Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.11.2014, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 20.11.2014, Qupperneq 4
20. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 SJÁVARÚTVEGUR Festa á nýtingar- rétt útgerðanna á fiskveiðiauð- lindinni til rúmlega tuttugu ára í frumvarpi sjávarútvegsráðherra að nýju fiskveiðistjórnunarkerfi. Horfið verður frá því að afla- heimildum verði úthlutað árlega og tekið upp leigusamningakerfi milli útgerða og ríkisins. Mun ráðherra, samkvæmt frumvarpinu, halda eftir 5,3 pró- sentum af heildarafla til félags- legrar úthlutunar, líkt og verið hefur. Frumvarp þetta er unnið upp úr hugmyndum sáttanefnd- ar um framtíðarskipan sjávar- útvegsins. Frumvarpið á að gera skýra grein fyrir því að ríkið eigi veiðiréttinn og leigi hann út til útgerðanna. Markmið lagabreyt- ingarinnar er að styrkja rekstrar- grundvöll sjávarútvegsfyrirtækja þannig að þau geti fjárfest í grein- inni og skilað ríflegum arði til eiganda auðlindarinnar, þjóðar- innar. Ásmundur Friðriksson, Sjálf- stæðisflokki, segir þau frum- varpsdrög sem nú liggja fyrir þingflokkunum, vera á þá leið að breið sátt ætti að geta myndast um frumvarpið. „Það er margt mjög gott í frum- varpsdrögunum og ég er mjög ánægður með hvernig þetta lítur út. Þetta er að miklu leyti byggt á störfum sáttanefndarinnar. Auðvitað eigum við eftir að rýna betur í einstaka liði en á heild- ina litið lítur þetta vel út og ég tel að hægt sé að mynda almenna sátt um málið á Alþingi,“ segir Ásmundur. Páll Jóhann Pálsson, Fram- sóknarflokki, tekur í sama streng. „Þetta er ákveðin sáttaleið sem flestir hafa trú á að sé til þess fallin að skapa sátt um kerfið bæði á þingi og í samfélaginu. Menn eru að gera sér vonir um að þetta komi til móts við flest sjónarmið. Í þessu frumvarpi fá útgerðirnar tryggingu fyrir að geta nýtt auðlindina svo hægt sé að skipuleggja reksturinn til ein- hvers tíma.“ Sú breiða sátt sem Páll Jóhann og Ásmundur telja geta orðið um frumvarpið, verður þó líklega tor- sótt. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er ekki jafn kátur með frumvarpið. Hann gat ekki tjáð sig um einstakar grein- ar í frumvarpinu því hann væri bundinn trúnaði þar til það kæmi fyrir þingið. „Ég get hins vegar sagt að það sem við höfum verið að sjá í frétt- um, þessir gríðarlega löngu samn- ingar með lágmarksveiðigjaldi og lítilli nýliðun í greininni, er ekki í takt við áherslur Samfylkingar- innar og ekki það sem landsmenn vilja sjá og hefur margsinnis komið fram í viðhorfskönnunum,“ segir Árni Páll. Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri grænum, er sama sinnis og Árni Páll að því leyti að lík- lega verði ekki mikið um sættir um þetta frumvarp. „Ég gef lítið fyrir það að þetta eigi að heita sáttafrumvarpið mikla. Ég get hins vegar trúað því að svokallaðir hagsmunaað- ilar, útgerðin og SFS, verði mjög sátt við frumvarpið. Að mínu mati sýnist mér búið að negla veiðirétt- inn til framtíðar í höndum þeirra og engin gulrót í átt að opnu kerfi. Það verður lítil sátt um þetta því hér er verið að binda hendur kom- andi ríkisstjórna til langrar fram- tíðar,“ segir Lilja Rafney Magnús- dóttir. sveinn@frettabladid.is Ég gef lítið fyrir það að þetta eigi að heita sáttafrum- varpið mikla. Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri grænum. 