Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2015, Blaðsíða 56

Ægir - 01.06.2015, Blaðsíða 56
56 cillation“ eða AMO. Svokallaður AMO-vísir, metinn á grundvelli frávika í yfirborðshita, sýnir köld tímabil (neikvætt AMO) á ára- bilinu 1900-1925 og 1965-1995 og síðan hlý tímabil (jákvætt AMO) frá um 1850-1890, 1925- 1965 og frá 1995 fram til dags- ins í dag. Þetta er talið benda til áratuga náttúrulegrar sveiflu sem tekur um 60-80 ár milli kaldra og heitra tímabila. Í ljósi víðáttumikillar út- breiðslu makríls í Norður-Atl- antshafi og hve næmur hann virðist vera fyrir hitastigi sjávar er áhugavert að skoða að hve miklu leyti komur á Íslandsmið tengjast víðtækum hitabreyt- ingum eins og AMO-sveiflunni (10. mynd). Glöggt má sjá að sögulegar upplýsingar um makríl hér við land samsvara í stórum dráttum jákvæðu bylgj- unni í AMO-sveiflunni og bend- ir það til þess að á hlýindatíma- bilum í Norður Atlantshafi auk- ist útbreiðsla makrílstofnsins til norðurs. Á köldum tímabilum, þ.e. þegar hitafrávikið er nei- kvætt eru nokkur ár þar sem makríll hefur sést hér við land en þau eru yfirleitt stök og fátíð. Í Norðaustur-Atlantshafi heldur makríllinn sig einkum við yfirborð á svæðum þar sem hitastig er um og yfir 8°C á vor- in, sumrin og haustin. Á haf- svæðinu umhverfis Ísland hefur sumarhiti í efstu 50 m suður og vestur af landinu að jafnaði far- ið yfir 8°C síðastliðin 40 ár. Und- an norðurströndinni var það hins vegar ekki fyrr en árin 2003 og 2004 sem hiti um og yfir 8°C fór að mælast. Þó að yfirborðs- hiti í sjónum við landið hafi hækkað nær stöðugt síðan 1996 virðist ekki vera um að ræða neina markverða hita- breytingu árið 2007 en þá varð veruleg breyting á útbreiðslu og magni makríls hér við land. Það bendir til þess að þó að hitastig skipti miklu í að ákvarða útbreiðsluna þá ræðst hún endanlega af samspili margra þátta. Fyrir austan Ísland og í Nor- egshafi er makríll að hluta að nýta sömu fæðutegundir og kolmunni og síld. Bent hefur verið á að á sama tíma og heild- arlífmassi uppsjávarfiska í Nor- egshafi tók að aukast fyrir nokkrum árum minnkaði líf- massi dýrasvifs stöðugt. Í þessu samhengi var því velt upp hvort uppsjávarfiskistofnarnir væru orðnir það stórir að vist- kerfið bæri þá ekki. Á land- grunninu fyrir austan Ísland er átumagn almennt minna en í Noregshafi. Hér við land hefur það hins vegar ekki minnkað á sama hátt og í Noregshafi á seinustu árum. Þannig geta hugsanlega slæm fæðuskilyrði á hefðbundinni fæðuslóð makr- ílsins sem og góð fæðuskilyrði á Íslandsmiðum hafa stuðlað að göngum makríls lengra vestur og norður á bóginn hin síðari ár. Þekkt er hjá uppsjávarfisk- um, svo sem síld, að sterkir ár- gangar geti, nánast án fyrirvara, tekið upp nýtt eða breytt göngumynstur og síðan fylgja árgangar sem eftir koma hinu nýja mynstri. Sterkur makrílár- gangur frá árinu 2002 var áber- andi í stofninum árið 2007 og nam hann það ár um 27% af afl- anum innan íslensku lögsög- unnar. Sem fimm ára fiskur kann þessi sterki árgangur sam- fara öðrum þáttum að hafa stuðlað að aukinni útbreiðslu makrílstofnsins norður og vest- ur á bóginn. Hvort sífelld aukn- ing í útbreiðslu makríls árin þar á eftir hafi verið afleiðing auk- innar stofnstærðar og þá þörf fyrir og/eða uppgötvun og lær- dómur um stærra beitarsvæði með kjörhitastigi er ekki hægt að slá neinu föstu um. Niðurstöður rannsókna á hrygningu makríls árin 2010 og 2013 sýna að hrygningarsvæði hans hefur breiðst út vestur og norður á bóginn og að því að talið er vegna hærri sjávarhita. Slíkar breytingar geta svo haft áhrif á útbreiðslu fullorðna fisks- ins síðar meir. Almennt er það svo að stærsti makríllinn fer í lengstu fæðugöngurnar norður og vestur á bóginn og sá fiskur sem veiðst hefur á Íslandsmið- um er nær eingöngu fullorðinn fiskur. Á hinn bóginn fékkst makríll á fyrsta ári (19-22 cm) á mörgum stöðvum suðaustur, suður