Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Síða 12
Hækkandi verð á mat veldur áHyggjum víða S ameinuðu þjóðirnar hafa var- að við því að verð á kjöti og mjólkurvörum muni hækka á næstunni vegna öfgakennds veðurfars í Bandaríkjunum og á stórum svæðum í Evrópu. Sam- kvæmt upplýsingum frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), sem breska blaðið The Guardian vitnar til, mun heims- framleiðsla á hveiti minnka um 5,2 prósent á þessu ári og uppskera sem notuð er til að fóðra dýr minnka um 10 prósent miðað við árið 2011. Þetta gæti leitt af sér talsverðar verðhækk- anir á mat á næstu misserum. Hveiti hækkar um fjórðung „Mannfjöldi eykst en framleiðslan heldur ekki í við neysluna,“ seg- ir Abdolreza Abbassian, aðalhag- fræðingur FAO, í samtali við The Gu- ardian. Hann segir að verð á hveiti hafi þegar hækkað um 25 prósent á þessu ári, maís um 13 prósent og mjólkurvörur um 7 prósent bara í síðasta mánuði. Þá segir hann að al- þjóðlegar varabirgðir af matvælum, sem grípa má til þegar keyrir um þverbak á einhverjum svæðum, séu hættulega litlar. „Þetta þýðir að mat- vælabirgðir eru af skornum skammti og það er afar lítið svigrúm til að bregðast við óvæntum uppákomum,“ segir Abbassian. Uppskerubrestur hefur verið á kornmeti víða sem ger- ir það að verkum að varabirgðir gætu verið komnar að þrotum á næsta ári – þrátt fyrir minnkandi eftirspurn vegna hækkandi heimsmarkaðs- verðs. Ensku bændasamtökin benda einnig á að hveitiuppskera í Bret- landi hafi ekki verið jafn lítil og frá ní- unda áratug liðinnar aldar – afbrigði- legu veðurfari sé þar um að kenna. „Þungbært“ „Uppskera á sumum svæðum hefur minnkað um 25–30 prósent,“ segir Pet- er Kendall, forseti ensku bændasam- takanna. Hann segir að undir venju- legum kringumstæðum hafi bændur getað stólað á að fá fjögur tonn út úr hverri ekru lands. Þeir hafi hins vegar átt í erfiðleikum með að fá þrjú tonn og stundum aðeins fengið tvö tonn á ekru. „Þetta hefur reynst bændum þungbært,“ segir hann. Uppskeru- brestur og hækkandi heimsmarkaðs- verð kemur mörgum illa. Svínabænd- ur á Englandi, sem reiða sig á kornmeti til að fæða búfé sitt, eru til dæmis und- ir talsverðum þrýstingi vegna hækk- andi heimsmarkaðsverðs, að sögn Kendalls. Uppskera í Bandaríkjunum er einnig léleg það sem af er þessu ári og hefur hveiti-, soja- og maísuppskera minnkað um tíu prósent á þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Þar sem Bandaríkin eru langstærstu ræktend- ur og útflytjendur kornmetis í heim- inum er fyrirséð að þessi minnkun muni hafa neikvæð áhrif. Uppskeru- tíminn stendur enn yfir vestanhafs en áætlanir gera ráð fyrir að uppskera á maís verði sú minnsta í níu ár. Nærri 40 prósent af öllum maís sem ræktað- ur er í Bandaríkjunum er notaður í líf- rænt eldsneyti sem gerir það að verð til neyslu hækkar vegna minna fram- boðs. Neyslumynstur breytist The Guardian greinir frá því að bresk- ir stórmarkaðir hafi ekki útilokað að hækka verð á nauðsynjavörum (e. staple foods) en áfram verði þó boð- ið upp á „samkeppnishæft“ verð. Með öðrum orðum þýðir þetta að verð muni hækka, sé ástæða til þess. „Það er enginn vafi á því að þetta hefur ver- ið erfiður tími fyrir bændur sem hafa glímt við erfitt veðurfar og hækkandi verð á til dæmis eldsneyti,“ segir tals- maður Waitrose-matvörukeðjunnar í Bretlandi. Forsvarsmenn Sainsbury taka í sama streng og segja að fyrir- tækið muni í auknum mæli beina við- skiptum sínum til breskra bænda og styðja þannig betur við bakið á þeim. Bresku neytendasamtökin Which? birtu niðurstöður verðkönnunar í breskum matvöruverslunum á