Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2012, Side 20
Tíu leikmenn sem verða að finna nýTT lið í janúar 20 Sport 24. október 2012 Miðvikudagur n Nani, Florent Malouda og Stewart Downing eru allir komnir á endastöð Nani Á góðum degi er þessi 25 ára vængmaður einn besti knattspyrnumaður heims en á slæmum dögum gerir hann lítið meira gagn en miðlungs- leikmaður hjá Swindon Town. Nani er stútfullur af knattspyrnu- hæfileikum en það er ákvarðanatakan sem háir honum. Nani virðist þurfa á nýrri áskorun að halda eftir fimm ár í herbúðum United. Tækifærum hans fer fækkandi hjá Sir Alex Ferguson og núna virðist rétti tíminn fyrir Nani að róa á önnur mið. Michel Vorm Öfugt við flesta á þessum lista er það ekki takmarkaður leiktími sem er ástæða veru hans á listanum. Heldur, eins einkennilega og það hljómar, hversu frábær markvörður hann er. Swansea byrjaði tímabilið vel en heldur hefur sigið á ógæfuhliðina undanfarnar vikur. Vorm er einn albesti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar og þarf að fara í stærra lið til að halda áfram að vaxa og dafna. Swansea getur vel fallið úr úrvalsdeildinni og það er ekki gott fyrir toppmarkmann að hafa fall á ferilskránni. Florent Malouda Florent Malouda er ekki leikmaður sem passar inn í framtíðaráform Robertos Di Matteo, stjóra Chelsea. Hann er orðinn 32 ára og hans tími er einfaldlega liðinn á Stamford Bridge. Nema hann vilji verða áskrifandi að launatékkanum hjá Chelsea fer hann fram á sölu í janúar og finnur nýtt lið. Svo einfalt er það. Sylvain Marveaux Marveaux er ekki þekktasta nafnið á þessum lista enda hefur hann lítið spilað með Newcastle síðan hann gekk í raðir félagsins frá Rennes árið 2011. Hjá Rennes spilaði Marveaux frábærlega og var einn öflugasti vængmaður frönsku deildarinnar. Hann hefur hins vegar glímt við meiðsli en er nú orðinn heill heilsu. Nái Marveaux sér ekki á strik á næstu mánuðum er líklega útséð með að þessi 26 ára leikmaður finni fjöl sína í ensku úrvalsdeildinni. John Guidetti Guidetti er leikmaður sem líklega mun aldrei ná að komast að í byrjunarliði City. Þessi ungi sænski framherji fór hamförum í fyrra þegar hann var lánaður til Feyenoord í Hollandi. Þar tókst honum að skora 20 mörk í 23 leikjum. Á þessum tímapunkti þarf þessi tvítugi leikmaður að spila reglulega til að þróa leik sinn áfram. Afar ólíklegt er að Roberto Mancini, stjóri City, láti Carlos Tevez, Edin Dzeko eða Mario Balotelli setjast á bekkinn fyrir þennan unga leikmann. Hvort sem hann verður seldur eða lánaður þarf leikmaðurinn að yfirgefa City ekki seinna en í janúar. Darren Bent Darren Bent er einfaldlega of góður fyrir miðlungslið Aston Villa. Þrátt fyrir að vera ekki besti fótboltamaður í heimi skorar Bent mörk eins og tölfræðin sýnir: Tæplega eitt mark í öðrum hverjum leik í úrvalsdeildinni. Með tilkomu Christians Benteke til Villa gæti tækifærum Bent hins vegar farið fækkandi. Hann virðist vera út úr myndinni hjá enska landsliðinu og fyrir utan það mun Villa líklega seint komast í fremstu röð liða á Englandi. Darren Bent er einungis 28 ára og á nóg eftir á tanknum. Hann þarf hins vegar að finna sér nýja áskorun hjá liði með góðum leikmönnum sem geta veitt honum góða þjónustu. Kenwyne Jones Kenwyne Jones hafði það orð á sér að vera einn öflugasti framherji ensku úrvals- deildarinnar þegar hann lék með Sunder- land. Eftir að hann fór til Stoke City, undir stjórn hins óútreiknanlega Tonys Pulis, hefur ferill þessa stóra og stæðilega fram- herja legið niður á við. Hann skoraði einung- is eitt mark í deildinni í fyrra og tækifærin á þessari leiktíð hafa verið af skornum skammti. Hér er á ferðinni hörkuleikmaður sem fjölmörg félög gætu nýtt sér. Stewart Downing Aðhlátursefni ensku úrvalsdeildarinnar. Það er sorglegt en satt. Downing er góður leikmaður en hann hefur engan veginn fundið sig á Anfield. Svo virðist sem pressan við að spila fyrir Liverpool hafi einfaldlega verið of mikil og það virðist ekki aftur snúið. Downing mun aldrei slá í gegn hjá Liverpool. Hann gæti hins vegar enn komið að góðum notum hjá öðrum félögum í ensku úrvalsdeildinni og það yrði líklega best fyrir hann ef martröðin á Anfield tæki enda sem allra, allra fyrst. Þ að verður væntanlega nóg um að vera í janúar þegar opnað verður fyrir félaga­ skipti í ensku úrvals­ deildinni. Vefmiðillinn Bleacher Report tók á dögunum saman lista yfir 10 leikmenn deildar­ innar sem hreinlega verða að finna sér nýtt félag þegar glugginn opnar. Marouane Chamakh Þessi 28 ára framherji hefur átt afar erfitt upp- dráttar hjá Arsenal frá því að hann kom til félagsins frá Bordeaux árið 2010. Hjá Bordeaux átti hann fast sæti og vakti athygli margra stórliða með frammistöðu sinni í Meistara- deildinni veturinn 2009–2010. Chamakh lék 44 leiki á sinni fyrstu leiktíð hjá Arsenal, 19 leiki í fyrra og það sem af er þessu tímabili hefur Chamakh ekki enn komið við sögu. Það er borðleggjandi að þessi annars ágæti leikmaður þurfi að finna nýtt félag í janúar til að koma ferli sínum á rétt skrið. Andrei Arshavin Arshavin er ennþá hjá Arsenal þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. Tækifærum þessa 31 árs Rússa hjá Arsenal hefur farið fækkandi og hans frægðarsól hjá félaginu er sest fyrir löngu. Hann var lánaður til skamms tíma til Zenit í Pétursborg fyrr á árinu og benti flest til þess að hann yrði seldur í sumar. Arshavin sýndi ágæta takta á EM í sumar og sýndi að hann er langt í frá búinn að vera sem knattspyrnumaður. Hann þarf hins vegar að finna sér nýtt félag og eflaust eru þau mörg sem gætu nýtt sér þjónustu hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.