Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2014, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 04.12.2014, Qupperneq 22
4. desember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 22 Landsbankinn ætlar að auglýsa verktakafyrirtækið Ístak Ísland til sölu í kringum næstu mánaðamót. Starfsemi fyrirtækisins í Noregi verður sett í söluferli núna í des- ember. Enn er unnið að því að færa rekstur Ístaks hér á landi, á Græn- landi og í Færeyjum, inn í dóttur- félagið Ístak Ísland. Þetta segir Kristján Kristjáns- son, upplýsingafulltrúi Lands- bankans. „Það er nú unnið við að skipta fyrirtækinu upp og það þarf að ganga frá efnahagnum og búa til fyrirtæki úr hverri ein- ingu. Svo munum við fara að leita að kaupendum og við stefnum að því að það verði gert öðrum hvor- um megin við næstu mánaðamót,“ segir Kristján. Ístak hefur verið í eigu Lands- bankans síðan danska móðurfélag- ið Pihl & Søn varð gjaldþrota í september 2013. Bankinn auglýsti fyrirtækið fyrst til sölu í nóvem- ber það ár en sleit síðan formlega söluferlinu í apríl síðastliðnum þegar fimmtán óskuldbindandi tilboðum var hafnað. Í haust var tekin ákvörðun um að skipta Ístaki upp í tvö sjálfstæð fyrirtæki. Ístak Ísland er annað þeirra en hitt held- ur utan um starfsemina í Noregi. „Í Noregi erum við að vinna með fyrirtækjaráðgjöf Pricewater- houseCoopers (PWC) í Ósló. Stjórn Ístaks hefur ákveðið að leita eftir sölu á rekstri félagsins í Noregi, eða mögulegum samstarfsaðilum, en það ferli fer af stað núna í des- ember,“ segir Kristján. Hann segir bankann ekki hafa fengið nein viðunandi tilboð í allan rekstur Ístaks frá því formlega söluferlinu var slitið. „Það er erfitt að selja fyrirtæk- ið á meðan verið er að vinna að þessum breytingum. Við höfum þó verið tilbúnir til að skoða öll tilboð með þeim fyrirvara að við þurfum að klára að skipta fyrirtækinu upp fyrst,“ segir Kristján. Óskar Jósefsson, framkvæmda- stjóri Ístaks, segir stefnt að því að Ístak Ísland verði aðskilið öðrum rekstri verktakafyrirtækisins fyrir áramót. „Við stefnum að því en þessi mál taka langan tíma enda þarf að skoða fjölmargt í þessu,“ segir Óskar. Spurður hvernig verkefna- staða Ístaks sé segir Óskar að veturinn verði að öllum líkind- um rólegur. „En upp úr miðju næsta ári, og til lengri framtíðar, er margt í farvatninu sem maður hefur von um að raungerist, eins og kísil- verin og önnur stór verkefni en fyrirtæki eins og Ístak hefur tæknilega þekkingu og getu til að takast á við stór verkefni og þau hafa síðustu ár verið mjög takmörkuð hér á Íslandi.“ haraldur@frettabladid.is Ístak Ísland verður auglýst til sölu í kringum áramótin Vinnu við að skipta Ístaki upp í tvö sjálfstæð fyrirtæki lýkur væntanlega á næstu vikum. Landsbankinn ætlar að auglýsa Ístak Ísland til sölu í kringum næstu mánaðamót. Starfsemin í Noregi sett í söluferli núna í desember. UNNIÐ Á FULLU Landsbankinn eignaðist Ístak í september 2013 eftir að danska móðurfélagið Pihl & Søn varð gjaldþrota. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM En upp úr miðju næsta ári, og til lengri framtíðar, er margt í farvatninu sem maður hefur von um að raungerist. Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Ístaks Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabank- ans ákveði að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig á næsta vaxta- ákvörðunarfundi sem verður 10. desember næstkomandi. Einnig spáir greiningardeildin að vext- irnir verði aftur lækkaðir á vaxta- ákvörðunarfundi bankans þann 4. febrúar og standi þá í 5,25 pró- sentum. „Rökin fyrir lækkuninni verða að okkar mati þau að raunvextir bankans hafi hækkað meira undan farið en bankinn gerði ráð fyrir og aðhald peningastefnunn- ar aukist en ekki minnkað eftir vaxtalækkunina í nóvember,“ segir í nýrri stýrivaxtaspá deild- arinnar sem kynnt var í gær. Þar er einnig tekið fram að hækkun raunstýrivaxta hafi undanfarið verið umfram það sem staða hag- sveiflunnar og nærhorfur gefi tilefni til. Einnig hafi verðbólgu- horfur til skemmri tíma batnað talsvert miðað við það sem gert sé ráð fyrir í verðbólguspá Seðla- bankans. „Þá hafa verðbólgu- væntingar lækkað enn frekar frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi, og eru nú nálægt verðbólgumark- miðinu, sérstaklega horft til skemmri tíma.