Ægir - 01.06.2015, Blaðsíða 19
19
Vélar og framdrifsbúnaður frá Marás
Nýsmíði Samherja, Útgerðarfélag Akureyringa og FISK Seafood
Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað
Marás ehf.
Miðhraun 13 - 210 Garðabær
Sími: 555 6444 - Fax: 565 7230
www.maras.is
TOIMIL
generationpower
STAMFORD
AUTOMATION TECHNOLOGY
Við leggjum metnað okkar í að bjóða
aðeins fyrsta flokks búnað og þjónustu
Birtar hafa verið niðurstöður
sameiginlegs makrílleiðangurs
Færeyinga, Íslendinga, Norð-
manna og Grænlendinga sem
farinn var á tímabilinu 1. júlí til
10. ágúst sl. Í honum tóku þátt
fjögur skip, þ.e. tvö frá Noregi,
eitt frá Færeyjum og rannsókn-
arskipið Árni Friðriksson af Ís-
lands hálfu. Í stuttu mál sýndu
niðurstöður leiðangursins að
vísitala makríls innan íslenskr-
ar lögsögu hefur aldrei mælst
jafn há og segir á heimasíðu at-
vinnuvegaráðuneytisins að
engum vafa sé undirorpið að sú
staðreynd styrki stöðu Íslands í
komandi samningaviðræðum
um hlut í makrílveiðum.
Markmið rannsóknarleið-
angursins var að kortleggja út-
breiðslu og magn makríls og
annarra uppsjávarfiskistofna í
Norðaustur Atlantshafi meðan
á ætisgöngum þeirra um Norð-
urhöf stendur en kanna um leið
ástand sjávar og átustofna á
hafsvæðinu. Öll notuðu þátt-
tökuskipin samskonar flotvörpu
sem sérstaklega hefur verið
þróuð fyrir þessar rannsóknir
en rannsóknaskipið Árni Frið-
riksson var að taka þátt í þeim í
áttunda sinn.
Magn og útbreiðsla makríls
á svæðinu var metin út frá afla í
stöðluðum togum sem tekin
voru með reglulegu millibili og
var rannsóknasvæðið um 2,7
milljón ferkílómetrar. Heildar-
vísitala makríls á svæðinu, svo-
kallaður lífmassi, var metin um
7,7 milljónir tonna, þar af voru
tæp 2,9 milljónir tonna innan ís-
lenskrar efnahagslögsögu. Það
svarar til rúmlega 37% af heild-
arvísitölunni.
Heildarvísitalan mældist í ár
1,3 milljónum tonna lægri en á
síðasta ári en þá var hún raunar
sú hæsta síðan rannsóknirnar
hófust árið 2007. Vísitala makríls
innan íslenskrar lögsögu hefur
hins vegar aldrei verið eins há
og í ár, en síðustu þrjú ár var
vísitalan þar um 1,6 milljón
tonn. Á öðrum svæðum var
magnið minna en á síðasta ári.
Þéttastur var makríllinn suður af
Íslandi og náði útbreiðslan þar
sunnar en áður hefur sést.
Heildarstærð svæðisins sem
kannað var í ár var lítið eitt
stærra en á síðasta ári en eins
og undanfarin ár, var aðeins lítill
hluti lögsögu Evrópusambands-
ins kannaður.
Metmæling á makríl
styrkir samningsstöðuna
F
isk
ira
n
n
sók
n
ir
Hinn umdeildi makríll gerði sig heimakominn á hafsvæðinu við Ísland í
sumar, líkt og síðustu ár.