Fréttablaðið - 20.11.2014, Side 4

Fréttablaðið - 20.11.2014, Side 4
20. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 SJÁVARÚTVEGUR Festa á nýtingar- rétt útgerðanna á fiskveiðiauð- lindinni til rúmlega tuttugu ára í frumvarpi sjávarútvegsráðherra að nýju fiskveiðistjórnunarkerfi. Horfið verður frá því að afla- heimildum verði úthlutað árlega og tekið upp leigusamningakerfi milli útgerða og ríkisins. Mun ráðherra, samkvæmt frumvarpinu, halda eftir 5,3 pró- sentum af heildarafla til félags- legrar úthlutunar, líkt og verið hefur. Frumvarp þetta er unnið upp úr hugmyndum sáttanefnd- ar um framtíðarskipan sjávar- útvegsins. Frumvarpið á að gera skýra grein fyrir því að ríkið eigi veiðiréttinn og leigi hann út til útgerðanna. Markmið lagabreyt- ingarinnar er að styrkja rekstrar- grundvöll sjávarútvegsfyrirtækja þannig að þau geti fjárfest í grein- inni og skilað ríflegum arði til eiganda auðlindarinnar, þjóðar- innar. Ásmundur Friðriksson, Sjálf- stæðisflokki, segir þau frum- varpsdrög sem nú liggja fyrir þingflokkunum, vera á þá leið að breið sátt ætti að geta myndast um frumvarpið. „Það er margt mjög gott í frum- varpsdrögunum og ég er mjög ánægður með hvernig þetta lítur út. Þetta er að miklu leyti byggt á störfum sáttanefndarinnar. Auðvitað eigum við eftir að rýna betur í einstaka liði en á heild- ina litið lítur þetta vel út og ég tel að hægt sé að mynda almenna sátt um málið á Alþingi,“ segir Ásmundur. Páll Jóhann Pálsson, Fram- sóknarflokki, tekur í sama streng. „Þetta er ákveðin sáttaleið sem flestir hafa trú á að sé til þess fallin að skapa sátt um kerfið bæði á þingi og í samfélaginu. Menn eru að gera sér vonir um að þetta komi til móts við flest sjónarmið. Í þessu frumvarpi fá útgerðirnar tryggingu fyrir að geta nýtt auðlindina svo hægt sé að skipuleggja reksturinn til ein- hvers tíma.“ Sú breiða sátt sem Páll Jóhann og Ásmundur telja geta orðið um frumvarpið, verður þó líklega tor- sótt. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er ekki jafn kátur með frumvarpið. Hann gat ekki tjáð sig um einstakar grein- ar í frumvarpinu því hann væri bundinn trúnaði þar til það kæmi fyrir þingið. „Ég get hins vegar sagt að það sem við höfum verið að sjá í frétt- um, þessir gríðarlega löngu samn- ingar með lágmarksveiðigjaldi og lítilli nýliðun í greininni, er ekki í takt við áherslur Samfylkingar- innar og ekki það sem landsmenn vilja sjá og hefur margsinnis komið fram í viðhorfskönnunum,“ segir Árni Páll. Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri grænum, er sama sinnis og Árni Páll að því leyti að lík- lega verði ekki mikið um sættir um þetta frumvarp. „Ég gef lítið fyrir það að þetta eigi að heita sáttafrumvarpið mikla. Ég get hins vegar trúað því að svokallaðir hagsmunaað- ilar, útgerðin og SFS, verði mjög sátt við frumvarpið. Að mínu mati sýnist mér búið að negla veiðirétt- inn til framtíðar í höndum þeirra og engin gulrót í átt að opnu kerfi. Það verður lítil sátt um þetta því hér er verið að binda hendur kom- andi ríkisstjórna til langrar fram- tíðar,“ segir Lilja Rafney Magnús- dóttir. sveinn@frettabladid.is Ég gef lítið fyrir það að þetta eigi að heita sáttafrum- varpið mikla. Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri grænum. 