“ Starfsmenn greiningardeild- arinnar búast við að vaxtahækk- unarferli hefjist á ný undir lok næsta árs og að stýrivextir Seðla- bankans verði því hækkaðir um 0,25 prósentustig í nóvember 2015. - hg Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans lækki stýrivexti um 0,5%: Spáir að stýrivextir verði lækkaðir í tvígang SEÐLABANKINN Stýrivextir eru nú 5,75 prósent en í byrjun nóvember voru þeir lækkaðir um 0,25 prósentustig. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stjórn Marels hf. ákvað á þriðju- dag að veita framkvæmdastjórn félagsins kauprétt á allt að 2,5 milljónum hluta í félaginu. Allir meðlimir framkvæmdastjórnar fyrirtækisins fá 225 þúsund hluti. „Kaupréttarsamningunum er ætlað að samtvinna hagsmuni starfsmanna og félagsins til lengri tíma,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins til Kauphallarinn- ar. Þar segir einnig að ákvörðun- in sé í samræmi við starfskjara- stefnu félagsins sem samþykkt var á síðasta aðalfundi Marels í mars síðastliðnum. „Heildarfjöldi hluta sem Marel hf. hefur nú veitt starfsmönnum sínum kauprétt að er 16,9 millj- ónir og er þá meðtalin þessi nýja úthlutun kauprétta.“ - hg Í samræmi við kjarastefnu: Fá kauprétt á hlutum Marels MAREL Veittur er kaupréttur á hluta- bréfum á grunnverðinu 0,86 evrur á hlut. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Greiningardeild Arion banka spáir að fasteigna- verð hér á landi eigi eftir að hækka um sjö til átta prósent á ári á næstu tveimur árum. Verðið eigi síðan eftir að hækka um sex til sjö prósent árið 2017. Þetta kom fram á morgunfundi greiningardeild- arinnar í gær þar sem helstu niðurstöður nýrrar fasteignaskýrslu hennar voru kynntar. Samkvæmt skýrslunni, sem ber heitið Bóla eða bjartar horfur?, er ekki verið að blása í nýja bólu á fasteignamark- aði þrátt fyrir þær verðhækkanir sem hafa átt sér stað að undanförnu. „Enda hafa verðhækkanir á fasteignamarkaði fylgt umsvifum í hagkerfinu,“ segir í samantekt deildarinnar um skýrsluna. Á fundinum var einnig fjallað um horfur á leigu- markaði og þeirri spurningu velt upp hvort leigu- markaðurinn væri að mettast. „Greiningardeildin telur að teikn séu á lofti um að svo sé, en hlutfall heimila á leigumarkaði lækk- aði árið 2013, í fyrsta sinn frá árinu 2007 […] Mæli- kvarðar á framtíðareftirspurn gefa einnig til kynna að eftirspurn sé að fara minnkandi, enda hafa verð- hækkanir verið töluverðar undanfarin ár.“ - hg Greiningardeild Arion banka telur að leigumarkaðurinn sé að mettast: Verðhækkanir ekki merki um bólu HÚSNÆÐI Á fundinum var einnig bent á að byggingarkostn- aður er enn nokkuð hár í samanburði við fasteignaverð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Orkan lækkaði í gær verð á bens- ínlítra um þrjár krónur og dísil- lítrann um fjórar krónur. Atlants- olía lækkaði verðið í kjölfarið. Verð á bensínlítra og á lítra af gasolíu er nú það sama hjá þess- um félögum, eða 220 krónur og 60 aurar. Í tilkynningu Atlants olíu kom fram að bensínverðið hafi því lækkað um tæpar 32 krónur frá því það var hæst í sumar og að það hefði lækkað um 40 krón- ur, ef krónan hefði ekki veikst gagnvart dollar síðan þá. - gs Bensín 32 krónum ódýrara: Eldsneytisverð lækkar enn Smiðshöfða 12 • 110 Reykjavík • s: 586 8000 helgina 6. og 7. des. frá kl. 10-17 Sýndar verða vélar frá Casolin og Robland og allt það sem að við höfum upp á að bjóða í þjónustu við Tréiðnaðinn Kaffiá könnunni UTANRÍKISVERSLUN Hagstæð vöruskipti Samkvæmt bráðabirgðatölum Hag- stofunnar voru vöruskiptin í nóvember hagstæð um 7,1 milljarð króna. Útflutningur nam 50,1 milljarði en inn- flutningur 43 milljörðum króna. Vöru- skiptin voru einnig hagstæð í október.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.