Ægir - 01.06.2015, Blaðsíða 51
51
Með aukinni tækjavæðingu eru
margar fiskvinnslur búnar full-
komnum vinnslulínum, tækjum
og hugbúnaði til framleiðslu-
stýringar. Marel og Fisktækni-
skóli Íslands hófu samstarf um
nýtt eins árs nám, Marel
vinnslutækni, haustið 2014
sem lauk nú á vordögum með
útskrift níu Marel vinnslu-
tækna. Fyrirkomulag námsins
og áherslur voru unnar í nánu
samstarfi við fiskvinnslufyrir-
tæki. Náminu var skipt upp í
fagbóklegar greinar og verk-
nám sem fór fram bæði á
vinnustað og hjá Marel í Garða-
bæ. Kennt var í lotum og voru
tvær þriggja daga lotur í mán-
uði og var reynt að aðlaga lot-
urnar vinnslunum. Samstarf
Fisktækniskólans og Marel
heldur áfram á þessu sviði og
standa nú yfir skráningar í
námið fyrir vorönn 2016.
Markmiðið er að þátttakend-
ur tileinki sér flesta þá megin-
þætti er snúa að tækja- og hug-
búnaði frá Marel. Lögð er
áhersla á undirstöðuatriði í
notkun tækja og búnaðar, bæði
hvað varðar eftirlit og umsjón
með búnaðinum og þeim kerf-
um sem stýra honum. Veiga-
mikill þáttur námsins er að fara
yfir þær kröfur sem fiskvinnslu-
fyrirtæki gera til að ná hámarks
afköstum og nýtingu út úr
hverju tæki fyrir sig.
Ávinningi fyrirtækja má lýsa
á þann hátt, að með sérhæfð-
um starfsmanni eins og Marel
vinnslutækni, sem getur ráðið
við allflest þau vandamál sem
upp kunna að koma á staðnum,
má koma í veg fyrir að senda
þurfi sérfræðing frá Marel á
vettvang. Á þann hátt má spara
kostnaðarsama vinnslustöðvun
og tafir á framleiðslunni. Öll
stopp sem upp kunna að koma
og vara í stuttan eða lengri tíma
hafa áhrif á afköst og þar með
auka kostnað fyrir vinnsluna.
Með Marel vinnslutækni sem
starfsmann í fyrirtæki má auka
öryggi og auðvelda samskipti
milli starfsmanna í þjónustu
Marels og viðkomandi vinnslu,
þar sem þeir tala þá sama mál.
Síðast en ekki síst þá dregur
gott fyrirbyggjandi viðhald úr
hugsanlegri vinnslustöðvun
sem bætir afkomu fyrirtækja.
Nemendur í Marel vinnslu-
tækni komu víðsvegar að af
landinu í þetta nám, ýmist
beint úr fiskvinnslunámi frá
Fisktækniskóla Íslands eða voru
starfandi í fiskvinnslum, oftast
sem verkstjórar eða vélstjórar
eða eftir aðstæðum á hverjum
stað.
N
á
m
sleiðir
Fisktækniskóli Íslands:
Nýtt og spennandi starfs-
nám í sjávarútvegi
Með nýju námi Fisktækniskólans og Marels eru nemendur sérmenntaðir
í tæknibúnaði Marels í fiskvinnslunum og öðlast þannig þekkingu til
bestu nýtingar á þeim kerfum sem hann býður uppá, jafnframt því að
geta brugðist rétt við ef eitthvað ber út af. Framhald verður á samstarfi
þessara aðila um nám í Marel vinnslutækni.