Fréttablaðið - 20.11.2014, Side 46

Fréttablaðið - 20.11.2014, Side 46
FÓLK|TÍSKA Þetta var frumraun má segja en ég sýndi vörur eftir mig á sýningu Handverks og hönnunar í Ráð- húsinu. Ég lauk námi í textílhönnun frá Myndlistaskólanum í Reykjavík nú í vor,“ segir Guðný Katrín Einarsdóttir textíl- hönnuður, en hún sýndi handgerðar tösk- ur, púða og lítil veski undir heitinu Basalt. Vörurnar hlutu góðar viðtökur á sýn- ingunni en Guðný litar, þrykkir og saumar sjálf. „Í lokaverkefni mínu í skólanum gerði ég tilraunir með að lita með ryði og tann- íni og fékk þannig náttúrulega áferð í litunina. Ég ýmist þrykki eða lita á bómull og hör en er líka með hefðbundið silki- þrykk. Vörurnar eru allar meira og minna handunnar. Munstrin eru sótt í skófir og stuðlaberg og einnig í form nútímabygg- inga. Nafnið Basalt kom einmitt til því ég var svo mikið að skoða steina,“ segir Guðný Katrín. „Það var mjög gaman að taka þátt í sýningunni og sjá hvaða vörur hittu í mark. Ég fékk góða hugmynd um hvað ég ætti að þróa áfram. Ég held að silkiþrykk veki áhuga fólks, það hefur gaman af hlutum sem eru ein- stakir en ekki fjöldaframleiddir. Ég hef aðeins prófað mig áfram með munstur á barnaboli en hef þó hug á að einbeita mér að töskum og heimilis- vörum.“ Guðný Katrín hefur komið sér upp vinnustofu ásamt þremur öðrum textílhönnuðum að Lindargötu 66. Þar verður opið hús á laugardaginn klukkan 11-16. „Við erum fjórar sem útskrifuðumst á sama tíma úr textíldeildinni en ger- um allar ólíka hluti. Fólk er velkomið að kíkja til okkar.“ LITAR MEÐ RYÐI ÍSLENSK HÖNNUN Guðný Katrín Einarsdóttir lauk námi í textílhönnun frá Myndlistaskóla Reykjavíkur í vor. Hún hannar töskur og púða undir heitinu Basalt. Opið hús verður á vinnustofu Guðnýjar á laugardaginn. HEIMILISLÍNA Guðný leggur fyrst og fremst áherslu á töskur, veski og heimilisvörur. TÖSKUR Vörur Guðnýjar eru fáanlegar í safnbúð Þjóðminjasafnsins. TEXTÍLHÖNNÐUR Guðný Katrín Einars- dóttir sýndi sína fyrstu vörulínu á nýliðinni sýningu Handverks og hönnunar. Opið hús verður á vinnustofu hennar að Lindargötu 66 á laugardaginn. MYND/ERNIR Bókin „Íslenskt prjón, 25 tilbrigði við hefðbundið handverk“ eftir Hélène Magnússon sækir innblástur í prjónamuni sem varðveittir eru á Heimilisiðnaðar- safninu á Blönduósi. Bókin gefur mynd af prjónahefð Íslendinga á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar. Forlagið gefur bókina út og verður útgáfu hennar fagnað í dag í Eymundsson á Skólavörðustíg 11 milli klukkan 17 og 18. Boðið verður upp á léttar veitingar og flíkur úr bókinni sýndar. Bókin kom út fyrst á ensku árið 2013 í Bandaríkj- unum og er þegar í 4. útgáfu. Bókin kom einnig út á frönsku snemma á árinu. ÚTGÁFU HANNYRÐA- BÓKAR FAGNAÐ Hóf í tilefni af útgáfu bókarinnar Íslenskt prjón eftir Hélène Magnússon verður haldið í dag í Eymundsson á Skólavörðustíg milli klukkan 17 og 18. ÍSLENSKT PRJÓN Hélène Magnússon er höfundur bókarinnar. MYND/VALLI Opið virka daga kl. 11–18. Opið laugardaga k l. 10–16. Kí kið á m yn di r o g ve rð á Fa ce bo ok Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Stærð 36 - 46. Verð 11.900 kr. 3 litir: grátt, blátt, svart Rennilás neðst á skálm . Nýtt kortatímabil. Fæst í apótekum og heilsubúðum P R E N TU N .IS Virkar lausnir frá OptiBac Bifidobacteria & Fibre Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide. Nitric Oxide hefur áhrif á og bætir: Blóðþrýsting, kólesteról, hjarta- æða- og taugakerfi, þvagblöðru, lifur, nýru, ofnæmiskerfi, astma, lungnaþembu. Nitric Oxide stjórnar blóðflæði líkamanns. Blóðrásin flytur súrefni og næringarefni til frumna líkamans Betra blóðflæði betri heilsa Fæst í Apótekum og heilsubúðum Umboð: vitex ehf Mígreni.is Hausverkur Ekki þjást MigreLief MigreLief fyrirbyggjandi fæðubótarefni www.SUPERBEETS.is www.vitex.is - Fæst í 14 og 28 daga skömmtum. Útsölustaðir apótek og heilsu búðir. Au k a k í l ó i n b u r t Aptiless Thylakoids Spínat Hvers vegna Aptiless? googlaðu thylakoids spinach Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.