Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Side 11
Ævintýrið sem sligar Kópavog Fréttir 11Miðvikudagur 24. október 2012 N ei,nei. Það var ekki komið á dagskrá þá,“ segir Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjastjóri Kópavogsbæjar, aðspurður hvort verktakar hafi haft vitneskju um að breyta ætti Glað- heimasvæðinu þegar þeir hófu uppkaup þar í ágúst árið 2005. Fleiri en einn heimildarmaður sem DV talaði við fullyrða að Gunnar hafi lofað verktökum því að svæð- inu yrði breytt. Því hafi þeir hafið uppkaup á svæðinu. Kópavogsbær gæti ekki fjármagnað uppkaup á svæðinu og því hafi Gunnar fengið verktakana til að sjá um uppkaup- in. Gunnar þvertekur fyrir að hafa lofað verktökum því að byggt yrði á svæðinu áður en þeir hófu upp- kaup þar í ágúst árið 2005. Verðið ekki of hátt Líkt og fram kemur í úttekt DV greiddi Kópavogsbær 3,2 millj- arða króna fyrir Glaðheimasvæðið. Gunnar telur ekki að Kópavogsbær hafi farið of geyst í kaup á Glað- heimasvæðinu vorið 2006. „Menn voru búnir að sjá að það var hægt að úthluta svæðinu enda mikil eft- irspurn á þessum tíma. Það var því ekkert vandamál með það,“ segir hann. „Það var útilokað að hesta- mannasvæði gæti verið við Reykjanesbrautina til framtíðar. Það var verið að byggja allt í kring- um svæðið og vorum við því að loka Glaðheimasvæðið inni. Meirihlut- inn í Kópavogsbæ árið 1988 gerði vitlausan 50 ára leigusamning við hestamannafélagið Gust til ársins 2038. Við þurftum því að kaupa upp þennan samning. Þess vegna var verðið svona hátt,“ segir Gunn- ar. Því hafi einungis tvennt verið í boði. Að hætta að byggja allt í kring um Glaðheimasvæðið eða að færa hestamannafélagið upp á Kjóa- velli. Þess skal getið að fasteignamat hesthúsanna nam 483 milljónum króna á þessum tíma. „Okkur þótti verðið hátt en þetta var niður- staðan,“ segir Gunnar aðspurð- ur hvort ekki hafi verið greitt of hátt verð fyrir svæðið. Það sé hins vegar álitamál hvað sé hátt verð. „Það er ekki endilega rétt að ræða fasteignamat hesthúsanna í þessu sambandi,“ segir hann. Fasteiga- mat á hesthúsunum hafi heldur ekki verið í samræmi við þau verð sem verktakar voru að kaupa hest- húsin á. „Verðmatið helgaðist af þeim verðum sem verktakar höfðu verið að kaupa húsin á.“ Aldrei heyrt um samkomulag við Straum Samkvæmt heimildum DV höfðu forsvarsmenn KGR-eignarhalds- félags og Ingimundar hf. gert samkomulag við fjárfestingabank- ann Straum-Burðarás um að kaupa allt svæðið fyrir alls sex milljarða króna snemma árs 2006. KGR hafði þá þegar greitt um 1.400 milljón- ir króna fyrir uppkaup á hesthús- um og hafði veitt hestamanna- félaginu Gusti vilyrði fyrir því að kaupa restina af hesthúsunum fyrir þrjá milljarða króna. Heim- ildir DV herma að Gunnar hafi komið í veg fyrir umrætt samkomu- lag við Straum-Burðarás. KGR- eignarhaldsfélag og Ingimundur hf. hafi síðan verið þvingaðir til að selja svæðið. Aðspurður um þetta atriði segist Gunnar aldrei hafa heyrt af þessu samkomulagi verktaka við Straum- Burðarás. Svokölluð mínikrísa hafi hins vegar komið upp í upphafi árs 2006 vegna neikvæðra frétta um ís- lenskt fjármálalíf erlendis, meðal annars frá Danske Bank. Sú krísa hafi hægt á kaupum verktaka sem síðar leiddi til þess að hestamanna- félagið Gustur leitaði til Kópa- vogsbæjar og óskaði eftir því að bærinn keypti hesthúsin á