Fréttablaðið - 04.12.2014, Page 1

Fréttablaðið - 04.12.2014, Page 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014 Fimmtudagur 26 GLÆPAKVENDIFyrirsætan Cara Delevingne hefur fengið hlutverk í ofurglæpahyskismyndinni Suicide Squad. Hún mun leika hlutverk Enchant r ess en aðrir leikrar í myndinni eru Tom Hardy, Will Smith, Margot Robbie og Jared Leto en hann mun leika Joker. Rauðrófan eykur framleiðslu á efninu nitric oxide sem bætir blóðflæðið og hefur jákvæð áhrif á blóðþrýsting, kólesteról, hjarta- og æðakerfi líkamans, þvagblöðru, ristil, nýru og lifur. Almennt séð framleiðir líkaminn nóg af þessu efni ef við hreyfum okkur reglulega og borðum holla fæðu. Með aldrinum, auknu álagi, minni hreyfingu og lélegu mataræði minnka birgðir efnisins í líkamanum. Rauð- rófuhylkin geta stuðlað að aukningu á fram- leiðslu þessa efnis. FRÁBÆR ÁRANGURKristbjörg Jónsdóttir er 51 árs. Hún er lærður matartæknir og hefur starfað sem dagmóðir og í eldhúsi Landspítalans við sérfæði. „Ég hef alltaf spáð mikið í hollt mataræði og bætiefni og prófað margt í tengslum við það. Alla tíð hef ég verið mjög hand- og fótköld, sérstaklega á veturna. Þegar ég sá rauðrófu- hylkin frá Natures Aid auglýst ákvað ég að prófa þau þrátt fyrir að hafa áður prófað sam- svarandi vöru í öðru formi sem ekki virkaði fyrir mig. Ég fann strax mikinn mun enda létu áhrifin ekki á sér standa.“ BLÓÐFLÆÐIÐ MEIRA OG ORKAN BETRI. Ég tek alltaf 2 hylki í hádeginu og finn mikinn mun á hand- og fótkuldanum. Sem dagmóðir vinn ég með börn allan daginn og það reynir mikið á að vera að lyfta þeim. Því hef ég oft verið slæm af vöðvabólgu en eftir að ég byrjaði að taka rauðrófuhylkin hefur bólgan batnað mikið. Ég kenni líka Zumba Fitness þrisvar í viku og ef ég kenni tvöfaldan tíma tek ég 2 hylki fyrir tímann. Á þann hátt finnst mér ég hafa betra úthald og vera fljóta i ðei i BETRA BLÓÐFLÆÐI,ÞREK OG ÚTHALDGENGUR VEL KYNNIR Rauðrófu-„extrakt“ er fyrir alla sem vilja viðhalda góðri heilsu. Rauðrófan eykur blóðflæðið og stuðlar að betri heilsu og líðan. BETRI AF FÓT- OG HANDKULDA Kristbjörg hefur alla tíð verið mjög fót- og handköld. Hún finnur mikinn mun eftir að hún fór að taka rauðrófu-„extrakt“. TVÖ HYLKI Á DAG„Ég tek alltaf 2 hylki í hádeginu og finn mikinn mun á hand- og fótkuldanum.“ BETRA ÚTHALD„Mér finnst ég hafa meiri orku og betra úthald og vera fljótari að jafna mig.“ 20% afsláttur rolobarnafataverslun Róló barnafataverslun Glæsibæ • Sími 894 8060 • www.rolo.is af öllum vörum frá fimmtudegi til laugardags TÆKIFÆRISGJAFIR TILBOÐ - mikið af frábærum boðumtilHnífaparatöskur – 12 manna SÉRBLAÐ Fólk Sími: 512 5000 4. desember 2014 285. tölublað 14. árgangur SKOÐUN Betri stjórnar- stefna er möguleg, skrifar Árni Páll Árnason. 26 MENNING Sómi þjóðar sýnir MP5 sem unnið er út frá byssumálinu mikla. 42 LÍFIÐ Aðdáendur Beyoncé og Jay-Z tjá sig um Íslands- heimsóknina. 64 SPORT Jón Margeir og Thelma Björg íþróttafólk ársins hjá fötluðum. 58 Kíktu á úrvalið í vefversluninni okkar á michelsen.is Glæsilegar jólagjafir OPIÐ TIL 21 Í KVÖLD Gleðileg jól Jólafjórblöðungur fylgir Fréttablaðinu í dag Keðjuverkun Þú stingur í samband, þá kviknar á 20 hvítum og rauðum LED- ljósahjörtum og þú færð birtu og jólaljós í augun. 1500 kr. Traust og fögur Af útlitinu að dæma gæti vogin mælt í mörkum og pundum, en kíló og grömm eru það – allt að 3 kíló. Fæst líka í svörtu. 