Fréttablaðið - 05.11.2014, Side 54

Fréttablaðið - 05.11.2014, Side 54
5. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 34 Í fyrsta sinn síðan í byrjun síðasta áratugar er Spaugstofan ekki á dagskrá í sjónvarpi. „Það voru gerðar heilmiklar breytingar á Stöð 2, bæði áherslubreytingar og manna- breytingar. Þetta var eitt af því sem kom út úr því,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, spurð- ur út í stöðu mála hjá þeim félögum. „Þetta kom okkur á óvart en þetta er ekkert sem við nennum að vera ergilegir yfir.“ Alls eru 25 ár liðin síðan Spaugstofan byrj- aði með fasta þætti í Ríkissjónvarpinu. Fyrir fjórum árum söðluðu þeir félagar um og fluttu sig yfir á Stöð 2 en núna er það tímabil á enda runnið. Á þessum 25 árum hefur Spaugstofan tví- vegis tekið pásur frá sjónvarpsþáttagerð og þannig er staðan einnig núna. „Við erum enn að vinna saman og erum að skoða hvað við gerum næst,“ segir Karl Ágúst. Spurður hvort þeir séu í viðræðum við aðra sjónvarpsstöð segir hann málið snúast um hvað þeim sjálfum þyki mest spennandi. „Við erum að skoða alla möguleika og alla miðla, þannig séð. En við höfum alltaf verið veikir fyrir leiksviðinu og erum að velta því fyrir okkur kannski að skella okkur á svið.“ - fb Spaugstofan hætt á Stöð 2 og komin í pásu Grallararnir eru hættir á Stöð 2 eft ir fj ögurra ára starf og eru að íhuga næstu skref. Leikhús kemur til greina. SPAUGSTOFAN Karl Ágúst Úlfsson, Örn Árnason, Sigurður Sigurjónsson og Pálmi Gestsson hafa ekki sungið sitt síðasta. ➜ Á næsta ári verða 30 ár liðin síðan Spaugstofan var stofnuð. „Sushi. Það er án vafa besti skyndi- bitinn hjá öllum í fjölskyldunni.“ Guðrún Tinna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Ígló & Indí. BESTI SKYNDIBITINN Farga varð fyrsta upplagi af íslenskri útgáfu sjálfsævisögu knattspyrnuhetjunnar Luis Suarez úr Barselóna, eða þrjú þúsund eintökum. Þrátt fyrir það kemur bókin út á Íslandi 6. nóvember, eins og áætlað var í upphafi, á sama tíma og í Englandi, Hollandi og föður- landi kappans, Úrúgvæ. Þýðandi bókarinnar, Arnar Matthíasson, lagði nótt við nýtan dag eftir að hann fékk handritið í hendur nú í sumar og því tókst að senda bókina í prentun á tilsett- um tíma. Í lok síðustu viku, eftir að Prentsmiðjan Oddi hafði prent- að og bundið stórt upplag af ævi- sögunni, fékk Veröld, útgefandi bókarinnar, hins vegar þau skila- boð að Suarez vildi gera ákveðnar breyting- ar á verkinu. „Að sjálfsögðu brugð- um við skjótt við, hentum fyrsta upplaginu og löguðum handrit- ið eins og Suarez vildi. Í góðu samstarfi við vini okkar í Odda náum við síðan að koma bókinni til íslenskra lesenda þann sjötta nóvember, eins og til stóð,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Veröld. Í bókinni fjallar Suarez til dæmis ítarlega um hina drama- tísku atburði sem gerðust á heimsmeistaramótinu í Brasilíu í sumar. - fb Oddi fargaði þrjú þúsund eintökum Prentsmiðjan Oddi varð að prenta nýtt upplag af ævisögu Luis Suarez því hann vildi laga handritið. PÉTUR MÁR ÓLAFSSON Segist hafa fargað fyrsta upplaginu í góðu samstarfi við prentsmiðjuna Odda. Að sjálfsögðu brugðum við skjótt við, hentum fyrsta upplaginu og löguðum handritið eins og Suarez vildi. Pétur Már Ólafsson LUIS SUAREZ Tíu ljósmyndir sem Ásta Kristjáns- dóttir tók á Íslandi í sumar hafa birst í indverskri útgáfu tímaritsins heimsfræga, Vogue. „Ég fór á fund með þeim í Mumbai á Indlandi og bar upp þá hugmynd um að mynda á Íslandi. Þeir skoðuðu möppuna mína og lögðu þetta fyrir ritstjórann og stjórnina og svo var það samþykkt,“ segir Ásta,“ spurð út í verkefnið. Myndatakan stóð yfir í tvo daga og fór m.a. fram við Jökulsárlón og á Suðurnesjum. „Þetta var rosalega mikil vinna. Undirbúningurinn sner- ist um að finna rétta tökustaði, réttu fyrirsætuna og svo mátti veðrið ekki klikka. Svo finnst mér flott hjá Ice- landair að styrkja verkefnið,“ segir hún. „Þetta er ofsalega mikil land- kynning fyrir Ísland. Vogue India er lesið í milljónum eintaka og ég reikna með að fólk eigi eftir að reka upp stór augu þegar það sér lands- lagið og vilji koma hingað.“ Ásta er fyrsti Íslendingurinn sem á ljósmyndir í Vogue India og viðurkennir að það sé mikill heið- ur. „Maður er búinn að lesa Vogue síðan maður var lítill. Þetta er bara óskaplega gaman,“ segir hún og von- ast til að myndirnar opni stærri dyr fyrir hana að ljósmyndamarkaðnum erlendis. „Þetta eru ekki best laun- uðu verkefnin en þau opna kannski dyr að öðrum verkefnum sem borga meira.“ Ásta hefur á þessu ári haldið sýn- ingu fyrir Amnesty International, auk þess sem hún er að undirbúa aðra fyrir Barnaheill. Hún segir umhverfið vera að breytast fyrir íslenskar konur í ljósmyndun. „Það er ótrúlegt hvað það hafa verið fáar konur í þessu en ég held að það sé að breytast. Við erum að ryðja okkur leiðina inn.“ freyr@frettabladid.is Ljósmyndir frá Ástu í hinu indverska Vogue Tíu ljósmyndir sem Ásta Kristjánsdóttir tók á Íslandi í sumar hafa birst í Vogue India. Hún vonast til að myndirnar opni dyr fyrir hana að enn stærri verkefnum. AÐ STÖRFUM Ásta við tökur á myndinni við Bláa lónið, sem birtist hér að ofan. ➜ Tólf manns tóku þátt í tök- unum, þar á meðal Ísak Freyr, fyrirsætan Angela Jonsson, stílistinn Lorna McGee, Theó- dóra Mjöll Skúladóttir Jack og þau Jón Guðmundsson og Ellen Inga. M YN D /ÁSTA KRISTJÁN SD Ó TTIR VIÐ BLÁA LÓNIÐ Fyrirsætan Angela Jonsson í nágrenni Bláa lónsins á einni af myndunum sem birtust í Vogue India.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.