Fréttablaðið - 05.11.2014, Side 38

Fréttablaðið - 05.11.2014, Side 38
USD 122,48 GBP 195,99 DKK 20,607 EUR 153,4 NOK 17,99 SEK 16,57 CHF 127,26 JPY 1,08 Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301 Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Gengi gjaldmiðla FTSE 6.453,97 +34,00 (0,52%) Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskipti STJÓRNAR - MAÐURINN @stjornarmadur Þær fréttir bárust nú fyrir helgi að Qlik hefði keypt Datamarket fyrir ríflega 1,4 milljarða króna. Það er gaman að sjá hversu mikil verð- mæti hugmyndaríkt og drífandi fólk getur skapað. Datamarket var stofnað í lítilli skrifstofu í Skipholt- inu árið 2008 og gerir það árangur- inn sérstaklega eftirtektarverðan. Í KJÖLFARIÐ þakkaði Hjálmar Gíslason, forstjóri Datamarket, ráðgjöfum og samstarfsaðilum sérstaklega fyrir þagmælskuna. Hátt í 100 manns vissu af þessum yfirvofandi viðskiptum svo mán- uðum skipti, en héldu upplýsingun- um fyrir sig þangað til samningar voru undirritaðir á föstudaginn. EKKI ER ÓALGENGT að viðskipti sem þessi eigi sér langan aðdrag- anda. Trúnaður innherja meðan á ferlinu stendur er gríðarlega mikil- vægur, enda getur orðrómur um viðskiptin skapað óvissu hjá starfs- fólki og viðskiptavinum. Auk þess er Qlik skráð félag á NASDAQ. Á skilvirkum markaði sitja allir við sama borð og hafa jafnan aðgang að upplýsingum. Óraunhæft er að gera markaðnum grein fyrir svo stórum og flóknum viðskiptum í rauntíma og því mikilvægt að um þau gildi fullkominn trúnaður þangað til þau ganga í gegn. Þann- ig var komið í veg fyrir óeðlilega verðmyndun á bréfum Qlik. ALMENNT SÉÐ ættu stjórnendur skráðra félaga þó að temja sér gagnsæi við markaðinn, eftir því sem frekast er kostur. Það hefðu stjórnendur Marels mátt hafa í huga er þeir birtu ársfjórðungs- uppgjör sitt á dögunum. Bréf í Marel hækkuðu um rúmlega 14% þann daginn í viðskiptum sem námu meira en fjórföldum dagsvið- skiptum. Tveimur dögum síðar var hækkunin orðin tæp 20%. Enda uppgjörið óvenju gott. Stjórnarmanninum þykir óeðli- legt að upplýsingaflæði frá einu stærsta fyrirtæki markaðarins sé svo ábótavant að verðmæti bréfa í fyrirtækinu geti sveiflast jafn- ákaflega og raun ber vitni. Marel hafði ekki sent út tilkynningu til fjárfesta síðan 23. júlí, en þá birti félagið einmitt afkomutölur fyrir annan ársfjórðung. STARFSHÆTTIR á mörkuðum ytra eru með öðru móti. Stjórnendur skráðra fyrirtækja halda síma- fundi með sérfræðingum greining- ardeilda og öðrum sem áhuga hafa, þar sem farið er yfir það helsta sem snýr að tekju- og afkomuhlið fyrirtækjanna. Slík upplýsingagjöf dregur úr óvæntum verðsveiflum sem geta rýrt traust, fækkað þátt- takendum og dregið úr viðskiptum. Við megum ekki við því að umgjörð íslensks hlutabréfamark- aðar sé ófullnægjandi. Nú þegar greiningardeildir eru skugginn af sjálfum sér myndi aukin upp- lýsingagjöf fyrirtækja vera stórt skref í átt að skilvirkari markaði. Trúnaður og gagnsæi Íslensk gjöf fyrir sælkera Falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum er tilvalin jólagjöf handa starfsfólki og viðskiptavinum. E N N E M M / S IA • N M 65 10 9 Körfurnar eru afhentar í sellófani með fallegri slaufu. Einnig bjóðum við fallega ostakassa til að senda til viðskiptavina og starfsfólks innanlands. Pantaðu ostakörfu á www.ms.is. Einfalt, fljótlegt og þægilegt. www.ms.is 1.11.14 „Ég vil reyna að komast upp úr þeirri umræðu sem hefur einkennst af neikvæðni. Við viljum draga að greininni ungt fólk og nýta endalausa möguleika sem felast í íslenskum sjávarútvegi.“ Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 1.711 MILLJÓNA FRAMLEGÐ Vodafone birtir uppgjör þriðja fjórðungs Vodafone á Íslandi birtir uppgjör sitt í dag og mun halda kynningarfund í fyrramálið. Í afkomuspá gerir IFS ráð fyrir að framlegð af rekstri félagsins verði 1.711 milljónir króna sem er vöxtur um 4,8 prósent. Þá er gert ráð fyrir að EBITDA-hlutfall fyrir ársfjórðunginn verði 27 prósent samanborið við 28,9 prósent á þriðja ársfjórðungi 2014. 8 MILLJÓNA GRÓÐI Uppgjör ALDA sjóða Hagnaður rekstrarfélags ALDA sjóða hf. nam 8,4 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt árs- reikningi. Eigið fé félagsins í árslok nam 143 milljónum króna og eiginfjárhlutfall var 46,4 prósent. Lágmarkshlutfallið er átta prósent. Félagið rekur tvo verðbréfasjóði, tvo fagfjárfestasjóði og einn fjárfestingasjóð. Hrein eign þeirra nam 1.227 milljónum króna í lok síðasta árs. Stærsti eigandi ALDA sjóða er Alecia ehf., sem er í eigu Þórarins Sveinssonar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.