2400 kr. Jólapeysan Mundu að hneppa frá og klæða krúsina úr peysunni fyrir upp- vask. Það má reyndar þvo peys- una. Fæst líka fjólublá. 600 kr. Hjarta úr steini? Þó að hjartað sé hart af sér þá þolir það ekki illa meðferð. En hlýju og góðan mat þolir það vel. Eldfast hjartafat 300 kr. Klassískt skraut Þessir litlu rauðlökkuðu stjakar standa á þremur stuttum fótum og bíða óþreyjufullir eftir jólunum. 600 kr. stykkið. Sælgætislager Riffluð krukka, sem rúmar 0,9 lítra af sætu góðgæti, er vöktuð af postulínshirti. Fæst líka í svörtu og kostar 900 kr. Taktu tepásu Þegar þú hitar steypujárns- ketilinn, heldur hann hita á sér í lengri tíma. Teketill í japönsk- um stíl 4500 kr. Líka í bláu. Öflugur niðurskurður Maður þarf að vera gerður úr sterkum efnivið ef það á stanslaust að hakka og skera á manni, t.d. akasíuvið. Litla skurðarbrettið kostar 900 kr. og þau stærri eru með óheflaðan kant og minna mann á skóginn og útiveru. Verðið á þeim er 2400 kr. stykkið. Ástríða í eldhúsinu Stefnumót í vændum? Mat- reiddu frá hjartanu í eldföstu ástarkeramikmóti með hjarta- loki. Ca 25 x 20 cm. 1800 kr. Leystu gremjuna úr læðingi Er jólastressið að fara með þig? Taktu fram postulínsmortélið og fáðu útrás á kryddjurtunum. Pirringslosari 1200 kr. Skýr skilaboð Sendu hjartanskveðjur og fal- legar jólaóskir út um gluggann. Hjörtun eru 15 cm breið og fást í fleiri litum. 600 kr. Spörum vatnið Settu sigtið á höfuðið og sláðu tvær flugur í einu höggi. Skolaðu salat og sturtaðu þig. Fæst líka í bleiku eða sægrænu og kostar 1500 kr. LÍFIÐ Rán Flygenring teiknari færði vinum sínum óvenjulegt jóladagatal að gjöf. Rán mynd- skreytti rúllu af klósettpappír með heilræðum og jólateikn- ingum. „Þetta er sem sagt dagatal þar sem maður rífur eitt snifsi á dag. Þetta virkar eins og venjulegt dagatal en er vonandi líka svona sparnaðar- ráð í desember,“ segir Rán. Jóladagatalið ber nafnið Ekki pissa í þig af spenningi en dagatalið vekur fólk einnig til umhugsunar um pappírs sóun enda má einungis rífa eitt snifsi af á dag. - gló / sjá síðu 64 Jóladagatal á klósettpappír: Eitt snifsi á dag fram að jólum RÁN FLYGENRING UMHVERFISMÁL Ísland á ekki aðild að fjölmörgum alþjóðasamningum um varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Samningum sem þegar hafa verið staðfestir er ekki fram- fylgt. Ríkisendurskoðun hefur sent frá sér skýrslu til Alþingis þar sem er fjallað um aðild Íslands að, og framkvæmd á, alþjóðlegum samn- ingum um varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Rauði þráður skýrslunnar er hversu óhönduglega stjórnvöldum hefur haldist á því að standa við alþjóð- legar skuldbindingar sem Ísland hefur undir- gengist. Stjórnvöld hafa um árabil haft að markmiði að gegna forystuhlutverki í málefnum hafsins. Engu að síður liggur fyrir að tíu alþjóðlegir samningar, viðbætur og bókanir sem tengjast Alþjóðasiglingamálastofn- uninni (IMO) og fjalla um varnir gegn mengun frá skipum hafa ekki verið staðfestir. Ísland fram- fylgir ekki heldur samn- ingum sem þjóðin á þegar aðild að, en þeir eru í stöðugri endur skoðun. - shá / sjá síðu 12 Ísland er ekki í forystuhlutverki í alþjóðasamstarfi um málefni hafsins: Markmið um mengun ekki virt PERÚ, AP Árið 2014 virðist ætla að verða hlýjasta ár sögunnar, sam- kvæmt bráðabirgðaupplýsingum frá Alþjóðaveðurstofnuninni sem kynntar voru á loftslagsráðstefn- unni í Líma í gær. Hitinn frá janúar til október er 0,57 stigum yfir meðaltali, rétt eins og sömu mánuðir voru árið 2010. „Bráðabirgðaupplýsingar fyrir 2014 þýða að 14 af 15 hlýjustu árum skráðrar sögu hafa öll verið á 21. öldinni,“ segir Michel Jarr aud, framkvæmdastjóri stofnunarinnar. „Hlýnun jarðar er ekkert að stöðvast.