Ægir - 01.06.2015, Blaðsíða 52
52
Inngangur
Makríll (1. mynd) hefur undan
farin ár verið mikið til umræðu
meðal landsmanna. Það helgast
af óvenju miklum göngum
hans á Íslandsmið og síðan
veiðum okkar og ágreiningi við
nágrannaþjóðir um hlut í heild-
arafla. Í ljósi þess er áhugavert
að skoða hvernig göngum
makríls og útbreiðslu við landið
hefur verið háttað til lengri tíma
litið. Hér er dregin saman skráð
vitneskja um komur makríls á
Íslandsmið síðastliðin rúm 100
ár og þær settar í samhengi við
ástand sjávar á sama tímabili.
Þá hugleiðum við einnig þætti
tengda vistfræði makríls sem
gætu hafa haft áhrif á göngur
hans hingað norður á bóginn á
seinustu árum.
Almenn útbreiðsla
Útbreiðslusvæði makríls í Norð-
austur-Atlantshafi nær frá
ströndum Marokkó í suðri og til
norður Noregs í norðri. Einnig
finnst hann í Svartahafi, Mið-
jarðarhafi, Kattegat, Skagerak
og í Eystrasalti. Hrygningartími
makríls er frá febrúar til júlí og
að lokinni hrygningu gengur
hann í Noregshaf og Norðursjó
til þess að afla sér fæðu. Sam-
fara hækkun á hitastigi sjávar s.l.
tvo áratugi hefur makríll gengið
lengra til norðurs og vesturs í
Norðaustur Atlantshafi og hann
verið árviss í verulegu magni við
Ísland síðan 2006. Makríllinn
heldur sig á norðlægum slóðum
fram í ágúst-september en upp
úr því ferðast hann til baka á
vetursetustöðvar í Norðursjó,
vestur af Bretlandseyjum og í
Biscayaflóa.
Breytingar á ástandi sjávar
Þrjár megin sjógerðir umlykja
Ísland, þ.e. Atlantssjór sem á
uppruna sinn í suðri, pólsjór
sem flæðir úr Íshafinu og sval-
sjór sem kemur úr Norðurhöf-
um. Grein af Atlantssjónum
streymir norður með vestur-
strönd Íslands og áfram að
mestu vestur í átt að Grænlandi
út af Vestfjörðum. Lítil grein úr
þessu streymi berst til austurs á
landgrunninu norðan lands þar
sem hún blandast við sval- og
pólsjóinn sem og við ferskvatn
frá landi. Flæði Atlantssjávar og
eiginleikar hans (hiti, selta, nær-
ingarefni) hafa verið breytileg
eftir árum og árabilum og hefur
það mikil áhrif á frumframleiðni
og átumagn í hafinu við landið.
Þá eru fiskar næmir fyrir legu
hita- og straumaskila í sjónum
og geta þau haft mikil áhrif á
göngur og útbreiðslu.
Lengsta tímaröð mælinga á
sjávarhita við Ísland eru mæl-
ingar á yfirborðshita við Gríms-
ey (2. mynd), en þær hófust á
vegum dönsku Veðurstofunnar.
Þessar mælingar ásamt mæl-
ingum á yfirborðshita sjávar á
nokkrum tiltækum strandstöðv-
um norðanlands auk samfelldra
mælinga Hafrannsóknastofn-
unar í Grímsey hafa verið not-
aðar til að lýsa megin einkenn-
um ástands sjávar á Íslandsmið-
um seinustu 125 ár. Í ljós hefur
komið að tiltölulega kalt var
undir lok 19. aldar. Síðan tók við
Makríll og ástand sjávar
við Ísland í rúm 100 ár
1. mynd. Makríll. Teikning: Jón Baldur Sigurðsson.
Höfundar eru Ólafur S. Ástþórs-
son, Héðinn Valdimarsson, Ásta
Guðmundsdóttir, Guðmundur
J. Óskarsson sem öll starfa á
Hafrannsóknastofnuninni.
2. mynd. Hitabreytingar í yfirborðslögum fyrir norðan Ísland á tímabil-
inu 1883-2013. Uppfærð mynd úr grein Hanna o. fl., (2005). Birt með
leyfi Edward Hanna.
Héðinn
Valdimarsson.
Ólafur S.
Ástþórsson.
Ásta Guð-
mundsdóttir.
Guðmundur J.
Óskarsson.
F
isk
istofn
a
r
Athugasemd
ritstjóra
Meðfylgjandi grein birtist í 2.
tbl. Ægis 2015 en vegna
tæknilegra vandkvæða prent-
uðust skýringarmyndir með
greininni ekki rétt. Til að les-
endur fái skiljanlegt sam-
hengi í greinina var því
ákveðið að endurbirta hana.
Greinarhöfundar eru beðnir
velvirðingar á þessu.
Ritstjóri