Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2015, Side 25

Ægir - 01.04.2015, Side 25
25 „Venus er stórt og mikið skip sem útaf fyrir sig er mikil breyt- ing fyrir okkur en mesta bylt- ingin er fólgin í vinnuaðstöðu og aðbúnaði áhafnarinnar,“ segir Guðlaugur Jónsson, skip- stjóri á Venusi NS. Skipið reynd- ist hið besta á heimsiglingunni frá Tyrklandi og fengu skipverj- arnir m.a. að kynnast því í stíf- um 25 metra mótvindi við Portúgal og tilheyrandi öldu- hæð. Guðlaugur segir að í reynslutúrum í Tyrklandi hafi skipið náð mestum gagnhraða um 18 hnútum en alla jafna gengur það 14 hnúta á sigl- ingu. Hann segir hönnun skips- ins gera að verkum að það sé létt í siglingu fulllestað. „Mesta breytingin frá því sem við erum vanir felst í því að á flottrollsveiðum er aflanum dælt úr pokanum við skutinn í stað þess að hann sé tekinn fram með síðunni á skipinu til að dæla úr. Kælingin er líka tvö- föld á við það sem við vorum með á Ingunni og það skiptir auðvitað líka mjög miklu máli. Og loks er mikilsvert að vera með alla vinnuaðstöðuna á einu dekki og að menn eru komnir upp úr sjónum og í gott skjól við sína vinnu,“ segir Guð- jón en hann hefur verið skip- stjóri á Ingunni allt frá því skipið kom til HB Granda. „Við byrjum á kolmunnan- um og vonandi náum við að fá reynslu á skipið og sjá allt virka eins og það á að gera. Því næst tekur makríllinn við,“ segir hann. Guðjón Jónsson, skipstjóri, í brúnni á Venusi. Vinnuaðstaðan mesta byltingin - segir Guðjón Jónsson, skipstjóri Allt það nýjasta í stjórnbúnaði, fiskileitar- og fjarskiptatækni skipa er að finna í Venusi. Setustofa í brú skipsins.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.