Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Side 18
Áttu fótum sínum fjör að launa n Stórstjörnur hætt komnar þegar óeirðir brutust út í Afríkubikarnum N okkrar stórstjörnur úr enska boltanum þurftu á vopnaðri vernd að halda þegar þeir yfir- gáfu leikvöllinn eftir landsleik Senegal og Fílabeinsstrandarinnar í undankeppni Afríkubikarkeppn- innar um helgina. Toure-bræður, Didier Drogba, Gervinho og Demba Ba eru meðal þeirra sem sagðir eru hafa verið hætt komnir vegna óeirða sem brutust út þegar gestirnir frá Fílabeinsströndinni komust tveim- ur mörkum yfir en leikinn þurfti að flauta af í kjölfarið vegna óánægju áhorfenda. Lætin hófust fyrir alvöru þegar dómari leiksins dæmdi víti á heima- menn sem Drogba skoraði úr og kom gestunum í 0–2 en tap hefði sent landslið Senegal út úr keppn- inni. Það voru aðdáendur hreint ekki sáttir við en vandræðin hófust þó ekki með vítaspyrnudóminum. Höfðu áhorfendur kveikt elda og látið ófriðlega strax við fyrsta mark gestanna frá Fílabeinsströndinni og fimm mínútum áður en Drogba fékk dæmt vítið hljóp einstaklingur inn á völlinn og náði næstum til Drogba áður en lögreglumenn náðu að draga hann uppi. Við seinna markið fór síðan að rigna grjóthnullungum og ýmsu öðru lauslegu inn á völlinn og skot- unum var beint sérstaklega að helstu stjörnum Fílabeinsstrandarinnar. Um tíma var óttast um Toure-bræð- ur, Kolo og Yaya, en síðar kom í ljós að þeir sluppu með skrekkinn. Kald- hæðnislegt er að einn af fáum sem slasaðist við óeirðirnar var íþrótta- málaráðherra Senegal sem reyndi af megni að fá landa sína til að hætta vitleysunni en hafði lítið fyrir erfiði sitt annað en handleggsbrot. Ekki liggur fyrir þegar þetta er skrifað hvort síðustu fimmtán mín- útur leiksins verða spilaðar en það er ólíklegt. Fyrri leikur liðanna endaði 4–2 fyrir Fílabeinsströndinni og því samtals 6–2 ef úrslit seinni leiksins fá að standa. n 18 Sport 15. október 2012 Mánudagur Í slenska landsliðið hefur aldrei getað leikið fram á völlinn en það er vissulega að spila betur nú en það hefur gert lengi,“ segir Bjarni Felixson, fyrrum íþróttafrétta- maður, um landsliðið í knattspyrnu eftir að Svíinn Lars Lagerbäck tók við liðinu. Bjarni er ekki efins um að liðið leikur betri knattspyrnu en áður og segir stig eða fleiri gegn Svisslending- um á morgun þýða að möguleikar Ís- lands að ná árangri í riðlinum stór- aukist. Undir það tekur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvenna- landsliðsins, sem sér mikinn mun á karlaliðinu til hins betra eftir komu Svíans meðan Willum Þór Þórsson, þjálfari, er ekki sannfærður ennþá. Lagerbäck kom með stemningu Undir stjórn Svíans hefur íslenska landsliðið sigrað tvo af þremur landsleikjum sínum í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í Brasilíu árið 2014 og er liðið í öðru sæti síns riðils með sex stig á eftir Sviss sem hefur landað sjö stigum í þremur leikjum. Það er einmitt landslið Sviss sem Ísland mætir á Laugardalsvelli á morgun en það landslið er að flestra mati það sterkasta í riðli Íslands. Ná- ist þar eitt stig eða fleiri eru skrambi margir vegir færir íslenska lands- liðinu. Stigin segja allt sem segja þarf Bjarni Felixson hefur aldrei legið á skoðunum sínum á fótboltanum en hann er ekki í vafa um jákvæð teikn hjá landsliðinu eftir að Lars Lager- bäck tók við liðinu. „Það er töluverð- ur munur til hins betra. Liðið spilar meira en það gerði áður og léttara er yfir liðinu. Vissulega hefur liðið ver- ið að leika mjög aftarlega en ég sé samt mun. Úrslitin í Albaníu voru stórkostleg þó við eiginlega rændum þeim stigum þar. En það er árangur- inn hjá liðinu sem segir manni að það spili betur. Við erum með sex stig í þessum riðli og það eru stigin sem gilda.