Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Síða 20
Biðlað til Sjálf- StæðiSflokkS B ækur sem eru skrifaðar af ís­ lenskum stjórnmálamönn­ um hafa einkum skipst í tvo flokka síðastliðin ár. Annars vegar er um að ræða bækur sem eru eins konar pólitísk manifestó og hins vegar hvítþvottarbækur þar sem stjórnmálamennirnir reyna að hreinsa sig af gagnrýni um vanhæfni, lydduhátt eða spillingu. Dæmi um bók af fyrri gerðinni er verk eins og „Við öll: Íslenskt velferðarsamfélag á tímamót­ um“ eftir Steingrím J. Sigfússon sem kom út árið 2006 á meðan skrif ráð­ herranna Björgvins G. Sigurðssonar og Árna M. Mathiesen eftir hrun eru dæmi um hið síðarnefnda. Nú hefur Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, gefið út bók af fyrri gerðinni: Pólitískt mani­ festó þar sem hann greinir stöðuna á stjórnmála­ og efnahagssviðinu eftir hrunið og markar þá óskastefnu sem flokkur hans ætti að feta í pólitík og at­ vinnulífinu inn í framtíðina. Magnús er alþjóðasinni sem er fylgjandi aðild að Evrópusambandinu með upptöku evru, markaðshyggjumaður sem trú­ ir sterkt á frelsi einstaklingsins, um­ hverfisverndarsinni en jafnframt jafn­ aðarmaður sem ekki skilgreinir sig sem vinstrimann: Hann er grænn, hægri krati. Þegar stjórnmálamenn skrifa slík­ ar bækur hlýtur lesandinn alltaf að spyrja sig: Af hverju er pólitíkusinn að skrifa slíka bók? Hvert er agend­ að með skrifunum? Í tilfelli Magnús­ ar er svarið sennilega nokkuð einfalt: Kosningaveturinn er hafinn. Honum finnst Samfylkingin hafa sveigt of mik­ ið til vinstri í formannstíð Jóhönnu Sig­ urðardóttur síðastliðin ár í ríkisstjórn­ arsamstarfinu við Vinstri græna. Ég held að það sé ómögulegt annað en að lesa annað út úr bók Magnúsar en að á hugmyndafræðilegum forsendum vilji hann ekki að Samfylkingin haldi áfram samstarfi við Vinstri græna, óháð því hvort slíkt samstarf er mögulegt í ljósi fylgis flokkanna um þessar mundir eða ekki. Hann er samt ánægður að vissu leyti hvernig ríkisstjórnarsamstarfið hefur gefist eftir hrunið en telur að nú sé tími fyrir breytingar í hægri átt eft­ ir upprisuna. Síðustu ár hefur verið unnið hreinsunarstarf; nú er kominn tími á uppbyggingu. Reyndar hjó ég eftir því að Magn­ ús gerir þann greinarmun á flokkun­ um tveimur að Samfylkingin sé „jafn­ aðarmannaflokkur“ en Vinstri grænir „vinstri flokkur“. Þannig virðist Sam­ fylkingin ekki vera vinstri flokkur í aug­ um Magnúsar og Vinstri grænir ekki jafnaðarmenn. Persónulega hef ég alltaf litið á bæði þessi öfl sem vinstri­ flokka sem og jafnaðarmannaflokka. Hann segir að Samfylkingin, jafnað­ armennirnir, hafi gert málamiðlan­ ir við Vinstri græna sem leiddu af sér að ríkisstjórnin fékk á sig „svip vinstri­ stjórnar“. Þar af leiðir að núverandi ríkis stjórn er ekki vinstristjórn að hans mati þrátt fyrir að almennt séð sé vísað til hennar sem slíkrar. Þessu vill hann breyta og færa Samfylkinguna aftur til hægri; ef ég skil hann rétt, í áttina að frjálslyndari og alþjóðahyggjusinnaðri Sjálfstæðis­ flokki sem breyti vonandi um stefnu og ákveði að vilja inn í Evrópusam­ bandið með upptöku evrunnar. Magn­ úsi finnst Sjálfstæðisflokkurinn hafa látið „hræðsluáróður tiltekinna hags­ munaafla“ í samfélaginu – lesist vissir útgerðarmenn og eigendur og stjórn­ endur Morgunblaðsins – hafa haft of mikil áhrif á stefnumörkun flokks­ ins varðandi inngönguna í Evrópu­ sambandið. Þetta finnst honum brjóta gegn hugmyndum unnenda „frjálsra viðskipta og alþjóðasam­ vinnu“. Hræðsluáróðurinn hefur haft þau áhrif að margir „hófsamir, miðju­ sæknir kjósendur á Íslandi“ hafa orðið fyrir vonbrigðum með þetta þar sem „margir þeirra gætu hugsað sér ríkis­ stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.