Fréttablaðið - 04.12.2014, Side 28
4. desember 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28
Í nýjustu breytingartillög-
um meirihluta fjárlaga-
nefndar gefur að líta alls
konar aukningu framlaga
til hinna ýmsu málaflokka.
Því ber að fagna og margir
eru vel að því komnir og sér
í lagi Landspítalinn sem fær
aukna fjárveitingu. Þetta
mun vera gert vegna þess
að tekjur næsta árs verði
meiri en áætlað var í fyrstu
gerð fjárlaga fyrir árið 2015.
Nú lítur þetta allt sem sagt
betur út í fjárlagagerðinni.
Þegar okkur í Landssambandi
eldri borgara voru kynntar fjárlaga-
tillögurnar í haust var gert ráð fyrir
3,5% hækkun á lífeyri almanna-
trygginga. Við minntum á
það að á þessu ári hefðum
við fengið 3,6% hækkun á
meðan launahækkanir á
þessu ári væru umtalsvert
meiri. Við ættum því inni
leiðréttingu. Í kjarasamn-
ingum aðila vinnumarkað-
arins í desember 2013 var
samið um hækkun launa
um 2,8%, en þó hækkuðu
lægstu laun um 9.750 krón-
ur. Þannig var hækkun þar
í raun 5,6% en ekki 2,8%
eins og haldið er fram í umræðunni.
Að ekki sé nú talað um einstaka hópa
sem hafa fengið mun meiri hækkan-
ir í nýgerðum kjarasamningum.
Nú er þess getið í greinargerð með
breytingartillögum meirihluta fjár-
laganefndar að í raun hafi hækkun
bóta almannatrygginga 2014 verið
meiri en kjarasamningar ársins.
Samt sé ekki áætlað að leiðrétta það!
Þvílík góðsemi! Síðan kemur rúsín-
an í pylsuendanum: Vegna þess að
verðlagshorfur næsta árs gera ráð
fyrir lækkandi verðbólgu þá er hægt
að lækka bætur almannatrygginga
frá því sem áætlað var. Þær verða
því ekki hækkaðar um 3,5% eins og
fyrst var áætlað, heldur um 3%.
Forkastanlegt
Allt er þetta vegna þess að nú eru
svo góðar horfur í verðlagsmálum á
næsta ári. Ætli það sé alveg gleymt
að framlag sjúkratrygginga til
ýmissa hjálpartækja eins og örygg-
ishnapps lækkaði þannig að hækkun
notenda varð 89%. Kostnaður not-
enda í heilbrigðiskerfinu hækkaði
á þessu ári, t.d. komugjöld um 20%.
Niðurgreiðsla vegna heyrnartækja
og tannviðgerða aldraðra hefur ekk-
ert hækkað síðan 2006. Maturinn er
að hækka vegna hækkunar virðis-
aukaskatts og aldraðir fá engar mót-
vægisaðgerðir vegna þeirrar hækk-
unar. Við höfum lagt til að færa lyf
úr hærra þrepi virðisaukaskatts
í það lægra sem væri þá sæmileg
mótvægisaðgerð fyrir þá sem nota
mest af lyfjum, en lyfjanotkun eykst
yfirleitt með aldri. Ekki var orðið
við því samkvæmt þeim tillögum
sem fyrir liggja.
Meðan stór hópur aldraðra og
öryrkja nær ekki endum saman um
hver mánaðamót, er það forkast-
anlegt að leggja slíka tillögu fram
eins og að draga úr þeirri lágmarks-
hækkun sem átti að koma á næsta
ári til lífeyrisþega. Þegar betur árar
en gert var ráð fyrir þá ættu þessir
hópar að njóta þess með einhverri
hækkun, en ekki lækkun. Ég skora á
þingmenn að draga þessa breytingu
til baka fyrir 3ju umræðu fjárlaga.