“ - gb Hitinn haldist yfir meðaltali: Ætlar að verða hlýjasta árið Bolungarvík -2° SA 3 Akureyri -2° SV 6 Egilsstaðir -1° SV 7 Kirkjubæjarkl. -4° SV 5 Reykjavík 0° S 5 ÉLJAGANGUR Í dag verða sunnan 5-10 m/s og víða él en gengur í stífa norðanátt seint í kvöld. Kólnar í veðri til morguns. 4 ÚTBLÁSTUR Hlýnun jarðar ekkert að stöðvast. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Boðað hefur verið til fundar í ríkisráði á Bessastöðum klukkan 13 í dag. Samkvæmt upp- lýsingum frá skrifstofu forseta Íslands mun nýr innanríkisráð- herra taka við embætti á fund- inum. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja líklegast að Einar K. Guð- finnsson verði skipaður. Hann hefur áður gegnt embættum landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðherra en var kjörinn forseti Alþingis eftir síðustu kosningar. Ljóst er að Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðis- flokksins, heldur spilunum þétt að sér. Hann gerir þingmönnum Sjálfstæðisflokksins grein fyrir ákvörðun sinni á þingflokksfundi sem haldinn verður áður en þing- fundur hefst klukkan hálf ellefu í dag. Enginn þeirra þingmanna sem Fréttablaðið hafði samband við í gær sagðist hafa upplýsingar um hver yrði skipaður. Bjarni Bene- diktsson mun hafa rætt við þing- menn flokksins einslega í vik- unni til þess að heyra sjónarmið þeirra varðandi val á nýja ráð- herranum. Eftir að aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innan- ríkisráðherra var ákærður fyrir trúnaðarbrot um miðjan ágúst síðastliðinn varð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra einnig dómsmálaráðherra og tók þar með við hluta af skyld- um innanríkisráðherra. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins gegnir nýr ráð- herra hins vegar öllum þeim skyldum sem Hanna Birna Krist- jánsdóttir gegndi eftir síðustu kosningar og Ögmundur Jónas- son á undan henni. Það er, öllum þeim verkefnum sem áður heyrðu undir dómsmálaráðuneytið og samgönguráðuneytið. - jhh Spenna og leynd yfir nýjum ráðherra Nýr innanríkisráðherra verður skipaður á ríkisráðsfundi í dag. Hann mun sinna öllum málaflokkum ráðuneytisins. Líklegast er að Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og fyrrverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, verði skipaður. ➜ Nýr ráðherra mun sinna öllum skyldum í innanríkis- ráðuneytinu. KÆRLEIKSKÚLAN Systurnar Snædís Rán og Áslaug Ýr Hjartardætur tóku á móti fyrstu Kærleikskúlunum í gær. Fyrstu kúl- urnar eru afh entar framúrskarandi fyrirmyndum en þær hafa barist fyrir auknum réttindum fatlaðra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Jóga róar leikskólabörn Kennari jafnt sem börn í leikskól- anum Öskju hlakka til jógastunda sem þar fara fram. Börnin reyna að fá foreldrana með. 20 Lagarfljótsormurinn strand Skipulagsnefnd hefur hafnað hug- mynd um að gera veitingaferjuna Lagarfljótsorminn að veitingastað á Egilsstöðum. 2 Sátt rofin um jöfnunarsjóð Borgar- stjórinn í Reykjavík segir að nái fram að ganga frumvarp um afnám lágmarksútsvars hafi sátt um Jöfn- unarsjóð sveitarfélaga verið rofin. 4 Vilja meira í heilbrigðismál Stjórnarandstaðan hefur lagt fram sameiginlegar breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið. 6

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.