Fréttablaðið - 05.11.2014, Síða 20

Fréttablaðið - 05.11.2014, Síða 20
 | 2 5. nóvember 2014 | miðvikudagur Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Dagatal viðskiptalífsins dagatal viðskiptalífsins STJÓRNARFORMAÐUR Fjármálaeftir- litsins (FME) hyggst ekki sækjast eftir endurskipun. Fjölskylda stjórn- arformannsins varð fyrir ónæði af hálfu fjölmiðlamanna eftir að opin- skátt varð að stjórnarformaðurinn hafði hagnast gríðarlega á hluta- fjáreign í Skeljungi, sem geymd var á bak við nokkur lög eignarhalds- félaga. Ekki vill stjórnarformaður- inn kannast við að hafa átt önnur samskipti eða viðskipti við Skeljung en að kaupa þar eldsneyti, rétt eins og hver annar bíleigandi. NÚ ER ekkert að því að hlutabréfa- eign sé í eignarhaldsfélögum og heldur ekki að búin séu til nokk- ur lög eignarhaldsfélaga. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður og fl estar lögmætar. ÖLLU máli skiptir hins vegar að aldrei leiki vafi á því hver hinn endanlegi eigandi er (e. benefi cial owner). Þetta þekkja bankastarfs- menn sem séð hafa um fjárfesting- ar fyrir viðskiptavini bankanna. Strangar reglur gilda um að ávallt verði að kanna uppruna fjármuna sem varið er til fjárfestinga. Til- gangurinn með slíkum reglum er að koma í veg fyrir peningaþvætti, sem yfi rleitt er stundað í þrenns konar tilgangi; að komast undan skatt- greiðslum, skjóta sér undan reglum hlutabréfamarkaða t.d. um yfi rtöku- skyldu og loks til að hreinsa illa fengið fé. ÞAÐ ERU fjármálaeftirlitin sem fylgjast með því að bankar fari eftir þessum reglum. Þess vegna er sér- lega óheppilegt þegar lítur út fyrir að stjórnarformaður FME reyni að fela eignarhald sitt á verðmætri hlutabréfaeign. Einnig er óheppilegt að um er að ræða hlutabréf í fyrir- tæki sem Íslandsbanki, fyrrverandi vinnuveitandi stjórnarformanns- ins, leysti til sín og ráðstafaði. Fyrr- verandi starfsmenn bankans virðast sumir hafa hagnast vel á þeirri ráð- stöfun. FRAM hefur komið að bankinn kærði stjórnarformanninn til FME og Sér- staks saksóknara við starfslok fyrir að taka upplýsingar í óleyfi út úr bankanum. Ekki virðist sú kæra hafa vakið sama áhuga og verkgleði á þeim bæjum og kærur á hendur fyrr- verandi eigendum og stjórnendum íslenskra fjármálafyrirtækja sem féllu í hruninu. FME er ætlað að hafa eftirlit með því að farið sé að reglum á íslenskum fjármálamarkaði en hefur allt frá hruni einbeitt sér að starfsemi fjár- málafyrirtækja fyrir hrun en ekki þeirra sem starfa á íslenskum fjár- málamarkaði í dag. Frá hruni hafa mörg helstu fyrirtæki landsins verið yfi rtekin af bönkum og ráðstafað til nýrra eigenda. Bankastarfsmenn hafa dúkkað upp sem auðmenn í kjöl- far endurskipulagningar og ráðstöf- unar á þessum fyrirtækjum. Öðrum virðist hafa verið ráðstafað til hand- valinna vildarvina bankanna. FME á að fylgjast með því að farið sé að leikreglum í þessum stórræðum. En hver fylgist með FME? Hver vaktar vörðinn? Keyrðu upp af köstin frábærum vinnufélögum með Tölva: 144.990 kr. Skjár: 38.990 kr. OPTIPLEX 9020SF#04P2314H advania.is/vinnufelagar Hafðu samband í síma 440 9010 eða í tölvupósti á sala@advania.is *Sérverð, gildir meðan birgðir endast. Sk jó ða n SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER Seðlabankinn - Vaxtaákvörðun og útgáfa Peningamála Þjóðskrá - Fasteignamarkaðurinn í mán- uðinum eftir landshlutum Fjarskipti hf. - Uppgjör þriðja ársfjórðungs BankNordik P/F - Níu mánaða uppgjör FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER Hagstofan - Gistinætur á hótelum í