Fréttablaðið - 13.12.2014, Page 86

Fréttablaðið - 13.12.2014, Page 86
FÓLK|HELGIN Hið manngerða jólatré sem flýtur á lóninu Rodrigo de Freitas í Ríó de Janeiro hefur verið reist árlega í desember frá því árið 1996 og er tendrun þess orðin þriðji stærsti ferðamannavið- burður borgarinnar á eftir kjötkveðjuhá- tíðinni og nýársgleðinni á Copacabana- ströndinni. Jólatréð er 85 metra hátt, vegur 542 tonn og er smíðað úr málmi. Stærsta tryggingarfélag Brasilíu sá um smíðina þetta árið en þemað í skreytingum trésins voru árstíðirnar fjórar. Um 3,1 milljón ljósa lýsa upp tréð sem breytir stöð- ugt um lit og skreytingar. Þannig er það skreytt laufum fyrir haustið, snjókornum fyrir veturinn, blómum til að endurspegla vorið og gullborðum sem eiga að tákna sumarið. Við afhjúpun trésins á dögunum var haldin gríðarmikil flugeldasýning sem um hundrað þúsund manns mættu til að horfa á. Búist er við að yfir milljón manns muni líta mannvirkið augum áður en ljós þess verða slökkt á þrettándanum, þann 6. janúar. Heimsmetabók Guinnes hefur skráð jóla- tréð í Ríó sem stærsta fljótandi jólatré heims. Til samanburðar má nefna að jólatréð fræga í Rockefeller Centre í New York er 22,5 metrar að hæð og er skreytt 30 þúsund ljósum. Þess má þó geta að það tré er ekta grenitré. STÆRSTA FLJÓTANDI JÓLATRÉ HEIMS LJÓSAFLÓÐ Yfir hundrað þúsund manns fylgdust með í byrjun mánaðarins þegar kveikt var á risastóru jólatré á Rodrigo de Freitas- lóninu í Ríó de Janeiro í Brasilíu. Viðburðurinn er orðinn þriðji stærsti ferðamannaviðburður borgarinnar. SKRAUTLEGT Jólatréð í Ríó de Janeiro er 85 metra hátt, smíðað úr málmi og vegur 542 tonn. Þemað í skreytingunum í ár voru árstíðirnar fjórar. NORDICPHOTOS/AFP Íslendingar tengja meðal annars hangikjöt, hamborgarhrygg, laufa- brauð og malt og appelsín við jólin. Aðrar þjóðir hafa sína eigin hefðir þegar kemur að mat og drykk yfir jólahátíðina. Dæmigerður jólamatur í Tékklandi er fiski- eða baunasúpa ásamt steiktum fiski, þá yfirleitt vatnakarfa. Fiskurinn er borinn fram með kartöflusalati sem yfirleitt er útbúið deginum áður svo það bragðist enn betur. Stollen-jólakakan hefur verið fastur hluti jólahalds Þjóðverja frá 15. öld. Hún inniheldur meðal annars þurrkaða ávexti, rús- ínur, valhnetur, möndlur og ýmis krydd eins og kardimommur og kanil auk þess að vera þakin flórsykri. Ríkulega skreytt piparkökuhús eru einnig algeng á heimilum Þjóðverja yfir jólahátíðina. Ungverjar borða gjarnan ýmsar útgáfur af fiskisúpum og fylltir kálbögglar eru vinsælir á borðum landsmanna. Þeir innihalda gjarnan kjöt, grænmeti, grjón og ýmis krydd. Það er sumar hjá nágrönnunum í Ástralíu og Nýja-Sjálandi um jólin. Þar grilla margir sjávarrétti, pylsur og kjúkling yfir jólin og vegna hitans snæða landsmenn gjarnan kalkún og svínakjöt kalt og þá gjarnan með trönuberjasósu, salati og ristuðu grænmeti. Frændur okkar Norðmenn bera gjarnan ákavíti á borð yfir jólin með ýmsum bragðteg- undum. Gufusoðnar eða steiktar jólapylsur eru mikið borðaðar en þær eru gjarnan bragðbættar með þurrkuðum engifer, negul, sinnepsfræjum og múskati. ÓLÍKUR JÓLAMATUR Öll lönd eiga sínar hefðir þegar kemur að jólamat. SÍGILDUR RÉTTUR Stollen-jólakakan hefur lengi verið hluti jólahald Þjóðverja. UNGVERSKT Fylltir kálbögglar sjást gjarnan á borðum Ungverja yfir jólin. ÓLÍKAR BRAGÐTEGUNDIR Ákavítið er alltaf jafn vinsælt í Noregi. JÓLA VERÐ- SPRENGJAN ER HAFIN! 50% Grensásvegi 8 - Sími 553 7300 Opið mán-fim 12–18, fös 12–19, lau 12–17 PEYSUR, BUXUR, BOLIR, LEGGINGS, TOPPAR, KJÓLAR, SKYRTUR, TÖSKUR, SKART OG FLEIRA AFSLÁTTUR AF ÖLLUM FATNAÐI GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ, GERÐU DÚNDUR KAUP FYRIR JÓLIN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.