Enn eiga aldraðir og öryrkjar að herða sultarólina
Umræða um flugvöllinn í
Vatnsmýrinni og skipulags-
vald sveitarfélaga tók kipp
þegar nokkrir þingmenn
Framsóknarflokksins fluttu
tillögu um að færa skipu-
lagsvaldið yfir flugvallar-
svæðinu til Alþingis. Mér
sýnist þetta vera skynsam-
leg tillaga, einkum með til-
liti til sögunnar. Ég er hér
einkum að hugsa til tveggja
tilvika sem verið hafa mikið
í fréttum undanfarin ár.
Teigsskógsmálið
Málið snertir lífæð Vestfjarða, vega-
samband til vesturs og suðurhluta
Vestfjarða. Auk þess er um að ræða
samgöngur innan sveitarfélagsins,
t.d. akstur skólabarna.
Hér er um að ræða grunnþjónustu
í Reykhólasveit fyrir utan tengingu
við umheiminn. Í fjölda ára hafa
framkvæmdir við veg um sk. Teigs-
skóg tafist vegna „fordóma“ í stofn-
unum ríkisins. Ég nota hér orðið
fordóma vegna þess að skógurinn
sem um ræðir er ekki merkilegt
fyrirbæri sem skógur, hefur ekk-
ert verndargildi, samanber álykt-
un skógræktarmanna á Vestfjörð-
um. Hvernig stendur á því
að skipulagsvaldið í þessu
máli er ekki hjá sveitar-
félaginu? Það er ekki einu
sinni hjá Alþingi. Það er hjá
stofnun í Reykjavík! Hver
færði skipulagsvaldið frá
sveitarfélaginu til stofn-
unar í Reykjavík? Og hvers
vegna?
Grímsstaðir á Fjöllum
Frægt var þegar kínverski
athafnamaðurinn Núbó vildi kaupa
Grímsstaði á Fjöllum. Núbó ætl-
aði að hefja þar framkvæmdir og
koma á ýmiss konar starfsemi, m.a.
í ferðaþjónustu.
Núbó var meinað að kaupa Gríms-
staði og hefja þar framkvæmd-
ir, vegna þess að hann hafði ekki
heimilisfestu á Evrópska efnahags-
svæðinu. Sveitarfélög á Norður- og
Austurlandi sameinuðust um að
gera eigendum Grímsstaða tilboð í
jörðina. Mér skilst að samkomulag
hafi náðst um kaupin. Ætlunin var
að leigja athafnamanninum Núbó
jörðina svo hann gæti hafið fram-
kvæmdir við sköpun starfa á svæð-
inu. Hvað gerðist? Í stað þess að
innanríkisráherrann fyrrverandi
liðkaði til fyrir sveitarfélögunum á
Norður- og Austurlandi var frum-
kvæði sveitarfélaganna stöðvað!
Vinna við verkefnið kostaði sveit-
arfélögin fyrirhöfn og fjármagn.
Skipulagsvaldið var tekið af sveit-
arfélögunum!
Þetta eru tvö nýleg dæmi um að
stofnanir í Reykjavík hrifsi skipu-
lagsvaldið úr höndum sveitarfélaga.
Eigum við að hafa leikreglurnar
með sama hætti áfram?
Hér mætti svo nefna þriðja
dæmið, miðhálendið og sk. þjóðlend-
ur. Ég man að þegar lögin um þjóð-
lendur var samþykkt, höfðu þing-
menn Framsóknarflokksins haft
miklar efasemdir um ágæti þess.
Þeir hafi að lokum samþykkt að
styðja lögin, gegn því að skipulags-
valdið yrði hjá sveitarfélögunum.
Mér skilst að nú sé að hluta til búið
að færa skipulagsvaldið til Reykja-
víkur. Sé þetta rétt eru þetta svik
við fólk utan Reykjavíkursvæðis-
ins. Enn eitt dæmið um að skipulags-
valdið sé tekið af sveitarfélögunum.
