varð af því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.