“ Ekki verður annað ráð­ ið af orðum Magnúsar en að hann tali þarna um sjálfan sig. Hann segir að sóknarfæri Samfylkingarinnar í næstu kosningum liggi meðal „kjósenda á miðju íslenskra stjórnmála“: „Þess vegna eigum við að setja kúrsinn að­ eins til hægri og færa okkur inn á miðj­ una að nýju,“ segir Magnús. Ýmislegt í bókinni sýnir hversu markaðsþenkjandi Magnús er í lífs­ skoðunum; segja má að hjarta hans sé að minnsta kosti fölblátt þó yfir­ borðið sé sagt rauðleitt í anda félags­ hyggjunnar. Bakgrunnur Magnúsar er líka aðallega úr sölu­ og markaðs­ störfum – sem ég vissi reyndar ekki – og litast bókin nokkuð af því. Þannig talar hann fyrir því að stuðningsmenn umhverfisverndar tali „tungumál sem atvinnulífið skilur“ en noti ekki bara orðræðu „fagurra tilfinninga“. Um­ hverfsverndarfólk eigi að nota mark­ aðs­ og hagfræðirök í gagnrýni sinni á stóriðjuáform og umhverfisspillandi iðnað en ekki tilfinningaleg, heim­ spekileg eða annars konar óhlutbund­ in rök. Með öðrum orðum: Að um­ hverfisvernd geti byggt á því að benda á jákvæð hagræn áhrif af því að spilla ekki náttúru Íslands þar sem hreinleiki landsins sé einn af helstu kostum at­ vinnulífsins til framtíðar sem einkenn­ ist af hugverkastarfsemi, sprotafyrir­ tækjum og nýsköpun. Magnús er því að rökstyðja það að tungutak markaðar­ ins verði notað á fleiri sviðum samfé­ lagsins og að talið verði með hagræn­ um hætti um þætti sem ekki allir eru sammála um að eigi að smætta nið­ ur í krónur og aura. Í mínum bókum bera slík rök vott um heimsmynd sem gengur út á peningahyggju og mark­ aðsvæðingu. Ég veit ekki hversu al­ menn þessi lífsskoðun er meðal Sam­ fylkingarfólks en hingað til hef ég ekki kennt slíkt tal við jafnaðarmennskuna. Við lesturinn vöknuðu upp spurn­ ingar hjá mér um hvað greini Magn­ ús Orra í reynd frá frjálslyndum, Evrópusinnuðum sjálfstæðismönn­ um eins og Þorgerði Katrínu Gunnars­ dóttur eða Illuga Gunnarssyni og Bjarna Benediktssyni, eins og orðræða þeirra tveggja síðarnefndu var fyrir hrun áður en þeir snérust snögglega. Ég er ekki alveg viss. Slíkir sjálfstæðis­ menn gætu líklega tekið undir margt í boðskap Magnúsar. Kannski er þetta manifestó Magn­ úsar eins konar vísir að því sem koma skal í samstarfi næstu ríkisstjórnar „hófsamra, miðjusækinna kjósenda á Íslandi“, þegar Samfylkingin og Sjálf­ stæðisflokkurinn fara aftur í eina sæng eftir að hafa, hvort á sinn hátt, farið of langt í ólíkar áttir í tíð núverandi rík­ isstjórnar – Samfylkingin til vinstri og Sjálfstæðisflokkurinn í átt til „tiltek­ inna hagsmunaafla“. Ef hægri krat­ inn Árni Páll Árnason, sem ég held að sé skoðanabróðir Magnúsar um flest, verður næsti formaður Sam­ fylkingarinnar, eftir brottför Jóhönnu sem hefur þvertekið fyrir samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, og Bjarni Bene­ diktsson kastar huliðshamnum úr Há­ degismóum og lætur aftur skína í sinn rétta Evrópusinnaða evrumann gæti flokkur Magnúsar einmitt aftur orðið „sætasta stelpan á ballinu“. Manifestó slíkrar ríkisstjórnar gæti líkst nokkuð stefnuyfirlýsingu Magnúsar. n 450 ókeypis uppákomur n Vegleg tónlistaratriði í Norræna húsinu og víða um borg H austin eru kynngimögnuð og framboð af alls kyns menn­ ingarveislum mikið. Nú er ný yfirstaðin Alþjóðleg kvik­ myndahátíð í Reykjavík og Iceland Airwaves er handan við hornið. Nú hefur verið tilkynnt um tónlistarvið­ burði í bænum utan dagskrár og er úr fjölmörgu að moða. Fremst er Norræna húsið sem býður enn á ný upp á afskaplega góða dagskrá og verður hún öll óraf­ mögnuð í ár. Þar sem