Fréttablaðið - 04.12.2014, Page 72

Fréttablaðið - 04.12.2014, Page 72
4. desember 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 60 HANDBOLTI Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson var í ítarlegu við- tali við þýska blaðið Kieler Nach- richten þar sem hann fór yfir árin sín hjá Kiel. Hann yfirgefur félagið þegar samningur hans rennur út í sumar og gengur í raðir ungverska stórliðsins Veszprem. Aron er á sínu sjötta tímabili hjá Kiel en hann kom til félags- ins nítján ára gamall. Hann flutti út beint frá heimili foreldranna í Hafnarfirði og fyrstu árin voru því lærdómsrík. „Hér þurfti ég að læra að standa á eigin fótum og sjá um allt sjálf- ur. Þess vegna var þetta rétt skref fyrir mig því hér lærði ég að verða sjálfstæður,“ sagði Aron og bætti við að árin hjá Kiel hafi einnig breytt honum sem leikmanni. „Hér lærði ég hugarfar sigur- vegarans,“ segir Aron og rifjar upp samtal sitt við Guðjón Val Sig- urðsson, þáverandi liðsfélaga sinn, eftir 29-26 tap gegn Rhein-Neckar Löwen. Liðin voru jöfn að stigum fyrir lokasprettinn í deildinni en Löwen með mun betri markatölu og auðveldari leikjadagskrá. Kiel stóð uppi sem Þýskalandsmeistari eftir ótrúlegar lokaumferðir. „Hann sagði að við yrðum ein- faldlega að vinna hvern einasta leik með fimmtán marka mun,“ sagði Aron sem svaraði honum um hæl: „OK. Þá gerum við það.“ Aron segir að sér þyki afar vænt um félagið en segir að það mikla álag sem fylgi því að spila með einu besta liði Þýskalands sé gríð- arlega mikið. „Stundum er ég ein- faldlega of þreyttur til að fara í bæjarferð til Hamborgar,“ sagði hann en leikmenn liðsins fá fáa frídaga meðan á tímabilinu stend- ur. Aron hefur þar að auki verið að glíma við meiðsli og því henti honum vel að halda til Ungverja- lands, þar sem álagið er minna. „En ég vildi semja við félag sem hugsaði á svipuðum nótum og Kiel,“ sagði Aron sem vildi ekki semja við annað lið í Þýskalandi. PSG og Veszprem hafi komið til greina en hann valdi síðari kost- inn. Aron segir að launamál hafi átt þátt í ákvörðun hans en hann vildi þó ekki fara nánar út í þá sálma í viðtalinu. Fram kemur þó í grein- inni að samkvæmt heimildum blaðsins fái Aron 25 þúsund evrur (3,8 milljónir) í mánaðarlaun en að Kiel hafi boðið honum 20 þúsund. Þar að auki mun félagið sjá um að útvega honum húsnæði og bíl en Kiel lætur leikmenn sína um að sjá um slíka hluti sjálfa. „Ég var spurður hvernig bíl ég vildi fá,“ sagði Aron og bætti við að honum væru tryggð laun út samningstímann þótt hann myndi meiðast. Í Þýskalandi taka trygg- ingabætur við þegar leikmenn verða fyrir alvarlegum meiðslum. „Það tekur mikið á taugarnar að vera sífellt að glíma við meiðsli,“ sagði Aron sem er einmitt fjarver- andi nú vegna meiðsla. - esá Stundum of þreyttur fyrir bæjarferð Aron Pálmarsson gerir upp árin hjá Kiel og ræðir um framtíðina hjá Veszprem. ÖFLUGUR Aron Pálmarsson er á meðal bestu leikstjórnenda heims þegar hann er heill heilsu. Það hefur hann marg- sýnt. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Aðalfundur Aðalfundur Landssamtaka Eldri Kylfinga, LEK, verður haldinn sunnudaginn 7. desember 2014 kl. 13.00 í GR Grafarholti. Venjuleg aðalfundastörf. Stjórnin. VALUR – STJARNAN Mfl. karla Í Vodafonehöllinni í kvöld kl. 19.30 Komdu að styðja strákana okkar! Áfram Valur! KÖRFUBOLTI „Það er bara snilld að þetta skuli fara svona vel af stað,“ sagði Helgi Rafn Viggósson, fyr- irliði Tindastólsliðsins sem hefur unnið sjö af átta fyrstu leikjum sínum í Dominos-deildinni eða alla leiki nema þann sem þurfti að framlengja á heimavelli Íslands- meistaranna í KR. Helgi Rafn spilaði með liðinu sem féll úr úrvalsdeildinni vorið 2013 en hann hélt tryggð við sitt lið þegar hann gat örugglega reynt fyrir sér hjá öðru liði. Höfðu gott af því að fara niður „Ég tók bara slaginn og þetta var það sem menn horfðu á. Það var mikið af guttum að koma upp og mikið af efnivið sem hefur sýnt sig. Við höfðum kannski gott af því að fara niður því þeir fengu reynslu og fengu að spila mikið,“ segir Helgi Rafn. Tindastólsliðið er byggt upp á tveimur kynslóðum heimamanna, ungra leikmanna sem eru að stíga sín fyrstu skref og reynslubolta sem hafa spilað í langan tíma. „Það er langt bil á milli elsta yngsta og yngsta elsta,“ segir Helgi Rafn í léttum tón. Ungir bak- verðir liðsins fengu mikla ábyrgð frá fyrsta leik en nær öll reynsla liðsins er „geymd“ inni í teig. Nú síðast tók Svavar Birgisson fram skóna á ný en hann á möguleika á því að verða stigahæsti leikmaður Tindastóls í úrvalsdeild og bæta met Vals Ingimundarsonar. Helgi segir það mjög jákvætt að ungu leikmennirnir fái spilatíma. „Maður hefur oft séð þegar það er verið að hleypa ungu leikmönnun- um inn á þegar tíminn er að verða búinn. Þjálfarinn hefur mikla trú á þeim og hleypir þeim inn á þótt leikurinn sé í járnum. Það er mjög skemmtilegt en með því fá Besta byrjun nýliða í 33 ár Tindastóll hefur unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum í Dominos-deild karla í körfubolta sem er besta byrjun nýliða frá 1981. „Nú er bara talað um körfubolta á Króknum,“ segir fyrirliðinn, Helgi Rafn Viggósson. GÓÐ RÁÐ Reynsluboltinn Helgi Freyr Margeirsson talar við hinn 18 ára gamla Viðar Ágústsson en á bak við þá sést þjálfarinn Israel Martin. FRÉTTABLAÐIÐ/ERN IR þeir sjálfstraust og þora í þetta,“ segir Helgi Rafn. Hinn 18 ára gamli Pétur Rúnar Birgisson er til dæmis mínútuhæsti leikmaður liðsins en hinn tvítugi Ingvi Rafn Ingvarsson og hinn 18 ára gamli Viðar Ágústsson eru báðir að spila yfir þrettán mínútur að meðaltali. Spáir í skrokknum á mönnum Israel Martin tók við liðinu fyrir tímabilið og það er ekki hægt að kvarta yfir árangrinum. „Menn eru mjög sáttir með nýja þjálfar- ann,“ segir Helgi Rafn en Bárð- ur Eyþórsson hætti með Stól- ana eftir að hafa komið þeim upp í vor. Martin sér um akadem- íuna á Króknum og þar eru allir ungu leikmenn liðsins hjá honum. „Strákarnir mæta hjá honum á morgnana og eru að græða mikið á því. Þeir eru að skjóta og lyfta hjá honum og það hjálpar þeim mikið. Hann þekkir þá orðið gríðarlega vel,“ segir Helgi Rafn. „Hann er mjög fær og spáir einnig mikið í mannskapinn hvort sem þú ert 38 ára gamall eða 19 ára. Hann spáir mikið í skrokknum á mönnum og hvort menn séu ekki í lagi. Þjálfarinn fylgist því mikið með manni,“ segir Helgi Rafn en allur bærinn brosir nú með liðinu. „Nú er bara talað um körfubolta á Króknum. Ég er stoppaður alls staðar þar sem ég kem og það er allt rætt,“ segir Helgi. „Það er góð blanda hjá okkur af leikmönnum, þjálfurum, stjórn og öllum í kringum þetta. Það þarf allt að hjálpast að þegar þetta er svona. Það er mikið af ferðalög- um og við leikmennirnir erum að fá frí úr vinnu til þess að kom- ast í útileikina. Þetta þarf allt að spila saman,“ segir Helgi og hann kvartar ekki undan öllum rútu- ferðunum. Aríur í