Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2015, Blaðsíða 53

Ægir - 01.06.2015, Blaðsíða 53
53 tiltölulega ör hlýnun í kringum 1920 og í framhaldinu hlýinda- tímabil þar til í byrjun sjöunda áratugarins. Þá fór að kólna og einkenndist tímabilið milli 1965−1971 af lágum hita og seltu og tíðum hafís á land- grunninu fyrir norðan land (haf- ísárin). Á árunum 1972−1995 skiptust á 1−4 ára tímabil hlýrra og kaldra ára fyrir norðan Ís- land. Upp úr 1996 fór sjávarhiti að hækka og síðan þá hefur verið nær samfellt hlýindatíma- bil á Íslandsmiðum (2. mynd). Mikilvægt vöktunarsnið um- hverfisrannsókna Hafrann- sóknastofnunar liggur til vest- urs yfir landgrunninu í Faxaflóa og út í Irmingerstrauminn suð- vestur af landinu. Stöð 9 á snið- inu (64° 20´ N, 27° 55´ W) lýsir ástandi í Atlantssjónum sunnan Grænlands-Skotlandshryggjar (3. mynd). Þar hækkuðu selta og hiti verulega á árunum 1996−1998, í kjölfar lágra gilda frá því í um 1990, en síðan varð aftur nokkur lækkun. Árið 2003 hækkuðu hiti og selta á ný og síðan hafa gildi verið há. Sam- bærilegar breytingar hafa einn- ig átt sér stað á öðrum vöktun- arsniðum við landið. Verulegar breytingar hafa þannig orðið í hafinu umhverfis Ísland síðan 1996 með aukinni útbreiðslu Atlantssjávar við landið og á Norðurmiðum síðan 1996 og hefur sjávarhiti hækkað á um 1−2 °C á miðum allt umhverfis landið. Á grundvelli ofangreindrar lýsingar má draga megin ein- kenni ástands sjávar við Ísland síðastliðin rúm 100 ár saman á eftirfarandi hátt: I. Frá því um 1885−1920 var hitastig lágt en upp úr 1920 fór að hlýna. II. Frá 1921−1964 var hita- stig hátt, en lækkaði síðan í upphafi 7. áratugarins III. Tímabilið milli 1965−1971 einkenndist af lágum hita og oft var hafís fyrir norðan land. IV. Eftir 1972 hækkaði hiti á ný og í framhaldi skiptust á 1−4 ára tímabil hlýrra og kaldra ára fram til 1995. V. Upp úr 1996 hófst hlý- indatímabil sem varað hefur fram á þennan dag. Hér er í framhaldi fjallað um makríl á Íslandsmiðum í ljósi ofangreindra tímabila um ástand sjávar. Komur makríls 1885−1920 Fyrsta óyggjandi heimild um makríl hér við land er frá vorinu 1885 en þá fannst stakur fiskur í Hafnarfirði (4. mynd). Síðar sama ár fundust einnig stakir fiskar í Seyðisfirði og Vopnafirði. Í upphafi 20. aldar var svo af og til greint frá makríl hér við land. Oftast var þar um að ræða staka fiska sem fengust í lagnet á grunnslóð eða nálægt landi en í reknet eða nót fjær landi. Á þessum árum var fremur kalt við Ísland (2. mynd) og því vek- ur það nokkra furðu að flestir fiskanna fengust í kalda sjónum undan norður- og norðaustur- ströndinni. Líklegast endur- speglar þetta þó almenna til- högun fiskveiða á þessum tíma. Botnfiskveiðar voru einkum stundaðar sunnan lands á vetr- arvertíð, þ.e. áður en makríll kann að hafa gengið á íslenskt hafsvæði, en síldveiðar fyrir norður- og norðausturströnd- inni að sumarlagi, þ.e. þegar lík- legast er að finna hér makríl. Þrátt fyrir takmarkaðar upplýs- ingar er samt ljóst að jafnvel á kuldatímabilinu í upphafi 20. aldar gekk makríll stöku sinnum á miðin við Ísland. 1921−1965 Á þessum árum ríkti hlýinda- skeið í sjónum við Ísland og þá sérstaklega á 4. og 5. áratugn- um. Víðtækar breytingar áttu sér þá stað í vistkerfi sjávar við landið og víðar í Norður Atl- antshafi. Þar á meðal voru tíðari komur makríls upp að landinu og jafnframt sást hann þá oftar en áður í torfum (5. mynd). Út- breiðslan var hins vegar áfram svipuð og á árabilinu 1885− 1920, þ.e. fiskarnir fengust oft- ast undan norðurströndinni og svo við sunnanverðan Faxaflóa. Sem fyrr vekur nokkra furðu að ekki eru heimildir um veiðistaði í hlýja sjónum við suðurströnd- ina en eins og að ofan var getið þá stafar það líklegast af því hvernig fiskveiðum var háttað við Ísland á þessum tíma. Á síðari hluta þessa hlýinda- tímabils virðist aðeins ein skráð heimild um makríl við landið eða stakur fiskur í janúar 1963. Fram á miðjan 7. áratuginn voru takmarkaðar veiðar á makríl og lítið vitað um raun- verulega stofnstærð. Hugsan- lega var sá hluti makrílstofnsins sem á sumrin gengur í Noregs- haf lítill á þessum árum og því breiddi hann ekki úr sér inn á hafsvæðið við Ísland. Þekkt er þó að á 6. og 7. áratugnum hafi 3. mynd. Hitabreytingar á stöð 9 á Faxaflóasniði (Si). 4. mynd. Makríll á Íslandsmiðum 1880-1920. 5. mynd. Makríll á Íslandsmiðum 1921-1965. 24° 20° 16° 12° 64° 66° 200 ● ●● ● ● Vopnafjörður Seyðisfjörður Reykjavík Hafnarfjörður Ho rnv ík ● Tímabil 1880−1920 Stakir fiskar Torfur 24° 20° 16° 12° 64° 66° 200 ● ● ● ● ● ● ● ● ● ● ● ● ● ● ● Vopnafjörður Seyðisfjörður Reykjavík Hafnarfjörður Ho rnv ík ● Tímabil 1921−1965 Stakir fiskar Torfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.