Fréttablaðið - 04.12.2014, Qupperneq 20
4. desember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | FJÖLSKYLDAN 20
Piltum á meðferðarheimili í Bandaríkj-
unum sem fengu að gefa hundum fóður,
bursta þá og leika við þá í frítíma sínum
leið beitur en piltum sem notuðu frítím-
ann við íþróttaiðkun og tölvuleiki. Þetta
eru niðurstöður rannsóknar Lindsey
Ellsworth við háskóla í Washington á
áhrifum meðferðar með hundum. Þátt-
takendum í rannsókninni, sem voru á táningsaldri, var skipt
í tvo hópa og kváðust piltarnir sem umgengust hundana
finna fyrir meiri gleði en hinir.
Piltarnir sem umgengust hundana urðu að hafa hömlur á
hegðun sinni svo að þeir hræddu ekki hundana. Það leiddi til
þess að þeir urðu gætnari í tali og hreyfingum.
Greint er frá niðurstöðum rannsóknarinnar á vefnum
forskning.no. - ibs
Það er ekki bara jógakennarinn sem
hlakkar til tímanna í krakkajóga í
leikskólanum Öskju í Reykjavík.
Krakkarnir njóta tímanna og bíða
spenntir eftir þeim. „Þeim finnst
þetta rosalega skemmtilegt. Jóga
kennir þeim ýmsar leiðir til að róa
sig niður og hafa áhrif á tilfinning-
ar sínar. Þau verða meðvitaðri um
líkamann og öndunina,“ segir Aðal-
heiður Jensen leikskólakennari sem
jafnframt er jógakennari. „Ég lærði
fyrst rope-jóga og eftir það ákvað
ég að hella mér út í þetta og læra
krakkajóga,“ bætir hún við.
Aðalheiður getur þess að frá
febrúar 2012 hafi jóga og iðkun
núvitundar verið færð inn í leik- og
grunnskóla Hjallastefnunnar. Með
börnum á leikskólastiginu og fyrstu
árum grunnskólans ganga jóga-
stundirnar út á leik, söng og dans
þar sem jógaæfingar, öndunaræf-
ingar, núvitund og slökun eru flétt-
aðar inn í.
„Það hefur lítið verið í skólakerf-
inu sem hjálpar börnum að leita inn
á við en nú er að verða breyting á. Í
Bandaríkjunum er til dæmis verið
að innleiða núvitund í nokkra skóla.
Þar eru kennarar þjálfaðir til að
stöðva kennslustund þegar þeir sjá
að bekkurinn er orðinn órólegur.
Þegar kennarinn slær í bjöllu vita
allir að næstu 10 mínútur fara í hug-
leiðslu og slökun.“
Aðalheiður segir núvitund ganga
út á að vera í augnablikinu, vera
meðvitaður um það sem er hér og
nú. „Með núvitundaræfingum hjálp-
➜ Piltarnir sem
umgengust
hundana kváðust
finna fyrir meiri
gleði en hinir.
Þau ná svo
góðri slökun að
það liggur við að
það sé nauðsyn-
legt að hafa
svona stundir
markvisst á
hverjum degi.
Þetta þyrfti að
vera í öllum
skólum.
Dóra Margrét
Bjarnadóttir,
leikskólastýra í Öskju
Börnin í leikskólanum verða
rólegri af því að iðka jóga
Bæði kennarinn og börnin í leikskólanum Öskju hlakka til jógastundanna. Jóga og núvitund færð inn í
leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar með góðum árangri. Börnin biðja foreldrana um að iðka með sér jóga.
KRAKKAJÓGA Aðalheiður Jensen, leikskólakennari og jógakennari, segir börnin njóta jógastundanna
og bíða spennt eftir þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fjáröflunarátak Barnaheilla –
Save the Children á Íslandi gegn
einelti, Jólapeysan, í ár hafið.
Nú er safnað fyrir Vináttu, for-
varnaverkefni samtakanna gegn
einelti í leikskólum en þangað má
gjarnan rekja rætur eineltis, að
því er segir á heimasíðu samtak-
anna. Jólapeysan 2014 snýst um
að stand ast áskorun, íklædd jóla-
peysu.
Hægt er að skrá sig til leiks á
jolapeysan.is, finna upp á áskor-
un og hvetja vini og vandamenn
til að heita á sig. Nokkrir hafa
þegar tekið áskorunum og ætla
að gera ýmislegt sem er fyrir
utan þægindaramma þeirra. Á
síðu Barnaheilla má sjá mynd-
skeið þar sem þessir einstak-
lingar lýsa því sem þeir ætla að
gera og af hverju þeim finnst
mikilvægt að vinna gegn einelti.
Hápunktur átaksins er á Jóla-
peysudaginn sjálfan, þann 12.
desember, en öllum er frjálst að
hafa sinn jólapeysudag hvenær
sem hentar þeim.