65 milljarðar var andvirði innflutnings í september. Innflutningur á fyrstu níu mánuðum þessa árs er 2,7 prósentum hærri en á sama tíma í fyrra. Heimild: Hagstofa Íslands. DÓMSMÁL Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Lands- bankans, var dæmdur í tólf mán- aða fangelsi, þar af níu skilorðs- bundna, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Saksóknari hafði farið fram á sex ára fangelsi fyrir brot hans. Í sama máli voru Ívar Guðjóns- son, fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans (EFL), og Júlíus Steinar Heiðarsson, starfsmaður á sama sviði, dæmd- ir í níu mánaða fangelsi, þar af eru sex skilorðsbundnir. Sindri Sveins- son, einnig starfsmaður EFL, var sýknaður af öllum kröfum ákæru- valdsins. Sigurður, Júlíus og Ívar skulu bera málskostnað að hálfu á móti ríkissjóði en kostnaður Sindra fellur allur á ríkið. Fjórmenningunum var gefið að sök að hafa, á tímabilinu 1. nóvem- ber 2007 til 3. október 2008, nýtt EFL með skipulögðum og kerfis- bundnum hætti til að stýra gengi hlutabréfa bankans. Í upphafi til að keyra verðið upp, síðar meir til að styðja við það og að lokum til að tefja fyrir falli þess. Sök þótti sönnuð á síðustu fimm dögum tímabilsins. „Í mínum huga er þetta alröng niðurstaða og ekki í samræmi við það sem ákært var fyrir. Ákæran var í raun of óljós til að hægt væri að verjast henni,“ segir Sigurjón. Hann hyggst áfrýja niðurstöðu dómsins til Hæstaréttar. -joe Ákæran spannaði meint brot á 228 daga tímabili en sök þótti aðeins sönnuð síðustu fimm daga þess: Sigurjón sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun SAKFELLDUR Sigurjón hyggst áfrýja niðurstöðu dómsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í mínum huga er þetta alröng niðurstaða. KÓLUMBÍA, AP Ellefu ára stúlka var í lífshættu á sjúkrahúsi eftir að læknar fjarlægðu 104 hylki, fyllt af kókaíni, úr maga henn- ar. Faðir hennar hafði látið hana gleypa hylkin til að hún gæti smyglað þeim til Evrópu. Föðurins er nú leitað, en hann sást á öryggismyndavél flytja hana í ofboði á neyðarmóttöku sjúkrahúss. Stuttu síðar sást hann yfirgefa sjúkrahúsið hinn rólegasti. Á heimili mannsins fannst far- miði til Evrópu, skráður á nafn dótturinnar. Um það bil hálft kíló af kókaíni fannst í hylkjum í maga hennar. - gb Föður leitað í Kólumbíu: Reyndi að láta dóttur smygla EFNAHAGSMÁL Einn nefndarmað- ur greiddi atkvæði gegn tillögu bankastjóra við síðustu vaxta- ákvörðun og kaus að halda vöxt- um óbreyttum. Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefnd- ar, en eins og kunnugt er voru vextir lækkaðir um 25 punkta. Sá sem greiddi atkvæði gegn lækkun taldi að þótt gert væri ráð fyrir því að verðbólga hjaðn- aði enn frekar á næstunni væri, litið lengra fram á veginn, búist við að hún þokaðist aftur upp vegna verðbólguþrýstings frá vinnumarkaði og minnkandi slaka í þjóðarbúskapnum. - jhh Ósammála seðlabankastjóra: Vildi ekki vaxtalækkun VAXTAÁKVÖRÐUN Þeir Már Guð- mundsson og Þórarinn G. Pétursson eru báðir í peningastefnunefnd. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ekki sátt um kvótafrumvarp frá sjávarútvegsráðherra Nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra um framtíðarskipan fiskveiða mætir andstöðu stjórnarandstöðuþing- manna. Stjórnarmeðlimir í atvinnuveganefnd þingsins vonast þó eftir að breið sátt geti myndast í þinginu. AFLI Ólík sjónar- mið eru á Alþingi um efni nýs frumvarps sjávarútvegs- ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá LÉTTSKÝJAÐ N-LANDS næstu daga en víða súld eða rigning annars. Strekkingur eða allhvass V-til í dag og á morgun. Milt í veðri áfram, hiti 3-10 stig í dag og á morgun en kólnar heldur um helgina. 8° 9 m/s 7° 11 m/s 8° 9 m/s 9° 12 m/s 5-15 m/s, hvassast SV- og V-til 5-13 m/s, hvassast A og SA-til Gildistími korta er um hádegi 6° 20° 3° 9° 14° 5° 9° 7° 7° 22° 11° 23° 20° 18° 11° 6° 7° 8° 7° 4 m/s 7° 5 m/s 6° 5 m/s 6° 3 m/s 7° 5 m/s 7° 11 m/s 3° 12 m/s 8° 7° 7° 5° 8° 7° 6° 6° 5° 5° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur LAUGARDAGUR Á MORGUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.