Fréttablaðið - 05.11.2014, Page 8

Fréttablaðið - 05.11.2014, Page 8
5. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 SÝRLAND, AP Vígasveitir Íslamska ríkisins hafa pyntað og misþyrmt meira en 150 Kúrdabörnum sem handtekin voru fyrr á árinu skammt frá landamærabænum Kobani. Þau voru meðal annars barin með rafmagnssnúrum og vatnsslöngum. Þetta fullyrða alþjóðlegu mannrétt- indasamtökin Human Rights Watch, sem hafa rætt við nokkur þeirra barna sem rænt var í vor þar sem þau voru á heim- leið til Kobani eftir að hafa verið í skóla- prófum í borginni Aleppo. Samtökin segja um fimmtíu þeirra hafa sloppið fljótlega úr haldi vígamannanna, en hinum hafi verið sleppt smám saman. Þau síðustu fengu frelsið í lok október. „Allt frá byrjun uppreisnarinnar í Sýr- landi hafa börn mátt þola þann hrylling sem fylgir handtöku og pyntingum, fyrst af hálfu stjórnar Assads og nú af hálfu Íslamska ríkisins,“ segir Fred Abrahams, talsmaður Human Rights Watch. „Þessar sannanir um pyntingar og misþyrming- ar af hálfu Íslamska ríkisins sýna okkur hvers vegna enginn ætti að styðja glæpa- verk þeirra.“ Undanfarið ár hafa vígamennirnir handtekið hundruð Kúrda í Sýrlandi og jafnframt lagt kapp á að ná á sitt vald Kúrdasvæðunum í norðaustanverðum hluta Sýrlands. Á þriðjudaginn var svo skýrt frá því að tugir þessara Kúrda hafi verið látnir lausir, en engin skýring fylgdi hvort það hafi verið liður í ein- hverju samkomulagi við Kúrda. Hörð átök geisa enn í Kobani, þar sem vígasveitir íslamista hafa mætt harðri mótspyrnu frá íbúum bæjarins þótt flest- ir hafi þeir reyndar flúið átökin. Þeir sem eftir eru tilheyra flestir þjóðvarnarsveit- um sýrlenskra Kúrda, sem ganga undir skammstöfuninni YPG og hafa jafnan snúist til varnar þegar átökin í landinu hafa borist inn á Kúrdasvæðin. Íbúarnir hafa nýlega fengið liðsinni frá Peshmarga-hersveitum íraskra Kúrda, sem tyrknesk stjórnvöld hafa leyft að fara yfir landamærin til Sýrlands. Málið er umdeilt í Tyrklandi og hefur yfirstjórn hersins harðlega mótmælt þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leyfa vopnuðum Kúrdum að fara um tyrk- neskt svæði á leið sinni frá Írak til Sýr- lands. Tyrkneski herinn hefur áratugum saman varið kröftum sínum að stórum hluta í baráttu gegn sjálfstæðissinnuðum Kúrdum í suðaustanverðu Tyrklandi. gudsteinn@frettabladid.is Vígasveitir pynta börn Mannréttindasamtök segja fjölda barna hafa orðið fyrir pyntingum og misþyrmingum á Kúrdasvæðunum í norðanverðu Sýrlandi, fyrst af hálfu hersveita Assadstjórnarinnar og síðan af hálfu vígasveita Íslamska ríkisins. ÁRÁSIR Á KOBANI Kúrdabærinn Kob- ani í Sýrlandi, rétt sunnan landamæra Tyrklands, hefur verið í hers hönd- um vikum saman. Fámennur hópur heimamanna hefur varist árásum víga- sveitanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Í FLÓTTAMANNABÚÐUM Börn í flóttamannabúðum Kúrda í Tyrk- landi, rétt handan landamæranna við Kobani. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRAMKVÆMDIR Eimskipafélag Íslands hefur ákveðið að ráðast í byggingu á 10.000 tonna frysti- geymslu á athafnasvæði sínu í Hafnarfirði. Fram kemur í tilkynningu að ákvörðunin sé tekin í ljósi þess að veruleg aukning hafi orðið í veið- um og vinnslu á uppsjávarfiski. Framkvæmdir eiga að hefjastfyrir áramót og fyrsti áfangi tilbúinn til notkunar sumarið 2015. - glp Eimskip í framkvæmdir: 10.000 tonna frystigeymsla FRAMKVÆMDIR Athafnasvæði Eim- skips við Hafnarfjarðarhöfn. MYND/EIMSKIP VIÐSKIPTI Kærunefnd útboðsmála hefur ákvarðað að samningsgerð Sorpu bs. við Aikan A/S vegna byggingar gas- og jarðgerðar- stöðvar í Álfsnesi verði stöðvuð tímabundið. Íslenska gámafélagið (ÍG) og dótturfyrirtæki þess, Metanorka ehf., kærðu samningsgerðina til nefndarinnar þann 9. október síð- astliðinn með þeim rökum að hún stangist á við lög um opinber inn- kaup, og bjóða hefði átt verkið út til að gæta að miklum einka- og almannahagsmunum. Sorpa seg- ist vera í fullum rétti og hafa hald- ið því fram að tæknilausn Aikan sé sú eina sem uppfylli markmið byggðasamlagsins um meðhöndlun lífræns heimilissorps, en tæknin gerir sorpflokkun óþarfa. Þessu hafa ÍG og Metanorka hafnað alfarið. Kærunefnd útboðsmála virðist fallast á að Sorpa hafi ekki sýnt fram á með fullnægjandi hætti að aðrar lausnir séu ekki í boði, sem var kjarni kærunnar. Í ákvörðun kærunefndarinnar segir jafnframt að sá hluti samn- ings sem gerður er án útboðs skuli ekki vera hærri en jafngildi einn- ar milljónar evra, eða rúmlega 150 milljónir íslenskra króna. Þrátt fyrir endurteknar beiðnir Fréttablaðsins um upplýsingar um samningsgerðina, og hversu stórt hlutfall tæknilausnin er af um þriggja milljarða króna heildar- kostnaði við framkvæmdina, hafa forsvarsmenn Sorpu kosið að halda þeim upplýsingum fyrir sig. „Af þeim gögnum sem liggja fyrir í máli þessu verður ekki annað ráðið en að verðgildi þeirra samninga sem standi til að gera við Aikan A/S um fyrirhugað verk kunni að vera umfram framan- greinda fjárhæð,“ segir í ákvörð- un kærunefndarinnar. - shá Kærunefnd dregur línu við 150 milljónir króna: Samningsgerð Sorpu við Aikan stöðvuð Í ÁLFSNESI Sorpa ætlar sér að snar minnka sorpurðun með tilkomu nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI grunnt á því góða? Dekkin eru einn mikilvægasti öryggisþáttur bílanna okkar, sér í lagi í vetrarakstri. Frá 1. nóvember gerir löggjafinn auknar kröfur um mynstursdýpt þeirra. Eftir það þurfa hjólbarðar bifreiða að hafa að lágmarki 3,0 mm mynstursdýpt yfir vetrartímann. Markmið breytinganna er að auka öryggi þitt og þinna í umferðinni. Þetta snýst nefnilega um svo miklu meira en bílinn. Opið kl. 8 – 17 virka dagawww.adal.is Til að einfalda þér að ganga úr skugga um að dekkin þín uppfylli þessar nýju kröfur bjóðum við þér að nálgast þar til gerða lyklakippu á næstu skoðunarstöð okkar án endurgjalds á meðan birgðir endast. Við tökum vel á móti þér.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.