og suðvestur af landinu í togararalli haustið 2010. Enn- fremur veiddist makríll á öðru ári suðaustur og suður af land- inu í vorralli 2011 sem aftur benti til þess að ungfiskur hafi haldið sig á Íslandsmiðum yfir vetrartímann. Það að makríll á 1. og 2. ári haldi sig við Ísland að vetri til er að öllum líkindum af- leiðing norðlægari og vestlæg- ari hrygningar á seinustu árum. Að lokum Sú spurning er áleitin hvort makríll sé kominn til að vera á Íslandsmiðum en við henni eru ekki einhlýt svör. Því ráða marg- ir samverkandi þættir og þar skipta líklegast mestu máli sjáv- arhiti, stærð stofnsins og ástand átustofna á beitarsvæðum hans. Meðan sjávarhiti helst hár má búast við áframhaldandi komum makríls í íslenska lög- sögu en lækki hiti, og eins ef stofninn minnkar, þá má telja líklegt að það dragi úr göngum vestur og norður á bóginn. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Íslendinga og því mikilvægt að fylgjast áfram vel með magni og útbreiðslu makríls sem og öllum umhverfisaðstæðum í þeim tilgangi að skilja betur hvernig samverkun umhverfis og stofns ræður göngum. Helstu heimildir Anon. 2014. Nytjastofnar sjávar2013/14. Afla- horfur fiskveiðiárið 2014/15. Hafrannsóknir, 176. 188 bls. Gunnar Jónsson, Jónbjörn Pálsson. 2013. Ís- lenskir fiskar. Mál og menning, Reykjavík. 493 bls. Hanna, E., Trausti Jónsson, Jón Ólafsson, Héð- inn Valdimarsson. 2006. Icelandic coastal sea surface temperature records construc- ted: putting the pulse on air-sea-climate int- eractions in the northern North Atlantic. 1. Comparison with HadISST1 open ocean sur- face temperatures and preliminary analysis of long-term patterns and anomalies of SST around Iceland. Journal of Climate, 19: 5652–5666. Héðinn Valdimarsson, Ólafur S. Ástþórsson, Jónbjörn Pálsson. 2012. Hydrographic vari- ability in Icelandic waters during recent decades and related changes in distribution of some fish species. ICES Journal of Marine Science, 69: 816–825. Iversen, S. A. 2004. Mackerel and horse macke- rel. Í The Norwegian Sea Ecosystem, bls. 289–300. Ritstj. H. R. Skjoldal. Tapir Academ- ic Press, Trondheim. 559 bls. Ólafur S. Ástþórsson, Ástþór Gíslason, Stein- grímur Jónsson. 2007. Climate variability and the Icelandic marine ecosystem. Deep Sea Research II,54: 2456–2477. Ólafur S. Ástþórsson, Héðinn Valdimarsson, Ásta Guðmundsdóttir, Guðmundur J. Ósk- arsson. 2012. Climate-related variations in the occurrence and distribution of mackerel (Scomber scombrus) in Icelandic waters. ICES Journal of Marine Science, 69: 1289- 1297. Ólafur S. Ástþórsson, Þorsteinn Sigurðsson, Sveinn Sveinbjörnsson. 2010a. Makríll í Norðaustur Atlantshafi og við Ísland. Ægir, 101: 16–18. Ólafur S. Ástþórsson, Þorsteinn Sigurðsson, Sveinn Sveinbjörnsson. 2010b. Makríll á Ís- landsmiðum. Hafrannsóknir, 152: 25–32. Nøttestad, L., Salthaug, A., Johansen, G.O., Ant- honypillai, V., Tangen, Ø., Utne, K.R., Sveinn Sveinbjörnsson, Guðmundur J. Óskarsson, Sigurður Þ. Jónsson, Debes, H., Mortensen, E., Smith, L., Anna Ólafsdóttir, Jacobsen, J.A. 2014. Cruise report from the coordinated ecosystem survey (IESSNS) with M/V Brenn- holm, M/V Vendla; M/V Finnur Fríði and R/V Arni Fridriksson in the Norwegian Sea and surrounding waters, 2 July - 12 August 2014. Skýrsla til ICES Working Group on Widely Distributed Stocks (WGWIDE), Copenhagen. 49 bls. Unnsteinn Stefánsson. 1999. Hafið. Háskólaút- gáfan, Reykjavík. 480 bls. 10. mynd. Sveifla yfirborðshita í Norður Atlantshafi (AMO, gögn frá http://www.esrl.nooa.gov/psd/data/cor- relation/amon.us.long.data) og komur makríls á Íslandsmið. Rauður litur táknar jákvætt hitafrávik og blár neikvætt. Svört þverstrik gefa til kynna ár þar sem vitað er með vissu af makríl við Ísland. 1900 1920 1940 1960 1980 2000 −0 .4 −0 .2 0. 0 0. 2 0. 4 Ár AM O frá vik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.