uppselt er á Airwaves­hátíðina sjálfa eru utan­ dagskrárviðburðirnir fjölsóttir enda ókeypis og öllum opnir. Dagskráin fer fram í hinum róm­ aða sal Norræna hússins sem er sér­ staklega hannaður fyrir kammer­ tónlist sem gerir það að verkum að hljómburðurinn er einstaklega góður og er dagskráin sérstaklega sniðin að aðstæðum þar sem allur flutningur er að mestu órafmagnaður. Nándin milli áhorfenda og tón­ listarflytjenda er því mikil. Norræna húsið tók fyrst þátt í Iceland Airwaves árið 2007. Dagskráin í Norræna hús­ inu hefur hlotið lofsamlega umfjöll­ un og hefur fest sig í sessi hjá erlend­ um gestum hátíðarinnar sem láta sjá sig ár eftir ár og það sama má segja um sum böndin, til dæmis munu piltarnir í Agent Fresco og Ólaf­ ur Arnalds taka þátt í dagskránni í þriðja sinn. Aðrir tónlistarmenn sem hafa staðfest þátttöku sína eru Lára Rúnars, Rökkurró, Mikael Lind (SE), Guðríð Hansdóttir (FO), Lockerbie og My Bubba & Me (DK). Alls verða 450 tónlistaratriði flutt utan fastrar dagskrár víðs vegar um höfuðborgarsvæðið: á kaffi­ húsum, söfnum, veitingastöðum og skemmtistöðum. Margir stað­ anna bjóða upp á ýmsa nýlundu. Á skemmtistaðnum Kex munu til að mynda FM Belfast og Tilbury spila og þeir sem vilja njóta heima geta horft á útsendingu á netinu. kristjana@dv.is 20 Menning Tónleikar Mannakorna Hljómsveitin Mannakorn blæs til tónleika í Háskólabíói þann 20. október næstkomandi. Þar munu þeir Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson flytja klassískar perl­ ur Mannakorna í bland við efni af nýjasta diski þeirra, Blóma­ brekkunni. Á tónleikunum koma einnig fram Ellen Kristjánsdóttir, Stefán Már Magnússon, Benedikt Brynleifsson, Þórir Úlfarsson og Kjartan Valdimarsson. Mannakorn var stofnuð 1975. Síðan hafa þeir Magnús og Pálmi starfað óslitið saman undir merkj­ um Mannakorna, en lög og textar hljómsveitarinnar eru fyrir löngu orðin þjóðareign. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@dv.is Bækur Við stöndum á tímamótum Ritstjóri: Magnús Orri Schram Útgefandi: Veröld „Þess vegna eigum við að setja kúrsinn aðeins til hægri og færa okkur inn á miðjuna að nýju 15. október 2012 Mánudagur Bein útsending frá Svanavatninu Í vetur mun Sena, í samstarfi við Royal Opera House í London, færa áhorfendum ómót­ stæðilega bíóupplifun, með bein­ um útsendingum í Háskólabíói og upptökum frá óperum og ballett­ sýningum á heimsmælikvarða. Fyrsta beina útsending vetrarins er Svanavatnið í leikstjórn Anthony Dowell og verður þriðjudaginn 23. október næstkomandi. Sýning hefst klukkan 18:15 og er 180 mínútur að lengd með tveimur hléum. Ballettinn var saminn við tón­ list Tchaikovsky af þeim Mari­ us Petipa og Lev Ivanov árið 1895 fyrir Mariinsky leikhúsið í Sankti Pétursborg. Konunglegi ballett­ inn í London hefur haft Svana­ vatnið á dagskrá í 25 ár, og er hann af mörgum talinn hinn fullkomni ballett þar sem samspil tónlistar og dansverks er nánast fullkomið. Frábær dagskrá Tónlist- arunnendur verða ekki sviknir af dagskránni í ár sem fer fram víða um höfuðborgarsvæðið. Söngkona í geimferð Breska söngkonan Sarah Bright­ man stefnir að því að fara í geim­ ferð til Alþjóðlegu geimstöðvar­ innar á næsta ári. Samkvæmt fréttavef BBC fer söngkonan í hljómleikaferð og að henni lokinni tekur við sex mánaða þjálfun í æfingabúðum rússneskra geimfara í Moskvu. Meðan Brightman dvelst í geim­ stöðinni hyggst hún taka lagið, fyrst atvinnusöngvara til að syngja úti í geimnum. Lagið verður hljóð­ ritað. Sarah varð fræg í hlutverki sínu í Óperudraugnum. Ferðin verður farin frá Rússlandi árið 2015.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.