Fréttablaðið - 20.11.2014, Side 42

Fréttablaðið - 20.11.2014, Side 42
FÓLK|TÍSKA Hollywood Film Awards hefur ekki vakið sér-staklega mikla athygli í gegnum árin en nú varð nokkur breyting þar á. Einkum þar sem sjónvarpsstöðvar sýndu verðlaunahátíðinni athygli að þessu sinni. Hátíðin fór fram í Palladium í Los Angeles og var glæsileg í alla staði. Rauði dregillinn dregur alltaf að hóp ljósmyndara, enda mæta þangað kvikmyndastjörnur í sínu fínasta pússi. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi kvikmyndagerð á árinu. Að þessu sinni hlutu mörg þekkt nöfn verðlaun og má þar nefna Michael Keaton, Morten Tyldum, Julianne Moore, Robert Duvall, Keira Knightley, Shailene Woodley, Eddie Redmayne, Jean-Marc Vallee, Jack O‘Connell, Gillian Flynn, Janelle Monae og Mike Myers svo einhverjir séu nefndir. Tískuráðgjafar segja að svo virðist sem hvítir eða ljósir kjólar séu mikið í tísku, en margar leik- konur klæddust ljósu þetta kvöld. Undantekning var þó Reese Witherspoon sem kom í tvílitum kjól, svörtum og appelsínugulum. Keira Knightley þótti í fallegasta kjólnum, hann kemur úr vortísku franska tískuhönnuðarins Giambattista Valli fyrir 2015. Kjóllinn er úr silki og þykir einstaklega fal- legur. KEIRA KNIGHTLEY Í FLOTTASTA KJÓLNUM HÁTÍÐ Þær voru margar stjörnurnar sem stigu á svið þegar kvikmyndaverð- launin The Hollywood Film Awards voru veitt á föstudag. Hátíðinni var í fyrsta skipti sjónvarpað en hún hefur verið haldin frá árinu 1997. HVÍTT OG BLEIKT Óskars- verðlaunaleikkonan Hilary Swank mætti í fallegum ljósum og skreyttum kjól með bleikt veski. GLÆSILEG Leikkonan Julianne Moore þótti glæsileg í ljósum, síðerma kjól. Í SVÖRTU Leikkonan Felicity Jones skar sig úr í síðum svört- um kjól. HIN UNGA Amanda Steele kom töluvert öðruvísi til fara en eldri leikkonurnar. Í LJÓSU Leikkonan Shailene Woodley í síðum ljósum, ein- földum kjól. ÖÐRUVÍSI Reese Witherspoon skar sig rækilega úr hópnum í tvílitum hnésíðum kjól. FLOTTUST Keira Knightley þótti langglæsilegust á hátíðinni. Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.