Skipulagsvald sveitarfélaga og
fl ugvöllurinn í Vatnsmýrinni
Þótt ýmislegt á Íslandi hafi
borið keim af frjálshyggju
á árunum fyrir hrun, t.d.
lækkun skatta, einkavæð-
ing ýmissa ríkisfyrirtækja
og sjálfbær sjávarútvegur,
er ljóst að sjónarmið félags-
hyggju urðu æ meira áber-
andi. Látum nægja hér að
benda á nokkur dæmi því til
staðfestingar.
Ríkið þandist út
Þótt skattar á einstaklinga og fyrir-
tæki hafi lækkað jafnt og þétt á árun-
um fyrir hrun, jukust skatttekjur
hins opinbera um tæpan fimmtung á
einungis tíu árum. Samhliða auknum
skatttekjum jukust umsvif ríkis- og
sveitarfélaga verulega. Þá jókst laga-
setning um helming og eftirlitsstofn-
anir urðu dýrari, fjölmennari og
umsvifameiri en nokkru sinni fyrr.
Með öðrum orðum, báknið þandist út
og frjálshyggjan lét í minni pokann
fyrir víðtækri félagshyggju.
Ríkisábyrgð á bönkum
Hér á landi sem erlendis var til
staðar bein eða óbein ríkisábyrgð
á innistæðum. Af þessu tóku mats-
fyrirtækin mið og gáfu bönkunum
hærri einkunn því tryggari sem
ríkisábyrgðin var. Slík ríkisábyrgð
eykur áhættuhegðun bankanna og
stuðlar að lánsfjárbólu. Nákvæm-
lega þetta gerðist á Íslandi sem og
um mestallan hinn vestræna heim.
Þar sem ríkisábyrgð á einkafyrir-
tækjum gengur í berhögg við grund-
vallarhugmyndir frjálshyggju, gefur
augaleið að ríkisábyrgð á bankainn-
istæðum eða bönkum yfirleitt er
andstæð frjálshyggju af
hvaða tagi sem er.
Kárahnjúkavirkjun
Margir telja að bygging
Kárahnjúkavirkjunar hafi
valdið því hagkerfið hafi
ofhitnað. Þeir hinir sömu
telja að við þessa fram-
kvæmd hafi gífurlegt
magn af erlendum gjald-
eyri flætt inn í landið og
þar með hafi möguleikar
bankanna til enn frekari umsvifa í
skjóli væntanlegrar ríkisábyrgðar
aukist til muna. Hvað sem hæft er
í því er það óhagganleg staðreynd
að bygging Kárahnjúkavirkjunar
var ríkisframkvæmd og sú stærsta
sinnar tegundar í sögu landsins. Að
bendla þessa risaframkvæmd ríkis-
ins við frjálshyggju er því öfugmæli
hvað sem mönnum kann að þykja
um verkefnið að öðru leyti.
Heimatilbúinn lóðaskortur
Á skjön við markaðslögmál setti
R-listinn lóðaframboð í Reykjavík í
frost í heilan áratug. Þessi frysting
leiddi til slíkrar umframspurnar
eftir lóðum að húsnæðisverð á gjörv-
öllu höfuðborgarsvæðinu fór upp úr
öllu valdi. Þótt nágrannasveitarfélög-
in hafi boðið út talsverðan fjölda af
lóðum hafði það lítið að segja til mót-
vægis þar sem höfuðborgarsvæðið
allt er eitt markaðssvæði og Reykja-
vík, sem langstærsta sveitarfélagið,
allsráðandi hvað varðar verðmynd-
un á fasteignamarkaði. Í kjölfarið tók
fólk á sig meiri húsnæðisskuldir sem
gerði svo kreppuna öllu verri við að
eiga en ella hefði verið.
