Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2015, Blaðsíða 16

Ægir - 01.06.2015, Blaðsíða 16
16 fyrir hráefni. Ekki vildum við lenda í því að landvinnslufólkið hefði ekkert hráefni til þess að vinna.“ Snorri segir að gríðarlegar breytingar hafi orðið í sjávarút- veginum frá því að hann byrjaði á sjó á áttunda áratugnum. „Stærsta breytingin lýtur senni- lega að meðferð aflans. Það eru gerðar miklar kröfur um gæði hráefnisins og það er ekki vel séð ef holin eru stærri en kannski 5-7 tonn. Hér á árum áður börðu menn sér á brjóst ef þeir náðu inn risahollum. Slíkt kemur ekki til greina í bolfiskin- um í dag. Kælingin á fiskinum er lykilatriði og það þróunarverk- efni sem hefur verið í gangi varðandi kælingu á fiskinum um borð í Málmey SK lofar mjög góðu, en þar er ekki lengur not- ast við ís heldur snöggkælingu. Í ljósi góðrar reynslu í Málmey er þetta klárlega framtíðin.“ Túrarnir á ísfiskinum eru mun styttri í dag en hér á árum áður. Að hámarki er túrinn fimm dagar og að meðaltali segir Snorri að skipið komi með 80-90 tonn inn til löndunar. „En þetta er mjög mismunandi og fer allt eftir þörfum vinnslunnar á hverjum tíma og því hversu stóran fisk skipið kemur með að landi. Það má segja að veiðarn- ar séu fyrst og fremst markaðs- drifnar, við veiðum í takti við þarfir markaðarins og alltaf höf- um við að leiðarljósi að koma með sem best hráefni að landi. Slæmur frágangur á aflanum kemur ekki til greina og þaðan af síður brottkast.“ Eftir tæplega fjörutíu ár á sjónum segist Snorri ennþá njóta sjómennskunnar. „Auðvit- að grípur mann annað slagið smá leiði en þá hvarflar hugur- inn fljótt að öllum þeim góðu stundum sem maður er búinn að upplifa í þessu og þá gleymir maður hinu. Ég hef mikla ánægju af því að taka þátt og fylgjast með þeirri tækniþróun sem er verið að vinna að í grein- inni, m.a. í FISK Seafood, sem miðar stöðugt að því að auka verðmæti aflans. Þetta á við um kælingu á fiskinum og margt fleira.“ Á meðan einhver vill hafa mig í vinnu Snorri ætlar að halda áfram á sjónum „á meðan einhver vill hafa mig í vinnu,“ eins og hann orðar það. Á Klakki hafa menn þann háttinn á að róa í tvo túra og eru síðan í fríi þriðja túrinn og því segir Snorri að sjó- mennskan í dag sé mun fjöl- skylduvænni vinna en hér á ár- um áður þegar túrarnir voru mun lengri. „Þegar ég var á sjónum með pabba í gamla daga kom fyrir að maður fór á sjóinn vestur á Flæmska í byrj- un júní og kom ekki aftur heim fyrr en komið var fram í sept- ember. Núna er allt annað uppi á teningnum og þegar á heild- ina er litið er sjómennskan mun fjölskylduvænna starf.“ Snorri í skipstjórastólnum á Klakki. „Starf skipstjórans getur á köflum verið einmanalegt, enda erum við löngum stundum einir uppi í brú. En það er mikilvægt að gefa sér tíma fyrir og eftir vakt til að spjalla við mennina um borð. Þetta er lítið samfélag og því er mikilvægt a allir vinni hlutina vel saman.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.