Fréttablaðið - 04.12.2014, Side 76
4. desember 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 64
Rán Flygenring, teiknari gerði
óvenjulegt jóladagatal á dögunum.
Jóladagatalið ber nafnið Ekki pissa
í þig af spenningi og myndskreytti
Rán rúllu af klósettpappír.
„Þetta er sem sagt dagatal þar
sem maður rífur eitt snifsi af á dag.
Þetta virkar eins og venjulegt daga-
tal en er vonandi líka svona sparn-
aðarráð í desember. Á aðfangadag
getur maður svo alveg sleppt sér og
notað alla rúlluna,“ segir Rán.
„Á hverju snifsi er smá heilræði
eða jólateikning. Smá svona stemn-
ingsvekjandi,“ segir hún en
dagatalið er líka hugsað
sem jólaskraut fyrir bað-
herbergið.
Dagatalinu er einnig ætlað
að vekja fólk til umhugs-
unar um pappírssóun
enda á aðeins rífa í burtu
eitt snifsi á dag, líkt og að
opna einn glugga á dag á
hefðbundnari jóladagatölum.
Jóladagatalið er ekki í fram-
leiðslu enda um tækifærisgjöf
af hálfu Ránar að ræða. „Mér var
boðið í mat til vina minna og
við vorum ekki beðin um að
koma með neitt. Þá ákvað
ég að koma með dagatalið
sem gjöf,“ segir Rán.
Hvað framtíðina varð-
ar þá útilokar hún ekki
frekari framleiðslu á
dagatalinu. „Ef fólk er
æst þá er ég alveg að
hugsa um að splæsa í
fleiri og athuga framtíð-
armöguleika á framleiðslu.“
- gló
Bjó til jóladagatal úr klósettrúllu
Rán Flygenring, teiknari, myndskreytti klósettpappírsrúllu og bjó til stemningsvekjandi jóladagatal.
TEIKNARI Rán Flygenring gerði dagatal
úr klósettpappírsrúllu. MYND/SEBASTIANZIEGLER
Skipholt 50d • 105 Rvk • 553 5044 • gydjan.is
TAX
FREE
20% afsláttur
af öllum Guinot snyrtivörum
dagana 4, 5 og 6. Des.
Gildir ekki af jólatilboðum.
HLUSTUM!
Heyrnartól Maxell
Gildir frá 5.-7.desember
Vildarverð
kr 6.392
Verð áður
kr.7.990
„Það er dásamlegt að hugsa til
þess að ég gæti verið að anda
að mér sama lofti og hún,“ segir
Anna Margrét Gunnarsdóttir,
blaðamaður á Nýju lífi, Beyoncé-
danskennari og aðdáandi með
meiru. „Ég var líka að velta
fyrir mér hvað þau væru að gera
í bústaðnum, það er alltaf frekar
undarlegt dót í sumarbústöðum.
Ætli þau séu ekki að spila Fimb-
ulfamb eða lesa eldgamla lífs-
reynslusögu í Vikunni.“
Anna Margrét hefur haldið upp á
Beyoncé síðan á tímum Destiny‘s
Child. „Maður reyndi að gera
svona hálfar fléttur eins og voru
í Say My Name-myndbandinu.
Ég get ekki sagt að það hafi tek-
ist vel,“ segir hún, en því miður
hefur hún aldrei séð söngkonuna
á sviði. En hverjum heldur Anna
að þau hjónin bjóði í afmælið í
dag? „Sko, augljóslega Obama,
er það ekki? Þetta verður jafnvel
bara þriggja manna partí. Reynd-
ar held ég að það sé ömurlegt að
spila við hann, hann veit pottþétt
öll svörin,“ segir hún hress.
Karen Lind Tómasdóttir er
bloggari á Trendnet og gam-
all Beyoncé-aðdáandi. „Mér
finnst þetta magnað, en ég ætl-
aði ekki að trúa því fyrst,“ segir
hún. „Það er kannski asnalegt
að segja frá því, en ég vorkenni
þeim smá út af veðrinu, útsýnið
er miklu verra. Ég verð líka að
viðurkenna að ég hef verið að
hugsa til þeirra. Ég hef upplifað
Bláa lónið í roki og það er kvöl og
pína,“ segir hún.
Karen hefur haldið upp á söng-
konuna síðan í grunnskóla og
gerir enn. „Ég hef bara séð hana
einu sinni, sem er skammarlegt.
Við vinkonurnar fórum á tón-
leika í Manchester og það
dugði ekkert annað en dýr-
ustu miðarnir alveg upp
við sviðið. Maður grenj-
aði allan tímann, þetta var
ótrúleg upplifun,“ segir
Karen, en til að toppa allt
voru tónleikarnir teknir
upp og á mynddisk-
inum má
sjá Karen
og vinkonu
hennar
upp við
svið-
ið . En
eigum
við
eftir
að fá
að sjá
þau?
„Það
er svo
aug-
ljóst
að
það er
verið
að
villa
fyrir. Hún er ekki að setja neitt
á Instagram og á síðunni henn-
ar er látið líta út fyrir að hún
sé ægilega upptekin. Miðað við
hversu prívat hún er þá stórefast
ég um að við fáum að sjá þau,“
segir hún.
Stefán Sigurðsson nemi er
mikill aðdáandi Beyoncé.
„Ég er búinn að vera for-
fallinn aðdáandi Beyoncé Gis-
elle Knowles-Carter í áraraðir,
það besta sem hefur hent mig var
að sjá hana í Köben í maí 2013,“
segir hann. „Ég er vandræðalega
mikill aðdáandi. Alveg svona að
ég ætti ekkert að segja frá því
sem maður á þrítugsaldri,“ bætir
hann við. „Mér finnst geðveikt að
þau séu á Íslandi, vona að fólk sjái
sóma sinn í því að leyfa þeim að
vera í friði og njóta lands og þjóðar.
Við viljum ekki að mesta fagfólk
heims upplifi Ísland sem eitthvert
blindsker, yfirfullt af hálfvitum
sem elta saklaust fólk með snjall-
símann eða áhugaljósmyndara-
myndavélina sína á lofti því það
heldur að einhver fréttaveita í
útlöndum borgi milljón fyrir
mynd af hnakkanum á
Beyoncé í kraftgalla
að stíga inn í Range
Rover. Hættið
þessu bara. “
adda@frettabladid.is
Anda að sér sama loft i
og Beyoncé og Jay Z
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Beyoncé og Jay Z eru stödd á landinu til
að fagna 45 ára afmæli hans í dag. Fréttablaðið heyrði í aðdáendum hjónanna.
The Double Life of Véronique eftir
Krzysztof Kieslowski. Það er svo
ótrúlega falleg tónlist í myndinni
eftir Zbigniew Preisner.
Björk Viggósdóttir listakona
FIMMTUDAGSMYNDIN
Ætli þau
séu ekki að
spila Fimbul-
famb eða lesa
eldgamla
lífsreynslusögu
í Vikunni.
Anna Margrét
Gunnarsdóttir
Ég er
vandræðalega
mikill aðdáandi.
Alveg svona að
ég ætti ekkert
að segja frá því
sem maður á
þrítugsaldri.
Stefán Sigurðsson
Það er
kannski asna-
legt að segja frá
því, en ég
vorkenni þeim
smá út af
veðrinu, útsýnið
er miklu verra.
Karel Lind Tómasdóttir
➜ Beyoncé
og Jay Z
skoðuðu
Skógafoss
í gær en í
fyrradag
fóru þau í
Bláa lónið.
BEYONCÉ
OG JAY Z