Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2015, Blaðsíða 52

Ægir - 01.06.2015, Blaðsíða 52
52 Inngangur Makríll (1. mynd) hefur undan farin ár verið mikið til umræðu meðal landsmanna. Það helgast af óvenju miklum göngum hans á Íslandsmið og síðan veiðum okkar og ágreiningi við nágrannaþjóðir um hlut í heild- arafla. Í ljósi þess er áhugavert að skoða hvernig göngum makríls og útbreiðslu við landið hefur verið háttað til lengri tíma litið. Hér er dregin saman skráð vitneskja um komur makríls á Íslandsmið síðastliðin rúm 100 ár og þær settar í samhengi við ástand sjávar á sama tímabili. Þá hugleiðum við einnig þætti tengda vistfræði makríls sem gætu hafa haft áhrif á göngur hans hingað norður á bóginn á seinustu árum. Almenn útbreiðsla Útbreiðslusvæði makríls í Norð- austur-Atlantshafi nær frá ströndum Marokkó í suðri og til norður Noregs í norðri. Einnig finnst hann í Svartahafi, Mið- jarðarhafi, Kattegat, Skagerak og í Eystrasalti. Hrygningartími makríls er frá febrúar til júlí og að lokinni hrygningu gengur hann í Noregshaf og Norðursjó til þess að afla sér fæðu. Sam- fara hækkun á hitastigi sjávar s.l. tvo áratugi hefur makríll gengið lengra til norðurs og vesturs í Norðaustur Atlantshafi og hann verið árviss í verulegu magni við Ísland síðan 2006. Makríllinn heldur sig á norðlægum slóðum fram í ágúst-september en upp úr því ferðast hann til baka á vetursetustöðvar í Norðursjó, vestur af Bretlandseyjum og í Biscayaflóa. Breytingar á ástandi sjávar Þrjár megin sjógerðir umlykja Ísland, þ.e. Atlantssjór sem á uppruna sinn í suðri, pólsjór sem flæðir úr Íshafinu og sval- sjór sem kemur úr Norðurhöf- um. Grein af Atlantssjónum streymir norður með vestur- strönd Íslands og áfram að mestu vestur í átt að Grænlandi út af Vestfjörðum. Lítil grein úr þessu streymi berst til austurs á landgrunninu norðan lands þar sem hún blandast við sval- og pólsjóinn sem og við ferskvatn frá landi. Flæði Atlantssjávar og eiginleikar hans (hiti, selta, nær- ingarefni) hafa verið breytileg eftir árum og árabilum og hefur það mikil áhrif á frumframleiðni og átumagn í hafinu við landið. Þá eru fiskar næmir fyrir legu hita- og straumaskila í sjónum og geta þau haft mikil áhrif á göngur og útbreiðslu. Lengsta tímaröð mælinga á sjávarhita við Ísland eru mæl- ingar á yfirborðshita við Gríms- ey (2. mynd), en þær hófust á vegum dönsku Veðurstofunnar. Þessar mælingar ásamt mæl- ingum á yfirborðshita sjávar á nokkrum tiltækum strandstöðv- um norðanlands auk samfelldra mælinga Hafrannsóknastofn- unar í Grímsey hafa verið not- aðar til að lýsa megin einkenn- um ástands sjávar á Íslandsmið- um seinustu 125 ár. Í ljós hefur komið að tiltölulega kalt var undir lok 19. aldar. Síðan tók við Makríll og ástand sjávar við Ísland í rúm 100 ár 1. mynd. Makríll. Teikning: Jón Baldur Sigurðsson. Höfundar eru Ólafur S. Ástþórs- son, Héðinn Valdimarsson, Ásta Guðmundsdóttir, Guðmundur J. Óskarsson sem öll starfa á Hafrannsóknastofnuninni. 2. mynd. Hitabreytingar í yfirborðslögum fyrir norðan Ísland á tímabil- inu 1883-2013. Uppfærð mynd úr grein Hanna o. fl., (2005). Birt með leyfi Edward Hanna. Héðinn Valdimarsson. Ólafur S. Ástþórsson. Ásta Guð- mundsdóttir. Guðmundur J. Óskarsson. F isk istofn a r Athugasemd ritstjóra Meðfylgjandi grein birtist í 2. tbl. Ægis 2015 en vegna tæknilegra vandkvæða prent- uðust skýringarmyndir með greininni ekki rétt. Til að les- endur fái skiljanlegt sam- hengi í greinina var því ákveðið að endurbirta hana. Greinarhöfundar eru beðnir velvirðingar á þessu. Ritstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.