Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2015, Blaðsíða 51

Ægir - 01.06.2015, Blaðsíða 51
51 Með aukinni tækjavæðingu eru margar fiskvinnslur búnar full- komnum vinnslulínum, tækjum og hugbúnaði til framleiðslu- stýringar. Marel og Fisktækni- skóli Íslands hófu samstarf um nýtt eins árs nám, Marel vinnslutækni, haustið 2014 sem lauk nú á vordögum með útskrift níu Marel vinnslu- tækna. Fyrirkomulag námsins og áherslur voru unnar í nánu samstarfi við fiskvinnslufyrir- tæki. Náminu var skipt upp í fagbóklegar greinar og verk- nám sem fór fram bæði á vinnustað og hjá Marel í Garða- bæ. Kennt var í lotum og voru tvær þriggja daga lotur í mán- uði og var reynt að aðlaga lot- urnar vinnslunum. Samstarf Fisktækniskólans og Marel heldur áfram á þessu sviði og standa nú yfir skráningar í námið fyrir vorönn 2016. Markmiðið er að þátttakend- ur tileinki sér flesta þá megin- þætti er snúa að tækja- og hug- búnaði frá Marel. Lögð er áhersla á undirstöðuatriði í notkun tækja og búnaðar, bæði hvað varðar eftirlit og umsjón með búnaðinum og þeim kerf- um sem stýra honum. Veiga- mikill þáttur námsins er að fara yfir þær kröfur sem fiskvinnslu- fyrirtæki gera til að ná hámarks afköstum og nýtingu út úr hverju tæki fyrir sig. Ávinningi fyrirtækja má lýsa á þann hátt, að með sérhæfð- um starfsmanni eins og Marel vinnslutækni, sem getur ráðið við allflest þau vandamál sem upp kunna að koma á staðnum, má koma í veg fyrir að senda þurfi sérfræðing frá Marel á vettvang. Á þann hátt má spara kostnaðarsama vinnslustöðvun og tafir á framleiðslunni. Öll stopp sem upp kunna að koma og vara í stuttan eða lengri tíma hafa áhrif á afköst og þar með auka kostnað fyrir vinnsluna. Með Marel vinnslutækni sem starfsmann í fyrirtæki má auka öryggi og auðvelda samskipti milli starfsmanna í þjónustu Marels og viðkomandi vinnslu, þar sem þeir tala þá sama mál. Síðast en ekki síst þá dregur gott fyrirbyggjandi viðhald úr hugsanlegri vinnslustöðvun sem bætir afkomu fyrirtækja. Nemendur í Marel vinnslu- tækni komu víðsvegar að af landinu í þetta nám, ýmist beint úr fiskvinnslunámi frá Fisktækniskóla Íslands eða voru starfandi í fiskvinnslum, oftast sem verkstjórar eða vélstjórar eða eftir aðstæðum á hverjum stað. N á m sleiðir Fisktækniskóli Íslands: Nýtt og spennandi starfs- nám í sjávarútvegi Með nýju námi Fisktækniskólans og Marels eru nemendur sérmenntaðir í tæknibúnaði Marels í fiskvinnslunum og öðlast þannig þekkingu til bestu nýtingar á þeim kerfum sem hann býður uppá, jafnframt því að geta brugðist rétt við ef eitthvað ber út af. Framhald verður á samstarfi þessara aðila um nám í Marel vinnslutækni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.