Glað- heimasvæðinu. Hefðbundið að greiða 10 prósent kaupverðs Þann 31. mars 2006 keypti Hestamannfélagið Gustur um 40 prósent af öllum hesthúsum á Glaðheimasvæðinu af KGR- eignarhaldsfélagi og Ingimundi hf. líkt og fram kemur í úttekt. Eftir það óskaði Gustur síðan eftir því að Kópavogsbær keypti öll hesthúsin á svæðinu. Félagið hafði frest til 15. maí til að standa skil á kaupverðinu. Þann 9. maí 2006 var samþykkt á fundi bæjar- stjórnar að kaupa allt svæðið af hestamannafélaginu eða inn- an við sex vikum eftir að Gustur hafði gert samning við verktak- ana. Í janúar árið 2007 tilkynnti Kópavogsbær að Glaðheima- svæðið hefði verið selt fyrir 6,4 milljarða króna. Kaupendur voru Kaupangur, sem keypti 2/3 hluta svæðisins á 4,3 milljarða króna, og Fasteignafélagið SMI ehf., sem keypti þriðjungshlut á 2,1 millj- arð króna. Kaupendur greiddu tíu prósent af kaupverðinu við undirritun. Kaupangur og SMI skiluðu síðan svæðinu sem þeir höfðu keypt af Kópavogsbæ eftir hrun. Varðandi kaupverðið segir Gunnar að umræddir samningar við söluna hafi verið hefðbundnir. „Samið er um staðgreiðslu á tíu prósentum af kaupverðinu og restin er greidd með skuldabréfi,“ segir hann. Þessir samningar hafi skilað Kópavogsbæ 1,5 millj- arða króna hagnaði. Þegar hann er inntur eftir því að umræddur hagnaður hafi ekki enn skilað sér í bæjarsjóð Kópavogs segist Gunn- ar ekki hafa getað séð hrunið fyrir. Gunnar þvertekur fyrir loforð n Kannast ekki við að hafa rætt við verktakana Verktakar komu út á sléttu Þann 31. mars 2006 keypti Hesta- mannfélagið Gustur um 40 prósent af öllum hesthúsum á Glaðheima- svæðinu. Seljendur voru KGR- eignarhaldsfélag og útgerðafélagið Ingimundur hf. en samtals greiddi hestmannafélagið 1,1 milljarð fyr- ir þessi hús. Hestamönnum bar að greiða umræddan 1,1 milljarð króna til VBS-fjárfestingabanka fyrir 15. maí en VBS hafði milli- göngu um að aflétta veðum af eign- um á svæðinu. Því ákváðu hesta- menn að leita til Kópavogsbæjar og óskuðu eftir því að bærinn keypti öll hesthús á svæðinu. Samkvæmt heimildum DV græddu verktakarnir sem höfðu keypt upp húsin á Glaðheima- svæðinu á um sjö mánaða tímabili lítið á uppkaupunum. Þeir hafi nokkurn veginn komið út á sléttu. Annar aðili sem DV ræddi við segir að það megi heldur ekki gleyma því að hestamenn beri líka sína ábyrgð í þessu máli. Himinhá tilboð frá verktökunum hafi villt um fyrir mörgum hestamönnum – margir hverjir hafi verið haldnir „pen- ingaglýju“. Bærinn borgaði sexfalt fasteignamat Það var síðan á fundi bæjarstjórnar þann 9. maí 2006 sem samþykkt var að kaupa hesthúsin á Glaðheima- svæðinu af Hestamannafélaginu Gusti fyrir 3,2 milljarða króna – innan við sex vikum eftir að Gustur hafði gert samning við verktakana. Fulltrúar minnihlutans í Kópavogi lögðust hart gegn þessum kaupum. „Þetta er vondur samningur sem er að tryggja lóðabröskurum gróða,“ sagði Flosi Eiríksson, oddviti Sam- fylkingarinnar í bæjarstjórn í sam- tali við Morgunblaðið. Þess skal getið að Gunnar Birgisson þurfti að víkja af fundum um málið vegna vanhæfni þar sem konan hans átti hesthús á svæðinu. Guðmundur Örn Jónsson, full- trúi Samfylkingarinnar í skipulags- nefnd Kópavogsbæjar, ritaði grein í Morgunblaðið í júní 2006 um Gustsmálið sem var eitt helsta kosningamálið í bæjarstjórnar- kosningunum í Kópavogi í maí 2006. Í grein Guðmundar kom fram að