90% lánin
Framsóknarflokkurinn á svo heið-
urinn af þeirri misráðnu ákvörðun
ríkisstjórnarinnar á sínum tíma
að að heimila hinum ríkisrekna
húsnæðisbanka, Íbúðalánasjóði,
að veita 90% lán. Bankar á frjáls-
um markaði veittu einungis 65%
lán en buðu upp á skammtímalán
ef íbúðarkaupendur vantaði upp á
útborgun. Með 90% lánunum var
grundvellinum því kippt undan mik-
ilvægri tekjulind banka á húsnæðis-
lánamarkaði og þeir því knúnir til
að fara í beina samkeppni við Íbú-
ðalánasjóð. Í kjölfarið tók húsnæðis-
verð annan rækilegan kipp og skuld-
setning heimilanna að sama skapi.
Æ meiri félagshyggja
Útþensla ríkisins, ríkisábyrgð á
bankainnistæðum, stærsta ríkis-
framkvæmd í Íslandssögunni og
veruleg afskipti stjórnmálamanna
af húsnæðismarkaðnum eru allt
dæmi um aðgerðir sem einkenn-
ast af víðtækum ríkisumsvifum og
áætlunarbúskap. Og þótt ýmislegt
hafi færst í frjálsræðisátt á þessum
árum, þá varð félagshyggjan æ fyr-
irferðarmeiri eftir því sem á leið.
Að rekja orsakir hrunsins til frjáls-
hyggju verður því að teljast stór-
furðulegur málflutningur.
Var frjálshyggja fyrir hrun?
STJÓRNSÝSLA
Guðmundur
Edgarsson
málvísindamaður
STJÓRNSÝSLA
Sveinn
Hallgrímsson
eft irlaunaþegi
FJÁRMÁL
Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir
formaður Landssam-
bands eldri borgara
➜ Og þótt ýmislegt hafi
færst í frjálsræðisátt á
þessum árum, þá varð
félagshyggjan æ fyrirferðar-
meiri eftir því sem á leið.
➜Eigum við að hafa
leikreglurnar með sama
hætti áfram?
➜ Þegar betur árar en
gert var ráð fyrir þá ættu
þessir hópar að njóta þess
með einhverri hækkun,
en ekki lækkun.
Á dögunum var Foreldra-
dagur Heimilis og skóla
haldinn í fjórða sinn og að
þessu sinni var yfirskrift-
in „Allir snjallir“. Yfir-
skrift Foreldradagsins
vísar í snjalltækjanotkun
í samfélaginu sem vissu-
lega er orðin hluti af
menningu okkar og nær
til allra aldurshópa.
Litlu snillingarnir
Þau börn sem eru í fyrstu
bekkjum grunnskólans hafa allt
sitt líf alist upp við tilvist snjall-
tækja. Ekki er óalgengt að heyra
foreldra eða ömmur og afa dást
að því hve barnið á öðru ári sé
leikið á spjaldtölvu heimilisins og
órana um hvaða snillingur fram-
tíðar séu þar á ferð. En öllum
nýjungum og tækni þurfa líka
að fylgja reglur og viðmið. Sam-
félagið þarf að komast að niður-
stöðu um skynsamlega notkun
því knýjandi þörf er á sameigin-
legum viðmiðum um snjalltæki í
skólum landsins svo koma megi
á sátt og vinnufriði. Rannsóknir
segja okkur að þar sem foreldr-
ar og börn eru í góðum tengslum
eru meiri líkur á að börn fari að
settum reglum og virði viðmið
samfélagsins. Fyrst og síðast er
það á ábyrgð foreldra að takast á
við hegðun barna sinna. Foreldra-
sáttmáli Heimilis og skóla er öfl-
ugt tæki fyrir foreldra til að sam-
einast um grundvallarviðmið og
fara saman að reglum samfélags-
ins.