65 milljarðar var andvirði innflutnings í september. Innflutningur á fyrstu níu mánuðum þessa árs er 2,7 prósentum hærri en á sama tíma í fyrra. Heimild: Hagstofa Íslands. DÓMSMÁL Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Lands- bankans, var dæmdur í tólf mán- aða fangelsi, þar af níu skilorðs- bundna, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Saksóknari hafði farið fram á sex ára fangelsi fyrir brot hans. Í sama máli voru Ívar Guðjóns- son, fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans (EFL), og Júlíus Steinar Heiðarsson, starfsmaður á sama sviði, dæmd- ir í níu mánaða fangelsi, þar af eru sex skilorðsbundnir. Sindri Sveins- son, einnig starfsmaður EFL, var sýknaður af öllum kröfum ákæru- valdsins. Sigurður, Júlíus og Ívar skulu bera málskostnað að hálfu á móti ríkissjóði en kostnaður Sindra fellur allur á ríkið. Fjórmenningunum var gefið að sök að hafa, á tímabilinu 1. nóvem- ber 2007 til 3. október 2008, nýtt EFL með skipulögðum og kerfis- bundnum hætti til að stýra gengi hlutabréfa bankans. Í upphafi til að keyra verðið upp, síðar meir til að styðja við það og að lokum til að tefja fyrir falli þess. Sök þótti sönnuð á síðustu fimm dögum tímabilsins. „Í mínum huga er þetta alröng niðurstaða og ekki í samræmi við það sem ákært var fyrir. Ákæran var í raun of óljós til að hægt væri að verjast henni,“ segir Sigurjón. Hann hyggst áfrýja niðurstöðu dómsins til Hæstaréttar. -joe Ákæran spannaði meint brot á 228 daga tímabili en sök þótti aðeins sönnuð síðustu fimm daga þess: Sigurjón sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun SAKFELLDUR Sigurjón hyggst áfrýja niðurstöðu dómsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í mínum huga er þetta alröng niðurstaða. KÓLUMBÍA, AP Ellefu ára stúlka var í lífshættu á sjúkrahúsi eftir að læknar fjarlægðu 104 hylki, fyllt af kókaíni, úr maga henn- ar. Faðir hennar hafði látið hana gleypa hylkin til að hún gæti smyglað þeim til Evrópu. Föðurins er nú leitað, en hann sást á öryggismyndavél flytja hana í ofboði á neyðarmóttöku sjúkrahúss. Stuttu síðar sást hann yfirgefa sjúkrahúsið hinn rólegasti. Á heimili mannsins fannst far- miði til Evrópu, skráður á nafn dótturinnar. Um það bil hálft kíló af kókaíni fannst í hylkjum í maga hennar. - gb Föður leitað í Kólumbíu: Reyndi að láta dóttur smygla EFNAHAGSMÁL Einn nefndarmað- ur greiddi atkvæði gegn tillögu bankastjóra við síðustu vaxta- ákvörðun og kaus að halda vöxt- um óbreyttum. Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefnd- ar, en eins og kunnugt er voru vextir lækkaðir um 25 punkta. Sá sem greiddi atkvæði gegn lækkun taldi að þótt gert væri ráð fyrir því að verðbólga hjaðn- aði enn frekar á næstunni væri, litið lengra fram á veginn, búist við að hún þokaðist aftur upp vegna verðbólguþrýstings frá vinnumarkaði og minnkandi slaka í þjóðarbúskapnum. - jhh Ósammála seðlabankastjóra: Vildi ekki vaxtalækkun VAXTAÁKVÖRÐUN Þeir Már Guð- mundsson og Þórarinn G. Pétursson eru báðir í peningastefnunefnd. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ekki sátt um kvótafrumvarp frá sjávarútvegsráðherra Nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra um framtíðarskipan fiskveiða mætir andstöðu stjórnarandstöðuþing- manna. Stjórnarmeðlimir í atvinnuveganefnd þingsins vonast þó eftir að breið sátt geti myndast í þinginu. AFLI Ólík sjónar- mið eru á Alþingi um efni nýs frumvarps sjávarútvegs- ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá LÉTTSKÝJAÐ N-LANDS næstu daga en víða súld eða rigning annars. Strekkingur eða allhvass V-til í dag og á morgun. Milt í veðri áfram, hiti 3-10 stig í dag og á morgun en kólnar heldur um helgina. 8° 9 m/s 7° 11 m/s 8° 9 m/s 9° 12 m/s 5-15 m/s, hvassast SV- og V-til 5-13 m/s, hvassast A og SA-til Gildistími korta er um hádegi 6° 20° 3° 9° 14° 5° 9° 7° 7° 22° 11° 23° 20° 18° 11° 6° 7° 8° 7° 4 m/s 7° 5 m/s 6° 5 m/s 6° 3 m/s 7° 5 m/s 7° 11 m/s 3° 12 m/s 8° 7° 7° 5° 8° 7° 6° 6° 5° 5° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur LAUGARDAGUR Á MORGUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.