samkvæmt samningi sem var í gildi á milli Kópavogsbæjar og Gusts fyrir kaupin, hafi komið fram að „hvenær sem bæjarstjórn telur þörf á að taka landið í sínar hend- ur … er leigutaka skylt að láta leigu- rétt sinn af hendi“. Einnig stóð þar að „fyrir byggingar og önnur mann- virki á landinu skal bæjarsjóður þá greiða leigutaka eftir mati“ og „fyrir leiguréttinn greiðist ekkert“. Kópavogsbæ hafi því ekki borið að greiða neitt fyrir landið heldur einungis fyrir hesthúsin, sam- kvæmt mati, en slíkt mat fór aldrei fram. Samkvæmt fasteignamati vorið 2006 voru hesthúsin á svæð- inu metin á 483 milljónir króna. Kópavogsbær greiddi því hesta- mannfélaginu Gusti rúmlega sexfalt fasteignamat hesthúsanna eða 3,2 milljarða króna eins og áður kom fram. Er þá ótalinn tveggja milljarða kostnaður sem bærinn bauðst til að borga fyrir flutning að- stöðu hestamanna upp á Kjóavelli. Kostnaður að nálgast 14 milljarða Fréttatíminn fjallaði um Glað- heimaævintýri Kópavogsbæjar árið 2011. Þar var vitnað í kostnaðarút- tekt fjármálastjóra bæjarins. Í janúar árið 2011 var talið að ævintýrið hefði þegar kostað Kópavogsbæ um 12 milljarða króna. Í samtali við Frétta- tímann sagði Gunnar Birgisson auð- velt að vera vitur eftir á aðspurður hvort bærinn hefði farið of geyst í uppkaup í góðærinu. „Kannski sást þú fyrir hrunið. Ég gerði það ekki. Og ef hrunið hefði ekki komið til værum við í fínum málum,“ sagði Gunnar í samtali við Fréttatímann. Frá upphafi árs 2011 til dags- ins í dag hefur vísitala neysluverðs hækkað um tæplega tíu prósent. Því má ætla að kostnaður Kópa- vogsbæjar vegna Glaðheimaæv- intýrisins nemi varla undir 13,5 milljörðum króna í dag séu verð- bætur og vaxtakostnaður frá upp- hafi árs 2011 tekinn með. Þá er ótalin krafa Þorsteins Hjaltested Vatnsendabónda á hendur Kópa- vogbæ sem fer fram á rúma sex milljarða króna frá bænum vegna vanefnda á samningi milli hans og Kópavogsbæjar um kaup á landi Vatnsenda. Þá kröfu sendi Hæsti- réttur nýlega aftur til héraðsdóms til efnismeðferðar. Hins vegar er ljóst að ákvörðun Kópavogsbæjar um uppkaup á Glaðheimasvæðinu árið 2006 og það sem fylgdi á eftir þykja enn mjög umdeild – ákvörðun sem var tekinn á örfáum vikum án þess að kanna til hlítar hvaða áhrif hún hefði. Stórar ákvarðanir eins og uppbygging á svæði fyrir hestamenn á Kjóa- völlum, samningar við Garðabæ um vatnsréttindi og kaup á Vatns- endalandi af Þorsteini Hjaltested. Slíkir hlutir voru langt í frá kannað- ir til hlítar. Nánar verður fjallað um þennan kostnað Kópavogsbæjar vegna kaupa á Vatnsendasvæðinu í næstu úttekt DV. n Gunnar Birgisson Jakúb í Rúmfatalagernum Engilbert Runólfsson Ármann Kr. Ólafsson„Kannski sást þú fyrir hrunið. Ég gerði það ekki. Og ef hrunið hefði ekki komið til værum við í fínum málum. Gunnar Birgisson við Fréttatímann 2011 Ávinningur Umsögn Þórarins Hjaltasonar bæjar- verkfræðings og Guðrúnar Pálsdóttur, fjármála- og hagsýslustjóra, varðandi kaup Kópavogsbæjar á Glaðheima- svæðinu þann 6. maí 2006: „Niðurstöður okkar eru þær að Kópa- vogsbær muni hafa fjárhagslegan ávinning af viljayfirlýsingunni og að hún hafi ekki íþyngjandi áhrif á rekstrar- kostnað sveitarfélagsins til framtíðar.“ „Þetta er vondur samningur sem er að tryggja lóðabröskur- um gróða. Flosi Eiríksson við Morgunglaðið 2006

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.