Fréttablaðið - 04.12.2014, Page 27

Fréttablaðið - 04.12.2014, Page 27
FIMMTUDAGUR 4. desember 2014 | SKOÐUN | 27 CRÉATIVE TECHNOLOGIE Citroën Nemo er með lægsta verðmiðann á markaðnum. Gerðu samanburð og veldu hagkvæman og lipran sendibíl sem uppfyllir allar þínar kröfur. Nemo er með sparneytinni dísilvél og er vel búinn staðalbúnaði. Hliðarhurðir beggja vegna auðvelda hleðslu og hægt er að flytja lengri hluti með því að fella niður skilrúmið. Kauptu hagkvæman Citroën Nemo, við aðstoðum þig með fjármögnun. CITROËN NEMO ER HAGKVÆMASTI KOSTURINN citroen.is Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. • LÆGSTA VERÐIÐ • HLIÐARHURÐIR BEGGJA VEGNA • FELLANLEGT SKILRÚM• SPARNEYTINN • CITROËN NEMO VAN 1,3 DÍSIL 6 HURÐA VERÐ FRÁ: 2.063.745 KR. ÁN VSK VERÐ FRÁ: 2.590.000 KR. MEÐ VSK HAGKVÆMASTI KOSTURINN Fullt tilefni er til að setja fyrirvara við áhrif þeirra breytinga sem til stend- ur að gera á virðisauka- skatti og vörugjöldum. Samkvæmt útreikning- um fjármálaráðuneytis eiga breytingarnar í heild að lækka vísitölu neyslu- verðs og þannig skila heimilunum meira ráð- stöfunarfé. Fjármálaráðu- neytið gerir ráð fyrir að skattbreytingarnar, bæði hækkanir og lækkanir, skili sér að fullu út í verðlagið. Erfitt er þó að spá um með nokkurri vissu hvaða áhrif breytingarnar munu raun- verulega hafa. Áhrifum gengisbreytinga á verðlag má á margan hátt líkja við fyrirhugaðar breytingar á sköttum og innflutningsgjöldum. Um utanaðkomandi áhrif er að ræða sem virka á sama hátt á alla aðila og gefa vísbendingar um hvernig skattbreytingar færast út í verðlag. Í rannsókn Rannsóknar- seturs verslunarinnar frá 2011 er þetta kannað og þar kemur skýrt fram að styrking krónunnar hafi minni áhrif á verðlag en veiking hennar. Ef þessar niðurstöður eru yfirfærðar á fyrirhugaðar skatt- kerfisbreytingar bendir margt til þess að skattahækkanir á neðra þrepi muni skila sér mun betur út í verðlag en skattalækkanir efra þrepsins og afnám vörugjalda. Markmiðin bresta Áhrif gengisbreytinga skila sér samkvæmt sömu rannsókn best í verðlagningu matvara. Veik- ing krónunnar skilar sér að fullu og styrking skilar sér að tveim- ur þriðju hlutum. Verð matvöru hækkar því í fullu samræmi við gengishækkanir en lækkanir skila sér ekki nema að tveimur þriðju. Þegar kemur að heimilis- tækjum og byggingavörum skil- ar veiking krónunnar sér að fullu en áhrif af styrkingu eru mun minni. Því eru sterkar vísbendingar um að hækkanir skili sér hratt út í verðlag en lækkanirnar mun síðar. Þar sem fyrrgreindar skatt- breytingar virka á margan hátt svipað og gengisbreytingar gefur samanburðurinn sterkar vísbend- ingar um raunveruleg áhrif skatt- breytinganna á verðlag. Margt bendir því til að skatta- hækkanir muni skila sér að fullu út í verðlag en lækkanir skili sér takmarkað. Áhrifin gætu þann- ig orðið hækkun vísitölu neyslu- verðs í stað fyrirhugaðrar lækk- unar. Um leið bresta markmið breytinganna um aukið ráðstöf- unarfé til heimilanna og það eina sem eftir stendur er hærra mat- vöruverð. Það er því fullt tilefni til að hafa efasemdir um að fyr- irhugaðar skattbreytingar muni koma heimilunum til góða. Hærra matvöru- verð heimilum til hagsbóta? Flokksráðsfundur Vinstri grænna sendi frá sér ályktun í fjöl- miðlum nýlega, þar sem lýst var vantrausti á Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur innanríkisráð- herra vegna lekamálsins svonefnda og krafð- ist afsagnar hennar. Nú ætlar undirritaður ekki að leggja dóm á hið margumtalaða lekamál eða störf Hönnu Birnu í því samhengi. Í mínum huga og eflaust margra annarra er hér um mál að ræða, sem blásið hefur verið út, að því er virðist, af litlu tilefni. Hitt vekur undrun sem stuðn- ingsmaður VG, að þetta skuli vera eina ályktunin, sem alþjóð heyrir frá flokksráðsfundi VG. Ég hefði vænst þess, að ályktað yrði um önnur og þýðingarmeiri málefni samfélagsins, eins og t.d. umhverfismálin, því þar er vissulega af ýmsu að taka um þessar mundir. Hvert stefnir í þeim mála- flokki