Fréttablaðið - 04.12.2014, Síða 48

Fréttablaðið - 04.12.2014, Síða 48
4. desember 2014 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 36TÍMAMÓT Hvað er í matinn?, samtal ferðaþjón- ustu og landbúnaðar í Skaftárhreppi, er eitt 24 verkefna sem hollvinasam- tök Vatnajökulsþjóðgarðs, Vinir Vatna- jökuls, veittu styrk þann 1. desember síðastliðinn. Sandra Brá Jóhannsdótt- ir, verkefnisstjóri klasans Friður og frumkraftur, sem eru hagsmunasam- tök um þrjátíu fyrirtækja og stofnana í Skaftárhreppi, segist mjög spennt fyrir verkefninu Hvað er í matinn? og þakklát fyrir styrkinn sem var ein milljón króna. „Það var ákveðið að fara af stað til að samþætta betur ferðaþjónustuna hér sem blómstrar vel og landbún- aðinn og reyna að auka virðisauka í báðum greinunum. Tilgangurinn er meðal annars að auka framboð af staðbundnum matvælum hér í Skaft- árhreppi og vekja fólk til umhugsunar um milliliðalaus viðskipti sem myndu styrkja báðar greinarnar,“ útskýrir Sandra. Klausturbleikjan, sem alin er í tæru lindarvatni undan Vatnajökli, er þekktust staðbundinna matvæla á svæðinu, að því er Sandra greinir frá. „Svo er hér sauðfjárrækt og í haust var opnað handverkssláturhús í Segl- búðum í Landbroti. Þar verður slátr- un og kjötvinnsla samhliða og er þetta fyrsta sláturhúsið af þessum toga á landinu.“ Að sögn Söndru langar hana til að sá fræjum, eins og hún orðar það, og fá fólk til að opna augun og sjá tækifærin sem felast í ferðaþjónustu. „Við vorum með málþing í október síðastliðnum þar sem okkur langaði til að hefja þetta samtal ferðaþjónustunnar og landbún- aðarins. Það tókst mjög vel. Við vorum með fyrirlesara frá Matís, Háskólanum á Hólum og ferðaþjónustunni hér til að koma þessu samtali af stað og kveikja í fólki. Þetta var fyrsta versið. Vonandi verður rúsínan í pylsuendanum sú að hægt verði að bjóða upp á einhvers konar sælkeraferðir í héraði.“ Hún getur þess einnig að ferða- menn geri sífellt meiri kröfur um að þau matvæli sem borin eru á borð séu staðbundin. Sjálf stefnir Sandra, sem er alin upp í Skaftárhreppi, að því að framleiða nautakjöt. „Ég flutti til baka fyrir ári og er búin að vera með nauta- eldi hér í eitt ár.“ Markmið hollvinasamtaka Vatnajök- ulsþjóðgarðs, sem stofnuð voru fyrir fimm árum, er að afla fjár til að styrkja á þjóðgarðssvæðinu rannsóknir, kynn- ingar- og fræðslustarf og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu þjóðgarðsins. Vinir Vatna- jökuls hafa varið hátt í þrjú hundruð milljónum króna til styrkveitinga og eigin fræðsluverkefna frá stofnun sam- takanna árið 2009. Rúmlega 115 verk- efni hafa verið styrkt. ibs@frettabladid.is Sælkeraferðir rúsínan í pylsuendanum Samtal ferðaþjónustu og landbúnaðar í Skaft árhreppi eitt verkefnanna sem hlaut styrk Vina Vatnajökuls. Sandra Brá Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri klasans Friður og frumkraft ur, segir eft irspurn eft ir staðbundnum matvælum. Hún vonast eft ir sælkeraferðum í héraði. ÆTLAR AÐ KVEIKJA Í FÓLKI Sandra Brá Jó hanns dóttir, verkefnisstjóri klasans Friður og frumkraftur, vill fá fólk til að opna augun og sjá tækifærin sem felast í ferða- þjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR Digranesheiði 23 í Kópavogi, fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 8. desember klukkan 11. Ykkur sem viljið minnast hennar er bent á Von, félag til styrktar skjólstæðingum gjörgæsludeildar LSH í Fossvogi. Jón Ingi Skúlason Gerður Helgadóttir Þórdís Kristín Öfjörð Ingólfur Einarsson Sveinn Skúlason Helga Hjartardóttir Þóra Skúladóttir Ríkharður Jónsson Ingigerður Skúladóttir Hrafn Sigurðsson Magnús Þórarinn Öfjörð Þórunn Ragnheiður Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir mín, amma okkar og langamma, HULDA ÓLAFSDÓTTIR Fellsmúla 9, Reykjavík, lést á Landspítalanum, Landakoti, 24. nóvember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Björn Ólafur Gíslason Jakobína Ólafsdóttir Jón Ragnar Höskuldsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, EVLALÍA SIGURGEIRSDÓTTIR Holtastíg 8, Bolungarvík, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða í Bolungarvík mánudaginn 1. desember sl. Útför hennar fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 13. desember