Ægir - 01.06.2015, Blaðsíða 21
21
undanfarin ár en eftirtektarvert er að öll eru þau nú með lægra hlut-
fall af heildarúthlutun í þorskígildum en á síðasta fiskveiðiári. Það er
því ekki fyrr en í 5. sæti á þessum lista sem er að finna fyrirtæki sem
eykur hlutfall sitt í þorskígildum milli fiskveiðiára en það er Vinnslu-
stöðin hf. með 4,28% nú. Sömu sögu er að segja um Vísi hf. sem
næst kemur en þessi fyrirtæki höfðu sætaskipti og færðust bæði
upp fyrir Brim hf. sem nú er með 4,13% af heildinni en var með
4,51% áður.
Listi yfir 10 kvótahæstu fyrirtækin er þannig:
Þorskígildi kg. Hlutfall
HB Grandi hf. 38.661.511 10,12%
Samherji Ísland ehf. 22.677.194 5,94%
Þorbjörn hf. 21.126.073 5,53%
FISK-Seafood ehf. 18.269.236 4,78%
Vinnslustöðin hf. 16.363.863 4,28%
Vísir hf. 15.890.056 4,16%
Brim hf. 15.788.408 4,13%
Rammi hf. 15.101.297 3,95%
Skinney-Þinganes hf. 14.168.185 3,71%
Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. 12.072.931 3,16%
Þrjár verstöðvar afgerandi
Líkt og undanfarin ár eru þrjár heimahafnir afgerandi kvótahæstar,
þ.e. Reykjavík, Grindavík og Vestmannaeyjar. Mest fer til skipa með
heimahöfn í Reykjavík eða 12,4% af heildinni samanborið við 12,9%
í fyrra. Næstmest fer nú til Grindavíkur, eða 11,4% af heildinni sem
er aukning um eitt prósentustig frá fyrra ári. Skip með heimahöfn í
Vestmannaeyjum ráða nú fyrir 9,9% úthlutunarinnar, en það felur í
sér 0,6%-stiga samdrátt frá fyrra ári.
Fiskistofa bendir á að þegar úthlutanir eru skoðaðar út frá hverri
höfn fyrir sig þá breytist úthlutun í flestum tilvikum eitthvað og
það megi rekja til breytinga á þorskígildisstuðlum sem og tilfærslu
aflahlutdeilda á milli skipa með ólíka heimahöfn.
Listi yfir 10 kvótamestu verstöðvarnar er þannig:
Þorskígildi Hlutfall
Reykjavík 45.848.343 12,4%
Grindavík 42.014.608 11,4%
Vestmannaeyjar 36.315.688 9,9%
Akureyri 20.739.581 5,6%
Akranes 18.528.028 5,0%
Rif 14.383.542 3,9%
Hornafjörður 14.366.483 3,9%
Sauðárkrókur 12.101.997 3,3%
Garður 11.470.584 3,1%
Dalvík 11.117.908 3,0%
Norðlensku togararnir stórir í þorskinum
Líkt og áður segir eru hvað mikilverðustu tíðindin í úthlutun á fisk-
veiðiárinu að aflaheimildir aukast nokkuð í þorski. Sem fyrr er skut-
togarinn Kaldbakur EA 1 á Akureyri með mestar heimildir í þorskin-
um, nú með rúmlega 6900 tonn. Skuttogarar raða sér í fyrstu 8 sæt-
in af þeim 10 sem mestar heimildir hafa í þorski. Því næst koma
línuskipin Þorlákur ÍS, Anna EA og Tjaldur SH. Sömu skip eru á þess-
um lista og voru á síðasta fiskveiðiári og röðin óbreytt í fyrstu sjö
sætunum. |
www.isfell.is
Sjófatnaður
Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:
• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28
• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19
• Ísnet Húsavík - Barðahúsi
• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi
• Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1
• Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1
• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður -
Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
T 7/1
1200 wött
7 ltr. tankur
Gólfhaus
CV 48/2
Ryksuga með bursta
1200 wött
5,5 ltr. tankur
CV 38/2
Ryksuga með bursta
1150 wött
5,5 ltr. tankur Ryksugur
Fyrir heimilið og vinnustaðinn
Margir aukahlutir
fáanlegir
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is
K Ä R C H E R S Ö L U M E N N
V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð
T 10/1
1250 wött
10 ltr. tankur
Margir fylgihlutir
Gólfhaus
T 12/1
1300 wött
12 ltr. tankur
Sérlega hljóðlát
Margir fylgihlutir
Gólfhaus