Fréttablaðið - 05.11.2014, Side 48

Fréttablaðið - 05.11.2014, Side 48
5. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 28 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggvadóttur Iceland Airwaves-tónleikahá- tíðin gengur í garð á morgun og verður því mikið um að vera í bænum. Passar á hátíðina seldust upp í byrjun október en tónlistaráhugamenn sem nældu sér ekki í passa í tæka tíð þurfa ekki að örvænta þar sem hægt verður að sjá 675 utandag- skrár-tónleika víðs vegar um borgina, þar sem ekkert kost- ar inn. (Þess skal þó getið að hægt verður að kaupa miða á lokatónleika hátíðarinnar með Flaming Lips og War on Drugs í takmörkuðu upplagi.) Frétta- blaðið tók saman nokkra áhuga- verða utandagskrár-viðburði fyrir þá sem voru svo óheppnir að missa af miðum. Hvað er hægt að sjá frítt á Airwaves? Heill hellingur af „off -venue“-viðburðum er í boði á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem hefst í dag. Samanlagt getur fólk valið úr 675 tónleikum. EKKI MISSA AF ÚTVARPSSTÖÐIN KEXP frá Seattle í Bandaríkjunum verður með beina útsendingu og tónleika á Kexi Hosteli frá miðvikudegi til laugardags. Útvarps- stöðin hefur sýnt hátíðinni mikinn áhuga undanfarin ár. Í dag verður hægt að sjá Kiasmos, Sóleyju, Una Stefson, Oyama og Mugison troða upp. HÓPURINN STELPUR ROKKA! sem hefur haldið úti rokksumarbúðum fyrir stelpur verður með sérstaka utan dagskrár tónleika á Lofti Hosteli á fimmtudaginn. Þar koma fram Kælan mikla, Rachel Sermanni frá Skotlandi, Adda, Margrét Arnar og Boogie Trouble. NORDIC PLAYLIST er vinsæl síða sem fær fræga norræna tónlistarmenn til að gera lagalista með skandinavískri tónlist. Frá föstudegi til sunnudags verður síðan með sérstakan „pop-up“-bar að Lauga- vegi 91. Þar verður meðal annars hægt að sjá tónlistarmennina Jakko Eino Kalevi frá Finnlandi, Kasper Björke frá Danmörku og sveitina BYRTA frá Færeyjum. SÝNINGIN HORFÐU Í LJÓSIÐ: Augna- blik frá Iceland Airwaves verður opin á Kexi Hosteli yfir hátíðina. Sýningin samanstendur af ljósmyndum af mögn- uðum Airwaves-augnablikum eftir helstu tónleikaljósmyndara Reykjavíkur. BLANDAÐ Icelandic Airwaves/föstudagur og laugardagur/Arnþór/Sinead O’Connor og fleiri. AIRWAVES 2011 STEMMINGSMYNDIR 8, 10:30(P) 6, 8 10:10 5:50, 10:10 5:50 -V.J.V, SVARTHOFDI.IS -G.D.Ó, MBL GRAFIR OG BEIN KL. 8 - 10.15 FURY KL. 9 HEMMA KL. 5.45 BORGRÍKI KL. 8 - 10.10 GONE GIRL KL. 5.45 - 9 BOYHOOD KL. 5.30 PARÍS NORÐURSINS KL. 5.45 GRAFIR OG BEIN KL. 5.30 - 8 - 10.15 GRAFIR OG BEIN LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.15 FURY KL 5 - 8 - 10.45 BORGRÍKI KL 8 - 10.10 GONE GIRL KL. 8 THE MAZE RUNNER KL. 5.30 KASSATRÖLLIN ÍSL TAL 2D KL. 3.30 - 5.45 SMÁHEIMAR 2D KL. 3.30 Kvikmyndafyrirtækið Royal Road Entertainment hefur keypt réttindin að hinni týndu kvik- mynd Orson Welles, The Other Side of the Wind, sem hefur verið kölluð „fræg- asta óútgefna mynd allra tíma“. Myndin verður frumsýnd á næsta ári. Welles lést árið 1985 og náði því ekki að klára myndina sem hann hafði unnið að í langan tíma en það voru aðallega fjár- hagsleg vandamál sem komu í veg fyrir það. Royal Road mun klippa myndina úr upprunalegu filmunni. Svo skemmtilega vill til að myndin fjallar einmitt um leik- stjóra sem berst við að klára meistaraverkið sitt á meðan kerfið í Hollywood þrengir að. - þij Týnd mynd verður útgefi n ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK „BESTA SVEPPAMYNDIN TIL ÞESSA“ H.J. FRÉTTATÍMINN T.V. - BÍÓVEFURINN.IS Aldrei fór ég niður á Austurvöll og barði í pott eftir hrunið. Kveikti ekki í jólatré og braut enga rúðu. Ég var áhorfandi, fylgdist með búsáhaldabyltingunni úr fjar- lægð og geymdi pottana inni í skáp. Ekki það að ég hafi verið svo yfir mig ánægð með stjórnina sem ríkti þá og taumlausa græðgina sem keyrði okkur öll á kaf, alls ekki. Ég fann fyrir skellinum. En ég fann mig ekki í látunum, gat ekki sleppt fram af mér beislinu og öskrað mig hása með hinum. Horfði á frétt- irnar af bálköstum og barsmíðum með fiðring í maganum, það var eitt- hvað merkilegt að gerast, en ég gerði ekkert. Ég er meðaljón, miðstéttar- plebbi með verðtryggð lán. ÉG fjasaði þó heil ósköp yfir ástandinu, maður minn hvað ég gat fjasað. Var mikið niðri fyrir, heitt í hamsi og tuðaði upp á hvern dag yfir kaffiboll- um og í heitum pottum. Þetta náði ekki nokkurri átt, svo ósanngjarnt, hvers átti fólk að gjalda? Sérstaklega meðaljónar eins og ég! SVO dvínaði reiðin, það verður að viður- kennast, enda er reiði óskaplega lýjandi ástand. Hversdagslegt amstur tók yfir og það fennti yfir hasarinn, enda liðu ár. Ég hætti að tuða. Missti móðinn og mall- aði þetta áfram í öðrum gír. Lífið komst í ákveðið jafnvægi eða kannski stakk ég bara höfðinu í sandinn. SVO fór að aftur tók að draga til tíðinda, þessir endemis ráðamenn. Ég fann fyrir ólgunni, því verður ekki neitað. Sam- skiptamiðlarnir hafa logað frá því fyrir kosningar og allt í einu virtist ætla að sjóða upp úr. Ég þreif upp skápana og fálmaði eftir skaftpottinum, stálpotti sem glymur í … ÉG fór ekkert niður á Austurvöll. Barði ekki í pott né öskraði mig hása með hinum. Ekki það að ég sé yfir mig ánægð með ríkjandi stjórn, aldeilis ekki. En ég er meðaljón, finn mig ekki í látunum, mið- stéttarplebbinn með verðtryggðu lánin og innsenda umsókn um leiðréttingu. HÖFÐINU stakk ég í sandinn og pottin- um inn í skáp. Miðstéttarplebbi með verðtryggð lán

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.