sept- ember 2014 Landsbankinn hf. - Uppgjör þriðja árs- fjórðungs FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER Seðlabankinn - Helstu liðir í efnahags- reikningi SÍ og gjaldeyrisforði Moody’s - Lánshæfismat ríkissjóðs MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER Hagstofan - Efnahagslegar skamm- tímatölur í nóvember 2014 Þjóðskrá - Fjöldi þinglýstra leigu- samninga um íbúðarhúsnæði eftir landshlutum „Við stefnum að því að auka framleiðsluna um 36 prósent á næstu tveimur árum og opna hér bjórspa og lítinn veitingastað,“ segir Agnes Anna Sigurðardótt- ir, framkvæmdastjóri og einn eigenda Bruggsmiðjunnar Kalda á Árskógssandi í Eyjafi rði. Agnes segir framkvæmdir vegna framleiðsluaukningarinn- ar þegar hafnar. Þeim eigi að ljúka árið 2016. „Við erum að stækka örlítið núna og erum að byggja 50 fermetra hús og láta smíða fyrir okkur þrjá nýja fjögur þúsund lítra tanka. Við sjáum svo fyrir okkur að geta bætt aðstöðuna fyrir átöppun og róbóta og farið í örlitla stækkun í tönkum á næsta ári. Við ætlum svo að klára þessu stækkun árið 2016 og þá vil ég fara í bjórspa-ið,“ segir Agnes. Bruggsmiðjan framleiðir nú um 550 þúsund lítra af bjórnum Kalda á ári. Framleiðslugetan eykst um 200 þúsund lítra með stækkuninni. „Við teljum að það sé markaður fyrir það. Síð- asta sumar var allt að þriggja vikna biðlisti eftir því að fá Kalda á veitinga- staði.“ Bjórspö eru að sögn Agnesar vel þekkt í Tékk- landi. Hugmynd eigenda Bruggsmiðjunnar gengur út á að sjór og Kaldi séu hitaðir í þar til gerðu kari. „Bjórinn er svo gríðarlega holl- ur fyrir húðina, og brugghúsið er við sjóinn, þannig að við munum nota hreinsaðan sjó og Kalda til að búa til spa-paradís.“ Agnes tekur fram að fyrirtækið hafi alltaf verið byggt upp í smáum skrefum og að skynsemin verði áfram höfð að leiðarljósi. Brugg- smiðjan var stofnuð í desemb- er 2005 og hagnaður af rekstri hennar nam tæpum 40 milljónum króna á síðasta ári. „Við fáum hingað gríðarlega mikið af gestum en það vantar meiri afþreyingu á staðinn og því ætlum við að fara í þessar fram- kvæmdir.“ Ætla að opna bjórspa og brugga 36% meira Eigendur Bruggsmiðjunnar Kalda ætla að opna bjórspa og veit- ingastað í Eyjafirði. Framleiðsla brugghússins verður aukin um 36 prósent en fyrirtækið framleiðir um 550 þúsund lítra af bjór á ári. BJÓRINN Bruggsmiðjan hefur framleitt Kalda frá árinu 2006. AGNES ANNA SIGURÐARDÓTTIR FERÐAÞJÓNUSTA Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is Á UPPLEIÐ Félög sem hækkuðu í verði Á NIÐURLEIÐ Félög sem lækkuðu í verði STÓÐU Í STAÐ Félög sem stóðu í stað MESTA HÆKKUN NÝHERJI 57,5% frá áramótum TM 4,9% í síðustu viku MESTA LÆKKUN VÍS -24,0% frá áramótum REGINN -2,3% í síðustu viku 4 5 5 Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Bank Nordic (DKK) 109,00 -16,2% 0,0% Eimskipafélag Íslands 223,00 -14,9% -0,7% Fjarskipti (Vodafone) 31,55 15,8% -0,8% Hagar 42,05 9,5% -0,4% Icelandair Group 18,50 1,6% 0,8% Marel 122,50 -7,9% -2,0% N1 19,50 3,2% 2,9% Nýherji 5,75 57,5% 0,0% Reginn 14,41 -7,3% -2,3% Tryggingamiðstöðin 24,50 -23,6% 4,9% Vátryggingafélag Íslands 8,20 -24,0% 0,0% Össur 360,00 57,2% 0,0% HB Grandi* 29,90 7,9% 0,0% Sjóvá* 12,00 -11,2% 2,4% Úrvalsvísitalan OMXI8 1199,65 -4,8% 0,3% First North Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Century Aluminum 2.500,00 117,4% 0,0% Hampiðjan 20,20 52,5% 1,0% Sláturfélag Suðurlands 1,33 9,0% 0,0% *upphafsverð m.v. útboð í apríl Gengi félaga í Kauphöll Íslands

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.