Fréttablaðið - 13.12.2014, Page 60

Fréttablaðið - 13.12.2014, Page 60
FÓLK|HELGIN Hef gert döðlukonfekt frá því ég var krakki en hnetusúkkulaðikaramellurnar í nokkur ár. Þetta tvennt er uppáhaldi og tilheyrir jólaundirbúningnum hjá mér,“ segir Erla María Arnardóttir, verkefnastjóri hjá Eimskip. Sælgætið er þó ekki það eina sem Erla skellir í fyrir jólin. „Ég geri þrjár gerðir af konfekti, sörur og lag- köku og svo tvær til þrjár smákökusortir. Ég baka líka alltaf hrökkbrauð og geri chilli-sultu fyrir jólin, finnst það ómissandi með jólaostunum. Svo geri ég toblerone- eða rommkúluís til að hafa í eftirrétt á aðfangadag. Mér finnst skemmtilegt að búa þetta til og ennþá skemmtilegra að borða þetta. Krökkunum finnst líka mjög gaman að snúast í kringum mig á meðan og smakka,“ segir Erla. Hún byrjar yfirleitt í lok nóvember að baka til að geta notið kræsinganna á aðventunni. „Mér finnst ekki að banna eigi allt smakk fram að jólum og finna svo kannski fulla kökudunka í vorhreingerningunni, heldur bjóða gestum upp á konfekt og kökur alla aðventuna.“ Er þá ekki stöðugur gestagangur? „Mig grunar að fólk viti hverju það á von á hér,“ segir Erla sposk. „En ég fel reyndar hnetusúkku- laðikaramellurnar fyrir mig.“ Við fengum hana þó til að ljóstra upp uppskrift- inni. HNETUSÚKKULAÐIKARAMELLUR 100-150 g heilar möndlur 100 g pekanhnetukjarnar 150 g suðusúkkulaði 275 g sykur 125 g smjör 2 msk. ljóst síróp 2 msk. vatn Ögn af salti 1 tsk. vanilludropar ½ tsk. matarsódi ¼-½ tsk. Maldonsalt (eða eftir smekk) Möndlurnar og hneturnar eru saxaðar mjög gróft (sumar mega alveg vera heilar). Súkkul- aðið er líka saxað en smærra en hneturnar. Möndlum og hnetum er blandað saman og ca. helmingnum er stráð á bökunar- pappír (flöturinn rúmlega A4 blað). Sykur smjör, síróp, vatn og ögn af salti sett í pott, hitað að suðu og látið sjóða rösklega þar til hitinn er 150°C /302°F (hægt að nota sykur- eða kjöthitamæli) eða þar til karamellan myndar stökka þræði þegar ögn af henni er látin drjúpa úr teskeið í kalt vatn. Þá er potturinn tekinn strax af hitanum, vanilludropum og matarsóda hrært varlega saman við karamellumassann (hann gæti freytt töluvert) og síðan er honum hellt jafnt yfir hneturnar á bökunar- pappírnum. Súkkulaðinu stráð jafnt yfir karamelluna og látið bíða í fáeinar mínútur. Að lokum er afganginum af hnetu- blöndunni og ögn af salti stráð yfir. Látið kólna og svo skorið eða brotið niður eftir smekk. ■ heida@365.is FELUR UPPÁHALDS SÆLGÆTIÐ JÓLASÆLGÆTI Erla María Arnardóttir bakar duglega fyrir jólin og býr til sælgæti og konfekt. Hún á sér uppáhaldsjólasælgæti sem hún vill helst sitja ein að en við fengum hana þó til að deila með okkur uppskriftinni. UPPÁHALDS Erla María Arnardóttir er býður gestum upp á dýrindis smákökur og konfekt á aðventunni. Hnetusúkkulaðikaramellunum vill hún þó helst sitja ein að. MYND/GVA Þessa sandköku er tilvalið að baka um helgina þar sem hún er einföld og ágætis tilbreyting frá súkkulaðibitakökunum og konfektinu. Gott er að bera hana fram með þeyttum rjóma og berjum eða ávöxtum til að lífga upp á hana. 1 ½ bolli mjúkt smjör 230 g rjómaostur 3 bollar sykur 6 egg 2 tsk. vanillu- dropar 1 tsk. sítrónu- dropar 3 bollar hveiti ½ tsk. lyfti- duft ½ salt Hrærið saman smjör, rjómaost og sykur þar til létt og ljóst. Bætið við eggj- um, einu í einu, og hrærið vel eftir hvert þeirra. Bætið vanillu- og sítrónudropunum við. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti og bætið því svo við deigið og hrærið þar til allt er vel blandað saman. Hellið í smurt jólakökuform og bakið á 165°C í 75 til 90 mín- útur eða þar til miðjan er bökuð í gegn. Kælið kökuna í tíu mínútur áður en hún er tekin úr forminu. GÓMSÆT SANDKAKA Nú rétt fyrir jól er gott að taka sér smá hlé frá smákökuáti og bjóða upp á ljúffenga sandköku. GIRNILEG Sandkaka skreytt með ávöxt- um rennur ljúflega niður með kaffinu. Sjá fleiri myndir á FLOTT FYRIR JÓLIN 20% afsl. af kjólum og kápum Peysukápur áður 19.990 nú 12.990 Sparikjólar áður 24.990 nú 19.990 Kjólar áður 14.990 nú 11.990 Kjólar áður 19.990 nú 11.990
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.