Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2012, Blaðsíða 13
Erlent 13
Í DAG KL. 14:00
Hanna Birna svarar spurningum
þínum á Beinni línu á DV.is.
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
á Beinni línu DV.is
n Stephen Gough neitar að klæða sig n Hefur hlotið 18 fangelsisdóma
S
triplingurinn Stephen Gough
hefur eytt meira en sex árum
ævi sinnar á bak við lás og slá
vegna þess að hann neitar að
klæða sig og hylja þannig nekt sína.
Yfirvöld hafa gefið út að þau vilji alls
ekki hafa hann í fangelsi en þau séu
nauðbeygð til að fylgja lögum. Gough
lætur laganna bókstaf ekki beygja sig
til hlýðni.
Gough, eða The Naked Rambler
eins og hann er kallaður í breskum
fjölmiðlum, hefur nú verið sleppt úr
fangelsi eftir að hafa hlotið dóm fyrir
að striplast á almannafæri. Hann hef-
ur raunar 18 sinnum verið sakfelld-
ur fyrir slíkt og hefur næstum setið
samfellt í fangelsi frá því í maí 2006.
Í þau skipti sem honum hefur ver-
ið sleppt hefur hann neitað að klæða
sig og gengið berrassaður úr fangels-
inu og út á götu. Þá hefur hann verið
handtekinn á nýjan leik og í kjölfar-
ið dæmdur. Hann hefur til að mynda
verið dæmdur fyrir að vanvirða rétt-
inn og lögreglustjórann með því að
hylja ekki nekt sína.
Vill ganga yfir Bretland
Hann hefur tvisvar reynt að ganga
nakinn endilangt yfir Bretland – en
var þó í bæði skiptin í skóm, sokkum
og með bakpoka auk þess sem hann
gekk með hatt. Þær ferðir hans hafa
tekið marga mánuði enda hefur hann
á ferðum sínum margsinnis þurft að
svara til saka. Hann hefur bæði komist
í kast við laganna verði í Englandi en
viðkvæðið í Skotlandi hefur þó verið
honum öllu erfiðara. Þar í landi deil-
ir lögreglan því sjónarmiði með dóm-
stólum að nekt á almannafæri sé brot
á allsherjarreglu og almannafriði.
Yfirvöld í Skotlandi eru orðin þreytt
á vítahringnum sem hefur kostað rík-
ið milljónir á milljónir ofan. Ítrekaður
málarekstur er dýr auk þess sem fang-
elsisvistin hefur reynst afar kostnað-
arsöm. Þannig vill enginn deila rými
með Gough, sem brýtur reglur fang-
elsisins með því að neita að klæða sig.
Hann hefur því þurft á sérúrræðum að
halda. Saksóknarinn í málinu benti í
viðtali við BBC á að yfirvöld hafi reynt
allt til að koma í veg fyrir að hann
brjóti lögin. Í eitt skiptið hafi honum
verið leyft að ganga heim til sín nak-
inn – með þau skilaboð í farteskinu
að hann ætti að sýna samborgurum
sínum tillitssemi. Þremur dögum síð-
ar hafi hann aftur verið kominn á bak
við lás og slá. Hann hafi gengið fram
hjá börnum að leik á leikvelli. Þau hafi
orðið skelkuð og foreldrunum hafi
einnig brugðið.
Handtekinn á leið heim
Lögreglustjórinn James Williamson
lýsir framferði Gough sem sjálfselsku
og hroka. Hann geri í því að reyna að
ögra fólki með nekt sinni og hafi engan
áhuga á því að miðla málum. BBC
bendir á að í maí 2006 hafi hann ver-
ið í farþegaflugi á milli Southampton
og Edinborgar. Í miðju flugi hafi hann
farið á klósettið, afklæðst, og komið
fram nakinn. Síðan þá hafi hann verið
í fangelsi, með örstuttum hléum, sem
taka yfirleitt enda á þann hátt að hann
er handsamaður á leið sinni frá fang-
elsinu – nakinn.
Sjálfur er Gough á því að hann hafi
allan rétt á því að vera berrassaður.
„Mannslíkaminn er ekki dónalegur“,
sagði hann í mars 2012. Það væri ein-
faldlega ekki rökrétt að líta svo á, seg-
ir Gough. Hann segist staðráðinn í því
að reyna að ganga endilangt yfir Bret-
land án þess að vera stöðvaður.
Andrew Welch er auglýsingastjóri
British Naturism. Hann segir að eng-
um hafi hingað til tekist að sýna fram
á að nekt skaði þá sem hana aug-
um berji. Raunar sé spéhræðsla mik-
ið vandamál sem hafi skaðleg áhrif á
sjálfsmynd fólks, sérstaklega barna og
unglinga. Þessari skoðun deilir sak-
sóknarinn í málinu ekki og segir að
um leið og hegðun særi blygðunar-
kennd annarra sé hún orðið vanda-
mál gerandans.
Vítahringur
Málið er í miklum hnút og raunar veit
enginn hvernig rjúfa á vítahringinn.
Gough hefur hafnað allri sálfræðihjálp
en situr fastur við sinn keip. Ein hug-
myndin sem Skotar ræða er að senda
hann til Englands og flytja vandamálið
þangað. John Scott, stjórnarformaður
Howard League for Penal Reform sem
eru samtök sem berjast fyrir betri úr-
ræðum fyrir afbrotamenn í Skotlandi,
kallar eftir því að skosk yfirvöld líti fram
hjá brotunum. Vissulega sé hættulegt
að gefa það fordæmi að aðhafast ekk-
ert þegar striplingar eiga í hlut en Scott
hefur ekki trú á því að fleiri muni leika
sama leik. „Yfirvöld þurfa að slaka á og
átta sig á því að hann er ekki að skaða
neinn með framferði sínu. Með sama
áframhaldi verður hann í fangelsi þar
til hann verður orðinn of gamall eða
veikburða til að klæða sig. Það væri
ekki skynsamleg leið að fara.“ n
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Sex ár í fang-
elSi fyrir að
StriplaSt
Á göngu
Gough á sér
þann draum að
ganga óáreittur
yfir Bretland –
nakinn.
„Yfirvöld þurfa að slaka
á og átta sig á því að
hann er ekki að skaða neinn
Miðvikudagur 10. október 2012
n „Ruslakista“ bandarískrar kvikmyndagerðar gerir það gott – fjárhagslega