dögun- um. Samkvæmt niðurstöðum sam- takanna kostar meðalkarfan í dag 76,83 pund, eða 15.096 krónur. Það er hækkun upp á 5,66 pund frá sama tíma á síðasta ári, eða 1.112 krónur. „Hækkandi matvælaverð er eitt helsta áhyggjuefni neytenda og hefur breytt því hvernig þeir kaupa í matinn,“ seg- ir framkvæmdastjóri Which?, Richard Lloyd. Breskir neytendur eru í aukn- um mæli farnir að beina viðskiptum sínum til lágvöruverðsverslana, sam- kvæmt könnun samtakanna, og sögð- ust 40 prósent ætla að minnka útgjöld við matarinnkaup. Samkvæmt tölum FareShare í Bret- landi – samtaka sem berjast gegn hungri og sóun á mat – hefur neyslu- minnstur tekjulítilla fjölskyldna breyst í kjölfar hækkandi matvælaverðs og hefur neysla þeirra á grænmeti og ávöxtum minnkað um þriðjung á undanförnum misserum. n 12 Erlent 15. október 2012 Mánudagur n Varað við að matvælaverð hækki n Öfgakenndu veðurfari kennt um „Afar lítið svigrúm til að bregðast við óvæntum uppákomum. Áhætta Á meðfylgjandi korti frá Maplecroft, sem sérhæfir sig í áhættugreiningu, sjást þau svæði sem eru í hvað mestri hættu að verða fyrir matvælaskorti árið 2013. Áhættugreiningin byggðist meðal annars á birgðum og aðgengi að matvælum. Mjög mikil áhætta Mikil áhætta Miðlungs áhætta Lítil áhætta Engar upplýsingar Matvælaöryggi í heiminum árið 2013 Haítí Sýrland Tjad Suður-Súdan Lýðveldið Kongó Sómalía Búrúndí Eþíópía Jemen Kómoros Afganistan Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Léleg uppskera Þessi mynd er tekin í Indiana í Banda- ríkjunum í sumar. Miklir þurrkar voru á þessu svæði í sumar og uppskeran undir meðallagi. MyNd ReuteRs 200 skelkaðir Norðmenn Tæplega 200 manns voru í hættu þegar kviknaði í flugvél í flugtaki á flugvellinum í Antalya í Tyrklandi á sunnudagsmorgun. Eldurinn virðist hafa kviknað í flugstjórnar- klefanum en farþegar voru beðnir að forða sér út um neyðarútganga vélarinnar um leið og áhöfn- in varð vör við reyk. Tuttugu og sjö manns þurftu aðhlynningu á sjúkrahúsi eftir uppákomuna en enginn ku vera alvarlega slasað- ur. Eins og von er olli atvikið miklu uppnámi í vélinni en flestir far- þegarnir voru Norðmenn. Förinni var heitið til Noregs. Tyrkir og Sýr- lendingar deila Sýrlenska ríkisstjórnin hefur bannað allt farþegaflug frá Tyrk- landi í sýrlenskri lofthelgi en áður hafði herflug verið bannað innan lofthelginnar. Utanríkisráðuneytið greindi frá þessu í sýrlenska ríkis- sjónvarpinu um helgina en köldu hefur andað á milli þjóðanna undanfarnar vikur. Í síðustu viku neyddu Tyrkir sýrlenska farþega- vél til að lenda í Tyrklandi – þar sem í henni var leitað. Grunur lék á um að vélin hafi verið notuð til að flytja rússnesk vopn fyrir Sýr- landsher. Tyrkneska ríkisstjórnin hefur lýst yfir stuðningi við stjórnarand- stæðinga og kallað eftir afsögn Bashar al-Assad forseta Sýrlands. Ráðist inn í fátækrahverfi Hundruð brasilískra lögreglu- manna fóru inn í tvö hættulegustu fátækrahverfin í Rio de Janeiro á sunnudag í viðleitni til að sporna við eiturlyfjasölu sem þar þrífst. Notast var við brynvarða bíla og þyrlur í aðgerðinni ásamt því að hermenn úr brasilíska hernum og sérsveitarmenn veittu lögreglu- mönnunum stuðning, en blóðugir bardagar hafa verið háðir í gegn- um tíðina á milli lögreglunnar og eiturlyfjasala í fátækrahverfum. Hverfin tvö, Jacarezinho og Manguinhos munu vera alræmd fyrir sölu og framleiðslu krakks sem hefur náð mikilli útbreiðslu á meðal eiturlyfjaneytenda í fá- tækrahverfunum. Aðgerðin mun vera liður í að draga úr hættu á vissum svæðum borgarinnar fyrir Ólympíuleikana 2014.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.