rútunni „Það er fíflast og teknar aríur í rútunni, bæði á leiðinni heim og á leiðinni í leiki. Það er bara stemn- ing. Það þýðir ekkert annað en að létta sér lund,“ segir Helgi. Tindastól hefur nú tekist að jafna frábæra byrjun Framara frá haustinu 1981 þegar liðið vann sjö af fyrstu átta leikjum sínum. Engir nýliðar höfðu náð slíkri byrjun í 33 ár . Kolbeinn Kristinsson þjálfaði Fram þennan vetur en hann gerði þá nýliðana úr Safamýri meðal annars að bikarmeisturum. Með liðinu spilaði bandaríski bakvörð- urinn Val Bracey, sem er faðir Austin Magnúsar Bracey sem spil- ar nú með Snæfelli. Bracey skoraði 28,8 stig að meðaltali í leik. Miðherji liðsins var landsliðs- miðherjinn Símon Ólafsson, sem skoraði þennan vetur 19,8 stig að meðaltali í leik, og leikstjórnand- inn var Viðar Þorkelsson, sem valdi fljótlega fótboltann fram yfir körfuna. Ná þeir nýliðameti ÍR-inga? Tindastólsliðið hefur nú unnið fimm leiki í röð í Dominos-deild- inni en vantar enn fjóra sigra til að jafna met ÍR-liðsins frá 1994- 95. ÍR-ingar unnu þá níu leiki í röð sem er lengsta sigurganga nýliða í úrvalsdeildinni. Næstu leikir Stólanna eru á móti Snæfelli (heima í kvöld), Haukum (úti), Skallagrím (heima) og Stjörn- unni (heima, fyrsti leikur eftir jól). Þeir jafna metið með því að vinna þessa fjóra leiki og myndu þá geta bætt það á útivelli á móti Þór Þor- lákshöfn. Helgi er ekki með neinar yfir- lýsingar um markmið liðsins í vetur og talar bara um næsta leik. „Heimavallarréttur í úrslita- keppninni hljómar vel fyrir okkur á Króknum en hljómar kannski ekki eins vel fyrir liðin fyrir sunn- an. Þetta lítur vel út hjá okkur og þetta er líka frábært fyrir stuðn- ingsmennina því það er liðinn langur tími síðan við vorum við toppinn,“ segir Helgi Rafn. „Við erum að fara í hörku pró- gramm. Nú er bara að enda þenn- an mánuð vel og fara sáttir í jóla- fríið,“ sagði Helgi að lokum. ooj@frettabladid.is BESTU BYRJANIR NÝLIÐA Í SÖGU ÚRVALSDEILDAR KARLA Í KÖRFUBOLTA (FLESTIR SIGRAR Í FYRSTU ÁTTA LEIKJUNUM) SJÖ SIGRAR OG EITT TAP Tindastóll, 2014-15 Fram, 1981-82 SEX SIGRAR OG TVÖ TÖP Keflavík, 1982-83 FIMM SIGRAR OG ÞRJÚ TÖP Þór Þorl., 2011-12 Skallagrímur, 2004-05 Fjölnir, 2004-05 Hamar, 1999-2000 Snæfell, 1998-99 KÖRFUBOLTI Níunda umferð Dom- inos-deildar karla í körfubolta verður spiluð í heild sinni í kvöld. Suðurnesjastórveldin Keflavík og Grindavík eigast við í Sláturhúsinu í Reykjanesbæ í viðureign tveggja liða í vandræðum. Keflvíkingar eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð og eru um miðja deild með átta stig eftir átta leiki, en Grindjánar eru búnir að tapa fjórum leikjum í röð og verma tíunda sæti deildarinnar, aðeins búnir að vinna tvo leiki. Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson snýr aftur í Sláturhús- ið í kvöld í gulum búningi Grinda- víkur, en hann hefur unnið ófáa titlana með liði Keflavíkur. Þetta verður í fjórða skiptið sem hann spilar gegn uppeldisfé- lagi sínu á gamla heimavellinum, en þangað mætti hann þrívegis í grænum búningi Njarðvíkur 2009 og 2010 Magnús var í sigurliði í fyrsta sinn sem hann sneri aftur í TM- höllina, en tapaði svo tveimur næstu leikjum í deild og bikar með Njarðvík. Nú er bara spurn- ing hvort hann nái að vinna í gulu á gamla heimavellinum. - tom Gengur betur í gulu hjá Magga í Sláturhúsinu? TAPHRINA Magnús Þór og félagar hafa tapað fjórum í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.