Á heimasíðu Barnaheilla segir
að Vináttuverkefnið sé danskt
að uppruna og hafi gefið góða
raun. Það byggist á nýjustu
rannsóknum og miði að því að
skapa aðstæður sem byggjast á
umburðarlyndi, umhyggju, virð-
ingu og hugrekki, svo einelti fái
ekki þrifist. Efni til notkunar
í leikskólum og fyrir foreldra
hefur verið þýtt og staðfært og
er nú notað í tilrauna- og aðlög-
unarskyni í sex leikskólum á
Íslandi. Markmiðið er að bjóða
öllum leikskólum á landinu þátt-
töku í Vináttuverkefninu. Haft er
eftir Ernu Reynisdóttur, fram-
kvæmdastjóra Barnaheilla, að
þannig sé hægt að vinna að því
að einelti fái ekki jarðveg í sam-
skiptum hjá kynslóðinni sem er
að vaxa upp. - ibs
Fjáröflunarátak Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í ár er hafið:
Áskorun og jólapeysudagar
VINÁTTA
Margrét Júlía
Rafnsdóttir
verkefna-
stjóri með
efni for-
varnaverk-
efnisins
Vináttu sem
safnað er
fyrir í ár.
Ef munnhirða yrði bætt á hjúkrunarheimil-
um í Danmörku væri hægt að koma í veg fyrir
lungnabólgu og legu á sjúkrahúsi hjá um 500
öldruðum á hverju ári. Þar sem um 20 pró-
sent þeirra sem lögð eru inn á sjúkrahús með
lungnabólgu deyja af völdum sjúkdómsins
myndi tannburstun bjarga lífi 100 einstaklinga
á hverju ári. Þetta hefur Jótlandspósturinn eftir
Børge Hede, yfirtannlækni í Kaupmannahöfn.
Árangur af kennslu í munnhirðu fyrir
starfsmenn nokkurra hjúkrunarheimila, sem
aðstoðarmenn tannlækna hafa séð um, hefur
verið svo góður að ákveðið hefur verið að taka upp slíka kennslu víðar.
Sparnaður sem hlýst af færri innlögnum vegna lungnabólgu gæti
numið rúmlega 20 milljónum danskra króna árlega, að sögn yfirtann-
læknisins. - ibs
Átak í munnhirðu á hjúkrunarheimilum:
Tannburstun bjargar lífi
MUNNHIRÐA Kennsla í
munnhirðu fyrir starsmenn
danskra hjúkrunarheimila
bar góðan árangur.
um við börnum að skilja að hugsanir
koma og fara og að við stjórnum því
hvernig áhrif þær hafa á okkur. Með
slíkum æfingum er verið að efla þá
getu að velja sér hugsanir sem gefa
frá sér góða orku og gleði og leiða
hjá sér hugsanir sem valda vanlíð-
an.“
Í krakkajóganu, sem er tvisvar
í viku fjórar vikur í senn á hvorri
önn, er börnunum kennt að veita
andlegri og líkamlegri líðan sinni
athygli og þau læra ýmsar leiðir til
að róa sig niður, að sögn Aðalheið-
ar. „Þeim finnst þetta svo gott að
þau biðja sum foreldrana að koma
með sér í jóga þegar þau eru komin
heim.“
Dóra Margrét Bjarnadóttir, leik-
skólastýra í Öskju, er þeirrar skoð-
unar að jóga hafi afar góð áhrif á
börnin. „Þeim finnst þetta öllum
ofboðslega skemmtilegt og þau bíða
spennt eftir að komast í tíma. Þau ná
svo góðri slökun að það liggur við
að það sé nauðsynlegt að hafa svona
stundir markvisst á hverjum degi.
Þetta þyrfti að vera í öllum skólum.“
Leikskólastýran segir börnin ná
miklum innri friði og ró við jóga-
iðkunina. „Þau verða alveg slök.
Þau eru ekki komin með hömlur
eins og fullorðna fólkið og hugur-
inn fer ekki að reika eins og gerist
stundum hjá því. Jógastundirnar
gefa börnunum og mikið og það er
sérstaklega gott að hafa þær núna í
desember í jólastressinu.“
ibs@frettabladid.is
Silfur 925, ykkar teikning.
Verð 19.800 kr.
Hundar liður í meðferð vegna vímuefnaneyslu:
Hundarnir veittu hamingju
GLEÐIGJAFI
Piltar á meðferðar-
heimili urðu glað-
ari af því að gæta
hunda.
NORDICPHOTOS/GETTY
Kaldur matur á jólahlaðborðum
þarf að vera við 0-4°C og heitur
matur þarf að vera a.m.k. 60°C.
Þetta kemur fram í leiðbeining-
um Matvælastofnunar, MAST,
til veitingastaða vegna jólahlað-
borða.
Í leiðbeiningunum segir jafn-
framt að stjórnun á hitastigi
í matvælum sé áhrifaríkasta
leiðin til að takmarka eða stöðva
fjölgun örvera og þar með hættu
á matarsjúkdómum og skemmd-
um. - ibs
Leiðbeiningar MAST:
Rétt hitastig á
jólahlaðborði