Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2015, Side 42

Ægir - 01.04.2015, Side 42
42 hæft nám í Marel búnaði á vor- önn. Hlutverk grunnámsins er að byggja upp bakgrunn nema til að þeir eigi auðveldara með að tileinka sér tæknilegt efni sem kennt er nær eingöngu á Marel tæki og hugbúnað í húsakynnum Marel. Kennt er í lotum þar sem farið er í ákveðna tækjaflokka, svo sem framleiðsluhugbúnað, vogir, snyrtilínur, skurðarvélar og fleira. Í lok annarinnar er farið í vinnustaðagreiningar og lagt fyrir lokaverkefni sem felst í að greina vinnsluferli valdra fisk- vinnslufyrirtækja með það að markmiði að auka afköst, gæði og skilvirkni. Að loknu námi hafa menn góða innsýn í virkni tækja og hugbúnaðar í fiskvinnslu og geta sinnt ákveðnu fyrirbyggj- andi viðhaldi ásamt því að geta sett upp einfalda staðlaða vinnslulykla í helstu Marel tækj- um. Úr Marel vinnslutækni út- skrifuðust að þessu sinni 8 nemendur og koma þeir frá ýmsum stöðum á landinu; Reykjavík, Vestmannaeyjum, Sandgerði, Akranesi og Grinda- vík. „Það var glaðhlakkalegur hópur sem tók við prófskírtein- um og minjagrip um námið í húsakynnum Marel ásamt sín- um nánustu. Námið gefur þess- um nemendum góða mögu- leika á að bæta enn frekar við sig þekkingu og þar með aukna möguleika á vinnumarkaðnum. Innritun fyrir næsta vetur er þegar hafin hjá Fisktækniskóla Íslands en hámarksfjöldi verður takmarkaður við 12 einstak- linga,“ segir í tilkynningu frá Fisktækniskólanum. Fisktækni hagnýtt nám Nú síðla maímánðar útskrifaði Fisktækniskólinn einnig hóp nemenda úr grunnnámi Fisk- tækna. Námið er hagnýtt tveggja ára nám sem byggt er þannig upp að önnur hver önn er í skóla og hin á vinnustað. Nemendur geta valið sér náms- leiðir í sjómennsku, fiskvinnslu og fiskeldi. Verkefni og vinnu- staðir eru valdir með hliðsjón af áhuga hvers og eins. Á fisk- vinnslulínu læra nemendur um meðferð fisks, gæðakerfi, um vélar (td. Baader, Marel), tæki og búnað sem notaður er til að hámarka gæði og verðmæti fisks. Í sjómennskulínunni er kennd vélavarsla, aflameðferð, veiðitækni, sjóvinna og rekstur. Á fiskeldislínu sérhæfa nem- endur sig til almennra starfa í fiskeldi eða búa sig undir frek- ara nám hérlendis eða við sam- starfsskóla Fisktækniskólans, m.a. í Noregi. Fisktæknar útskrifuðust nú síðla maímánaðar eftir tveggja ára nám.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.