undir forustu núverandi ríkisstjórnar og með „umhverf- isráðherra“ Framsóknar- flokksins í broddi fylkingar? Ráðherrann, sem ætti að vera málsvari náttúrunnar, lýsti því yfir, er hann tók við emb- ætti, að í rauninni væri sérstakt umhverfisráðuneyti óþarft, enda hefur hann unnið dyggilega í þeim anda síðan. Byrjað var á að krukka í rammaáætlunina svonefndu, sem Alþingi hafði samþykkt í tíð fráfarandi ríkisstjórnar, og færa virkjanakosti í Þjórsá úr bið- flokki í nýtingarflokk, jafnframt því sem Landsvirkjun er gefinn ádráttur um, einu sinni enn, að fara inn í Þjórsárver með miðl- unarlón, svæði sem maður hélt, að þjóðin væri orðin einhuga um að bæri að vernda, ekki bara að hluta, heldur allt. Mun þjóðin sætta sig við eitt- hvað annað? Uppi eru hugmynd- ir um byggingu a.m.k þriggja kísilmálmverk- smiðja, á Bakka við Húsavík, Grundartanga og Helguvík. Einhvers staðar mun þurfa að bæta við virkjunum til að afla raforku til þess- ara verksmiðja. Mengun mun aukast og loftgæði versna. Staðreynd er, að stóriðj- an leggur til einn stærsta hluta af útblæstri gróðurhúsaloftteg- unda á Íslandi í dag. Því verður ekki mótmælt með rökum. Nú ætlum við að bæta þar hressi- lega í. Að sjálfsögðu mun umhverfisráðherrann leggja blessun sína yfir þessar fyrir- ætlanir, hvað annað? Á Reyðarfirði gætir nú meng- unar í vaxandi mæli frá álveri Alcoa, flúormagn í grasi hefur mælst yfir viðmiðunarmörkum þriðja árið í röð. Fólki er ráðlagt að skola matjurtir, áður en neytt er, og dregið hefur úr berja- tínslu. Á Reyðarfirði er stöðugt „eldgos“ í gangi, sagði greind- ur og glöggur bóndi á Héraði við mig í sumar og átti þar við mengun frá álverinu, sem farið er að gæta einnig uppi á Héraði. Ekki furða þótt brennisteins- ígildin mælist há á Reyðarfirði, nú þegar gosmökkurinn frá Holuhrauni kemur þar til við- bótar. Vantraust á rangan ráðherra? Alþjóð er kunnugt hvað er að gerast í Lagarfljóti, sem búið er að umbreyta með tilkomu Kára- hnjúkavirkjunar, svo þar virð- ist lífríkið á undanhaldi sökum versnandi lífsskilyrða í Fljótinu, minnkandi gegnsæis og kólnun- ar. Ekki minnist ég þess að hafa séð eitt orð um umturnan Lagar- fljótsins frá flokksráðstefnum VG eða öðrum ályktunum. Hafi það farið framhjá mér, biðst ég forláts. Vísindamenn um allan heim eru nú nær sammála um, að hlýnun andrúmsloftsins, sem við erum farin að sjá hrikalegar afleiðingar af í veðurfari, sé af mannavöldum. Víst ber okkur að axla ábyrgð í loftslagsmálum til jafns við aðrar þjóðir í stað und- anþága, sem við höfum stundað fyrir okkar stóriðju, enda höfum við undirgengist það samkvæmt Kyoto-sáttmála og loftslagsráð- stefnum. Það gerum við ekki með þeim áformum, sem nú eru uppi. Þetta gerir yngra fólkið sér ljóst. Í ályktun samþ. á landsfundi Ungra vinstri grænna (UVG) á Eskifirði nú í haust, segir m.a að UVG „leggist eindregið gegn aðför ríkisstjórnarinnar að ísl. náttúru“. Einnig segir, að „greinilegt sé, að enginn umhverfisráðherra sé í ríkis- stjórn, aðeins sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem þráði lengri starfstitil“. Hér er talað tæpitungulaust. Stundum er gott að hlusta á hina ungu. Var kannski verið að lýsa van- trausti á rangan ráðherra? Von- andi sjáum við ekki ályktun frá næsta flokksráðsfundi VG fjalla um hvalbeinagrindina á Húsa- vík eða byssueign lögreglunnar. Framtíðin má ekki við því. Lekamál – umhverfi smál UMHVERFIS- MÁL Ólafur Þ. Hallgrímsson pastor emiritus ➜ Á Reyðarfi rði gætir nú mengunar í vaxandi mæli frá álveri Alcoa, fl úormagn í grasi hefur mælst yfi r við- miðunarmörkum þriðja árið í röð. Fólki er ráðlagt að skola matjurtir, áður en neytt er, og dregið hefur úr berjatínslu. SKATTUR Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB ➜ Margt bendir því til að skattahækkanir muni skila sér að fullu út í verðlag en lækkanir skili sér tak- markað. Áhrifi n gætu þannig orðið hækkun vísitölu neysluverðs í stað fyrirhugaðrar lækkunar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.