Fréttablaðið - 05.11.2014, Side 34

Fréttablaðið - 05.11.2014, Side 34
 | 10 5. nóvember 2014 | miðvikudagur Framtíðin hverfist um fartæki þegar kemur að greiðslumiðlun og framtíð fjármálaþjónustu, að mati Davids Rowan, ritstjóra Wired Magazine í Bretlandi. Undir skil- greininguna fartæki falla hvers konar farsímar, spjaldtölvur og önnur snjalltæki tengd neti eða fjar- skiptakerfi . Rowan hélt erindi á Fagráð- stefnu Reiknistofu bankanna sem haldin var fyrir helgi á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, sem sumir þekkja líka undir nafninu Hótel Loftleiðir. Yfi rskrift ráðstefnunnar var „Framtíðin í upplýsingatækni fjármála fyrirtækja 2.0“. Erindi Rowans var spræklegt og hann vann yfi rfullan ráðstefnusal- inn þegar á sitt band þegar hann hóf mál sitt með bjöguðu „gaman að sjá ykkur“. Restin var svo reyndar á ensku. Til gamans og upplýsingar varp- aði Rowan gjarnan á skjá mynd- skeiðum og myndbrotum. Þar á meðal var auglýsing frá Ford í Bandaríkjunum frá árinu 1967 þar sem horft var fram í tímann og reynt að spá fyrir um umhverfi fólks og innkaupahegðan á því ári framtíðarinnar, 1999. Auglýsingin var vissulega skond- in. Konan sat við innkaupaskjáinn sinn og valdi varning. Heimilis- faðirinn góðkenndi svo kaupin (eða ekki) á fjársýsluskjá sínum. En þótt þankagangur og þjóð- félagsskipan þess tíma hafi verið dálítið ráðandi í auglýsingunni var framtíðarspáin ekki fjarri lagi. „Þetta snýst um að einfalda og auð- velda líf fólks,“ sagði Rowan og benti á að grunnhugsunin væri ef til vill ekki fjarri því sem fólk notaði tæknina til núna, þótt ekki hafi tek- ist eins vel upp að spá um útfærsl- una. Þarna veifaði hann snjallsím- anum til áhersluauka. Innkaupin, eða hver önnur viðskipti, er nefni- lega hægt að annast hvar og hvenær sem er. Fartækin; snjallsíma, spjald- og fartölvur, segir Rowan tækni sem breytir hegðunarmynstri fólks. „Síminn og smáforrit hans eru svo áhrifamikil breyting að meira að segja er til app til þess að segja til um hversu oft fólk notar öppin sín.“ Snjallsímavæðingin hafi ör áhrif á hvernig fólk hagar lífi sínu og útgjöldum. Þá sé krafan sú að tækn- in virki og sé einföld. Fólk kæri sig ekki um hraðahindranir sem endur- speglist í aðgangsorðum, PIN-núm- erum og textainnslætti til að stað- festa að um alvörufólk sé að ræða. Og þar sem slík ljón séu í vegin- um velji fólk fremur aðrar leiðir, bendir hann á og vísar til margvís- legra lána- og fjármögnunarleiða sem sprottið hafa upp á netinu. Við þessa hluti sé fjármálakerfi heimsins að keppa og megi hafa sig allt við til að verða ekki undir. Hjá „peer-to-peer“ lána- eða fjármögnunarfyrirtækjum sé gagnsæi allsráðandi. „Og gagnsæi er mjög gott, þótt það sé ekki allaf hefðbundnum fjármálafyrirtækj- um að skapi.“ Tæknin hafi hins vegar gert að verkum að þrösk- uldurinn til að reka margvíslega fjármálaþjónustu, sem og annan rekstur, sé lægri. Þar sé Orchard- lánaþjónustan eitt dæmi, AirBnb annað (þar sem tekið hafi fjögur ár að ná sama herbergjaframboði og tók Hilton-hótelkeðjuna áratugi að byggja upp). Þá mætti nefna þjónustu á borð við TransferWise sem bjóði fólki að senda peninga á milli landa gegn lægra gjaldi en bankar. FLUTTI ERINDI David Rowan, ritstjóri Wired Magazine í Bretlandi, er heimsþekktur fyrirlesari sem sérhæfir sig í framtíðar-„trendum“ auk þess að fjalla um nýsköpun og tækifæri í rafrænum viðskiptum. Auk þess að ritstýra Wired skrifar hann um tækni fyrir tímarit á borð við GQ og Condé Nast Traveller. Þá hefur hann starfað fyrir The Guardian, Telegraph Magazine, Sunday Times Magazine og The Observer. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hagræðið ræður tækniþróuninni Fjármálafyrirtæki þurfa að keppa við upplýsingatæknifyrirtæki sem farin eru að láta til sín taka á sviði hefðbund- innar fjármálaþjónustu. David Rowan, ritstjóri Wired Magazine UK, deildi framtíðarsýn sinni á ráðstefnu RB. Stærsta verkefni Reiknistofu bankanna á næstu árum er útskipting grunnkerfa í bankaþjónustu að mati Hreins Jakobssonar, stjórnarformanns RB. „Jafnframt er ljóst að staðlaðar lausnir munu taka við af sérsniðnum kerfum sem við búum við í dag.“ Þetta kom fram í máli Hreins við opnun ráðstefnu RB, Framtíðin í upplýsingatækni fjár- málafyrirtækja 2.0, síðastliðinn föstudag. Hluta ráðstefnunnar var varið í að fjalla um staðlaðar lausnir og úrlausnarefni sem taka þyrfti á þegar þær koma í stað sérsniðinna. Inn á þetta kom meðal annars, Jean Yves Bruna, framkvæmdastjóri stefnumála og þróunar hjá Soipra Banking Software, í erindi sínu á ráðstefnunni. Eins fjölluðu Friðrik Þór Snorrason, forstjóri RB, og Þorsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og ráðgjafar RB, um stöðu mála og hvernig gengi í nýju tækniumhverfi. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, kynnti framtíðarsýn Íslandsbanka og áherslur í upplýsingatæknimálum og Theódór Gíslason, sérfræðingur í tölvuöryggismálum hjá Syndis, fjallaði um upplýsinga- öryggi fjármálafyrirtækja. Þá flutti Ragnheiður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar, erindi um skort á konum í upplýsingatækni og velti upp leiðum til úrbóta, að ógleymdu erindi Davids Rowan sem fjallað er um hér að ofan. Uppselt var á ráðstefnu RB og húsfyllir þar sem um 400 manns mættu. HREINN JAKOBSSON STAÐLAÐAR LAUSNIR Í STAÐ SÉRSNIÐINNA Fram kom í erindi Davids Rowan á ráðstefnu RB fyrir helgi að tækni- framþróunin hafi gert fjölmörgum fyrirtækjum kleift að ná undra- verðum árangri á skömmum tíma. Lykillinn að velgengni sé hins vegar greinilega að reyna að færa not- endum það sem þeir vilja. Dæmi um það sé WhatsApp-smáforritið í farsíma sem gefi fólki kost á að senda skilaboð án tilkostnaðar sem felist í SMS-sendingum. Og þótt forritið hafi á skömmum tíma orðið mjög vinsælt hafi höfundar þess ætíð haldið sig fast við einfalda virkni, enga leiki eða auglýsingar. WhatsApp er með yfir 430 milljónir virkra notenda í mánuði hverjum og var í haust selt Facebook á 19 milljónir dollara, eða sem svarar 2,3 milljörðum króna. GERA ÞAÐ GOTT UPPLÝSINGATÆKNI Óli Kristján Ármannsson | olikr@frettabladid.is ELDKLÁR OG VANDAR TIL VERKA „Ég kynntist Magnúsi Þór fyrst þegar hann tók sæti í háskólaráði Háskólans í Reykjavík fyrir nokkrum árum og svo enn betur þegar hann kom inn í stjórn Viðskiptaráðs Íslands þegar ég var þar framkvæmdastjóri. Það sem er auðsýnt, eftir okkar ágæta samstarf á þessum vettvangi, er að hann sinnir verkefnum sem hann tekur að sér af mikilli alvöru. Það sést kannski best á því að þrátt fyrir að þurfa að sækja fundi um langan veg, komandi að austan, þá mætir hann manna best, ávallt vel undirbúinn og afar lunkinn við að greina aðalatriðin frá aukaatriðunum. Það kann að vera að við fyrstu kynni virki hann aðeins alvörugefinn, en sú upplifun gufar fljótt upp, enda stutt í glettnina.“ Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja. „Magnús er gegnheill og drengur góður, sem er ekki lítill kostur fyrir mann í hans starfi. Hann er þessi 100% maður, sem ávinnur sér fljótt traust samstarfsmanna. Hann mætir undirbúinn til leiks og vandar til allra verka. Þá er hann eldklár, fróður um margt og virkilega skemmti- legur í samstarfi. Það vill svo til að við erum gamlir bekkjarfélagar úr grunnskólanum. Hann var hæglátur ef ekki feiminn sem drengur, sagði ekki margt og hafði sig lítið í frammi. En svo til dæmis átti Maggi það líka til að mæta á skákmót í bekknum og beinlínis rústa andstæðingunum.“ Helga Guðrún Jónasdóttir, markaðs- og upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar. „Starfi ð krefst meiri yfi rsýnar og vinnu, en ég er tilbúinn í verkið,“ segir Magnús Þór Ásmundsson, sem tók við starfi forstjóra Alcoa Fjarðaáls í lok síðustu viku. Magnús hefur gegnt starfi for- stjóra eignarhaldsfélags Fjarða- áls, Alcoa á Íslandi, frá árinu 2012. Hann mun sinna því starfi áfram ásamt því að bera ábyrgð á rekstri álversins í Reyðarfi rði. „Ég þarf nú að koma mér inn í nýtt hlutverk og við erum nýkom- in út úr mikilli stefnumótunar- vinnu og verkefnið fram undan er að fylgja eftir þeirri stefnumótun og fá alla starfsmenn með í það verkefni,“ segir Magnús. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1982. Eftir það lá leiðin í rafmagnsverkfræði í Háskóla Íslands og þaðan til Danmerkur þar sem Magnús lauk meistara- gráðu í greininni frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU). „Eftir það vann ég meðal ann- ars hjá Marel í 19 ár. Þar starf- aði ég meðal annars sem fram- kvæmdastjóri framleiðslu og vann að uppbyggingu framleiðslu Marels í Slóvakíu og samhæfi ngu framleiðslunnar í Evrópu. Það var skemmtilegur tími enda fyrirtæk- ið í mikilli uppbyggingu þá.“ Magnús var ráðinn til Fjarða- áls árið 2009. Hann fl utti þá ásamt fjölskyldunni til Egilsstaða en Magnús er kvæntur Soffíu G. Brandsdóttur snyrtifræðingi og þau eiga þrjú börn. „Ég vildi vinna í alþjóðlegu umhverfi og það vakti líka áhuga minn hversu mikla áherslu fyrir- tækið lagði á straumlínustjórnun í sínum stjórnkerfum og þátt- töku starfsfólksins. Straumlínu- stjórnun er hugmyndafræði sem á uppruna sinn hjá Toyota í Japan og ég tel vera afar góða nálgun við skipulag og starfsemi fyrir- tækja.“ Vinnan er það fyrsta sem Magn- ús nefnir þegar blaðamaður spyr um áhugamál. „En ég er fjölskyldumaður og eyði miklum tíma með fjölskyld- unni. Svo hef ég mikinn áhuga á íþróttum. Ég fékk Liverpool- treyju í fimmtugsafmælisgjöf fyrir stuttu en ég hef nú þurft að yfi rgefa drauminn um að leika nokkurn tíma á Anfi eld bara því Of slæmur í hnjánum fyrir Anfield Magnús Þór Ásmundsson hefur tekið við starfi forstjóra Alcoa Fjarðaáls. Hann lærði rafmagnsverkfræði við DTU og vann hjá Marel í 19 ár. Magnús stefnir að því að gera álverið í Reyðarfirði að hagkvæmasta álveri í heimi. SVIPMYND Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is STÝRIR ÁLVERINU Í REYÐARFIRÐI Magnús situr einnig í stjórn Tækniskólans og Samáls. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ég er svo slæmur í hnjánum,“ segir Magnús og hlær. „Ég hef þó meiri áhuga á körfubolta en fótbolta í dag enda starfað mikið fyrir körfuknattleiksdeild Hattar á Egilsstöðum. Svo spila ég golf, fer á skíði og les góðar bækur.“ Magnús segist stefna að því að gera álverið í Reyðarfi rði að besta og hagkvæmasta álveri í heimin- um. „Þannig að það skili verðmæt- um til allra hagsmunaaðila, sam- félagsins, starfsmanna, eigenda og viðskiptavina. Hér eru góðar aðstæður og gott starfsfólk og við erum kannski að sumu leyti enn að slíta barnsskónum en framtíðin er björt fyrir álið og Alcoa.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.