“ Annar og betri andi nú en áður Þjálfari kvennalandsliðsins, Sigurð- ur Ragnar Eyjólfsson, tekur undir með Bjarna að verulegur munur sé á leik íslenska karlaliðsins eftir tilkomu sænska þjálfarans. „Mér líst rosalega vel á byrjunina. Það er rosalega sterkt að vera með sex stig af níu mögulegum og við búnir með tvo útileiki. Almennt finnst mér liðið vera að spila sannfær- andi og framfarir eru áberandi milli ára. Það spilar mun skipulagðari vörn en áður og það eru komnir í hópinn hæfileikaríkir einstaklingar sem skipta sköpum eins og við sáum í aukaspyrn- unni hjá Gylfa [í Albaníu]. Samt vantar í liðið sterka leikmenn eins og Kolbein [Sigþórsson] þannig að það á kannski ennþá meira inni. Það er líka auðvelt að finna að það er stemning í hópnum sjálfum þannig að ef liðið fær góðan stuðning gegn Sviss væri stórkostlegt að ná góðum úrslitum þar. Ennþá spurningarmerki Willum Þór Þórsson, þjálfari, er sá eini í hópnum sem enn setur spurningar- merki við fingraför Lars Lagerbäck á landsliðinu og er ekki fyllilega sann- færður um ágæti Svíans sem þjálfara. „Liðið er almennt varkárara en það var áður og menn hikandi við að fara fram á völlinn. Reyndar er erfitt að meta nokkuð af þessum síðasta leik gegn Al- baníu en ef við tökum hina leikina þá var Noregsleikurinn [sem Ísland vann 2–0] mjög jákvæður að því leyti að við vorum tilbúnir í þann leik sem lið. Það var stemning í liðinu til að verja markið og við erum auðvitað búnir að nýta föstu leikatriðin mjög vel. En svo gleymdu menn sér aðeins í leiknum gegn Kýpur [sem Ísland tapaði 1–0] þó mér fyndist þjálfarinn reyndar standa sig vel í kjölfarið. Hann tók tapið dá- lítið á sjálfan sig í því tilfelli. Það verð- ur gaman að sjá liðið eiga við Sviss í þessari jákvæðu stöðu sem landsliðið hefur komið sér í og stemningin al- mennt kringum liðið er góð. Þó ég telji reyndar að Ólafur Jóhannesson eigi nú smá heiður af því. Hann byrjaði að taka þessa stráka inn og skapa aga og mér finnst Ísland ekki hafa átt landslið sem á meiri möguleika á að ná langt um tíu ára skeið eða svo. n Meiri gredda og betri stemning n Álitsgjafar DV segja karlalandsliðið varnarsinnaðra nú Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar albert@dv.is Ósáttir stuðningsmenn Mikil ástríða er fyrir fótbolta víða í Afríku og kannski fullmikil á köflum. Þjálfun heill- ar Zidane Frönsku kempuna Zinedine Zidane klæjar meira í puttana dag frá degi að taka til við þjálf- un að því er fram kemur í viðtali við kappann í franska tímaritinu L´Equipe. Stjarnan er nú háttsett hjá Real Madrid á Spáni sem yfir- maður knattspyrnumála en hann hefur áður lýst yfir vilja til að koma meira að boltanum en svo. Að- spurður hvort til greina komi að þjálfa franska landsliðið útilokaði Frakkinn það ekki en sex ár eru nú liðin síðan hann setti skóna á hill- una hinsta sinni sem knattspyrnu- maður. Balotelli engin fyrirmynd Unglingaakademía Manchest- er City letur guttana til að taka Ítalann Mario Balotelli sem sér- staka fyrirmynd en svo virðist sem forráðamenn City séu ört að missa þolinmæðina gagn- vart stælum Ítalans. Gerði hann sér lítið fyrir og flaug til Ítalíu nokkrum klukkustundum eftir að hafa leikið hörmulega með City gegn Sunderland fyrir viku þar sem honum var skipt út af. Yfirmaður knattspyrnumála hjá City hvetur ungmennin frem- ur að líta til Gareth Barry eða markvarðarins Joe Hart sem góðra fyrirmynda í boltanum. Ekkert að hugsa um United Framherjinn Robert Lewandowski segist ekki eyða sekúndu í hugs- anir um að spila fyrir Manchest- er United einn daginn. Vitað er að Alex Ferguson stjóri MU hefur um tíma haft augastað á þessum eitr- aða sóknarmanni sem er aðeins 24 ára. Hann hefur um tíma þótt einn allra besti sóknarmaðurinn í þýska boltanum en segist ein- beita sér að því að standa sig fyrir Borussia Dortmund en þó aldrei hafa útilokað að hann fari yfir til Englands einn daginn. Íslenska karlalandsliðið Álitsgjafar DV eru á þeirri skoðun að liðið spili betri bolta eftir að Lars Lagerbäck tók við liðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.