Samstaða er mikilvæg
Skólasamfélagið þarf í heild sinni
að tala saman og móta stefnu sem
allir geta farið eftir. Í Brekku-
skóla á Akureyri var haldið mál-
þing sl. vor þar sem allir aðilar
skólasamfélagsins voru kallaðir
til og reynt var að komast að sam-
eiginlegri niðurstöðu um notkun
snjalltækja. Málþing sem þetta
er til fyrirmyndar fyrir aðra
skóla landsins. Í Sæmundarskóla
gilda skýrar reglur en nemendur
mega nota snjalltæki í tíma með
leyfi kennara og nota má tæki í
frímínútum en ekki taka mynd-
ir. Við brot á reglum er tækið
tekið af nemanda og afhent í lok
skóladags. Snjalltæki bjóða upp á
ótrúlega möguleika í skólastarfi
og margir skólar eru vel
tækjum búnir. Framþró-
unin verður ekki stöðvuð
heldur ber okkur að nýta
snjalltæknina skynsam-
lega í leik og starfi.
Eignarréttur og vinnufriður
Eins og að framan er getið hafa
margir skólar sett sér reglur um
snjalltækjanotkun en árekstr-
ar eru tíðir því oft og tíðum er
dansað eftir hárfínni línu og
ekki alltaf ljóst hvort viðbrögð
séu rétt eða röng. En sitt sýnist
hverjum og sumir hafa þá skoð-
un að gera megi snjalltæki upp-
tæk af nemendum ef þau valda
truflun í skóla eða eru notuð á
meiðandi hátt. En öllum ber að
virða lög og friðhelgi einkalífs og
eignaréttur er í gildi bæði fyrir
börn og fullorðna. Börn eru varin
af íslenskum lögum og ekki má
brjóta á réttindum barna þegar
fullorðnum einstaklingum finnst
það henta. Vera má að stjórnvöld
þurfi að skoða hvort tilefni sé til
að breyta lögum í þá veru sem er
t.d. í Svíþjóð en þar eru heimild-
ir til upptöku tækja af þessu tagi
rýmri en hér á landi.
Samráð um viðmið
Um þessar mundir vinna Heim-
ili og skóli og SAFT að því að
kalla saman ýmsa hagsmuna-
aðila í samráðshóp sem mun taka
saman viðmið um notkun snjall-
tækja í skólum. Þar munu eiga
sæti fulltrúar foreldra, nemenda,
kennara og annarra sem tengj-
ast skólasamfélaginu. Heimili og
skóli og SAFT stefna að því að
kynna þessi viðmið á alþjóðlega
netöryggisdeginum, 10. febrú-
ar á næsta ári. Samfélagið kall-
ar eftir skýrum reglum og við
erum að bregðast við því ákalli.
Upptaka af Foreldradeginum og
ráðstefnunni Allir snjallir er
aðgengileg á heimasíðu Heimil-
is og skóla, heimiliogskoli.is og
á saft.is.
Allir snjallir!
SAMFÉLAG
Anna Margrét
Sigurðardóttir
formaður
Heimilis og skóla
➜ Skólasamfélagið
þarf í heild sinni að
tala saman og móta
stefnu sem allir geta
farið eftir.
AF NETINU
Hlægilegur náttúrupassi
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
ætlar alla leið með náttúrupassann– einmitt nú þegar sam-
tök helstu aðila í ferðaþjónustu hafa snúist gegn þeirri leið.
Vilja frekar gistináttagjald.
Þetta er mikill dómgreindarbrestur hjá Ragnheiði Elínu.
Náttúrupassinn felur í sér að nú verða Íslendingar skatt-
lagðir sérstaklega ef þeir vilja skoða náttúruperur í landi sínu. Það verður
aldrei samþykkt af almenningi.
Vonandi stöðva Framsóknarmenn þessa fásinnu. Tveir glæsilegustu
formenn Framsóknarflokksins sem jafnframt voru þekktir náttúruunn-
endur, Eysteinn Jónsson og Steingrímur Hermannsson, hefðu aldrei látið
sér detta í hug að taka þátt í slíkri gjaldtöku á Íslendinga, fyrir að njóta
landsins.
http://blog.pressan.is
Stefán Ólafsson