kl. 14.00. Halldóra Jóhannsdóttir Margrét Jóhannsdóttir Bjarni L. Benediktsson Sigurgeir G. Jóhannsson Guðlaug Elíasdóttir Oddný H. Jóhannsdóttir Kristján L. Möller Bjarni K. Jóhannsson Anna S. Jörundsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SAMÚEL ANDRÉS ANDRÉSSON skipasmiður og kafari, Gullsmára 9, sem lést á Landakoti 13. nóvember, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju, föstudaginn 5. desember klukkan 15. Bergþóra Ásgeirsdóttir Sigurður Ásgeir Samúelsson Rósa Hansen Davíð Samúelsson Kristján Andri Stefánsson Ragnheiður Samúelsdóttir Anna Berg Samúelsdóttir Stefán Hrafnkelsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, ÁRNI JÓHANNSSON framhaldsskólakennari, Holtateigi 48, Akureyri, sem lést aðfaranótt 26. nóvember, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju, fimmtudaginn 4. desember kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri. Jóhann Helgason Sigríður Árnadóttir Stefán Jóhannsson Karólína Margrét Másdóttir Helgi Jóhannsson Kristín Sólveig Eiríksdóttir Hólmfríður Jóhannsdóttir Unnar Vilhjálmsson Sigríður Jóhannsdóttir Sigurður Sigurðsson Eiríkur S. Jóhannsson Friðrika Tómasdóttir Jónína Þuríður Jóhannsdóttir Guðmundur Örn Sverrisson frændsystkini og fjölskyldur. Móðir mín, tengdamóðir og amma, KRISTÍNE G. GUÐMUNDSDÓTTIR lést föstudaginn 28. nóvember sl. á hjúkrunarheimilinu Fossheimum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. desember nk. kl. 11. Guðrún Kormáksdóttir Ágúst Guðmundsson Kristín Ósk Unnsteinsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET MARÍA JÓHANNESDÓTTIR Hrannarstíg 20, Grundarfirði, lést á Dvalarheimilinu Fellaskjóli, Grundarfirði, að kveldi sunnudagsins 30. nóvember. Útför Elísabetar fer fram frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 6. desember kl. 13.00. Kristján H. Guðmundsson Kolbrún Linda Haraldsdóttir Jóhanna Guðmundsdóttir Þorvarður M. Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR GÍSLADÓTTIR áður til heimilis að Álfalandi 8, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 1. desember. Útför hennar verður gerð frá Bústaðakirkju mánudaginn 8. desember klukkan 13.00. Hjartans þakkir til starfsfólks dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir einstaka umönnun, virðingu og hlýju. Sólborg Bjarnadóttir Sigurður Kristinsson Dagbjört Bjarnadóttir Páll Högnason Hjalti Bjarnason Kristín Kristjánsdóttir Sigríður Bjarnadóttir Jón Orri Magnússon ömmu- og langömmubörn. Þetta var fyrsta versið. Vonandi verður rúsínan í pylsuendanum sú að hægt verði að bjóða upp á einhvers konar sælkeraferðir í héraði. Þessi dagur árið 1980 var sorgardagur í augum margra tónlistaraðdáenda, en þá sendu meðlimir rokksveitarinnar Led Zeppelin frá sér tilkynningu þess efnis að hljómsveitin hefði lagt upp laupana. Nokkur óvissa hafði ríkt um framtíð hennar eftir að trommari sveitarinnar, John Bonham, lést í svefni hinn 25. september sama ár, eftir að hafa neytt óheyrilegs magns af áfengi. Led Zeppelin, skipuð þeim Jimmy Page, Robert Plant, John Paul Jones og John Bonham, varð til úr rústum sveitarinnar The Yardbirds árið 1968. Page, sem var bassaleikari The Yardbirds, þurfti að manna sveit ina fyrir tónleikaferðalag um Skandinavíu eftir að aðrir meðlimir hennar héldu til annarra starfa. Eftir ferðalagið tóku félagarnir sér nafnið Led Zeppelin en orðatiltækið „lead zeppelin“ var stundum notað yfir slæma tónleika, í þeim skilningi að þeir hefðu farið eins og zeppelin-loftskip úr blýi: niður á við. Led Zeppelin naut gríðarlegra vinsælda á starfstíma sínum, og hafði að sögn margra jafnmikil áhrif á tónlistarheiminn á áttunda áratugnum og Bítlarnir höfðu haft áratug- inn á undan þeim. Á meðal afraksturs erf- iðis þeirra eru víðfræg lög eins og Stairway to Heaven og Dazed and Confused. Á seinni hluta áttunda áratugarins dró þó nokkuð úr drifkrafti þeirra, sérstaklega eftir að Robert Plant meiddist í bílslysi og missti ungan son sinn skömmu síðar. Það var þó dauði Bonhams sem gerði endanlega út af við sveitina, þar sem hljómsveitarmeðlimum fannst ógerlegt að finna mann í hans stað. ÞETTA GERÐIST 4. DESEMBER 1980 Led Zeppelin leggur upp laupana

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.